Árni vill breytingu á sjúkraflugi á Vestmannaeyjasvæðinu

Í umræðum á Alþingi í gær tók Árni Johnsen, þingmaður Suðurkjördæmis upp umræðu um sjúkraflug til Vestmannaeyja. Árni spurði spurði Þuríður Backman, þingmann VG og formann Heilbrigðisnefndar Alþingis hvort hún væri ekki sammála því að breytinga sé þörf með sjúkraflug. Árni kom inn á nýlegt slys um borð í Gandí VE þar sem maður slasaðist […]

SegVeyjar komin með 10 Segway hjól til leigu

Léttitækni ehf afhenti í síðustu viku 10 stk Segway hjól til SegVeyja ehf sem verða með leigu á Segway hjólum í sumar í Vestmannaeyjum. Þetta er fyrsta Segway hjólaleigan á Íslandi. SegVeyjar verða í samstarfi við Kanann, Símann og Skjá Einn og því verða hjólin eitthvað á ferð um landið í sumar (sjá nánar um […]

Svanur Páll hitar upp fyrir rokktónleika ársins í Höllinni

Það verður hin bráðefnlegi Svanur Páll Vilhjálmsson sem mun hita upp fyrir stjörnunar á risatónleikunum sem haldnir verða í Höllinni á föstudaginn kemur. Svanur er aðeins 14 ára gamall en hann mun taka öll flottustu lögin til að koma liðinu í rétta gírinn fyrir stjörnur á borð við Pál Rósinkranz og Andreu Gylfa. Sem sagt […]

�?ruggt hjá Eyjastúlkum í gær

Eyjastúlkur unnu afar sannfærandi sigur á Fram í gærkvöldi þegar liðin mættust á Hásteinsvellinum. Lokatölur urðu 6:0 og hefði sigur ÍBV vafalaust getað verið mun stærri. Þar með er ÍBV búið að vinna fyrstu þrjá leikina og markatalan er ekki slæm, 22 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. ÍBV leikur næst gegn Þrótti í […]

Eyjamenn taka á móti KR í bikarnum í kvöld

Í kvöld klukkan 19.15 tekur ÍBV á móti KR í 32ja liða úrslitum Vísabikarkeppni karla. Oftar en ekki hefur verið talsverður rígur á milli félaganna tveggja, KR-ingar hafa þó yfirhöndina í leikjum liðanna, hafa unnið 37 leiki, 21 sinnum hefur orðið jafntefli og ÍBV hefur haft betur í 25 skipti. Liðin mættust í fyrsta sinn […]

Stelpurnar taka á móti Fram í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Fram á Hásteinsvelli og hefst leikurinn klukkan 18.00. Eyjastúlkur hafa farið vel af stað í 1. deildinni, hafa unnið fyrstu tvo leikina og markatalan er 16:0. Flestir reikna með að Eyjastúlkur eigi eftir að gera harða atlögu að sæti í úrvalsdeild og er ekkert sem bendir til annars […]

Gátum stundað vinnu með náminu

Átta nemendur útskrifuðust frá Framhaldskólanum sem húsamiðir á laugardaginn. Nemendurnir stund­uðu allir námið með vinnu og luku sveinsprófinu hér. Þeir eru Garðar Örn Sigmarsson, Gunnar Þór Guð­jóns­son, Magnús Ingi Eggertsson, Óðinn Sæbjörnsson, Páll Sigurðs­son, Ragnar Smári Ragnarsson, Ragnar Örn Ragnarsson og Regin Jacobsen. (meira…)

Alvarlegt vinnuslys um borð í Gandí VE

Alvarlegt vinnuslys varð um borð í Gandí VE þar sem skipið lá við bryggju í Friðarhöfn föstudaginn 28. maí síðastliðinn. Maður sem var að vinna við dælu á millidekki, lenti með vinstri handlegg í dæluhjólinu þegar dælan fór skyndilega í gang. Handleggurinn er mjög illa farinn eftir slysið og var sá slasaði fluttur með sjúkraflugi […]

Alvöru rokktónleikar í Höllinni á föstudag

Það stefnir í hreint magnaða rokktónleika í Höllinni á föstudagskvöldið en þá ætlar Birgir Nielsen, trommuleikari, að stefna saman öllum helstu rokkhundum landsins í eina stóra rokkveislu. Tekin verða bestu rokklög sögunnar, hvorki meira né minna og má heyra lög frá Deep Purple, Led Zeppelin, Guns’n Roses, Uriah Heep, Creedence Clearwater Revival og ZZ top, […]

James Hurst yfirgefur ÍBV í júní

Enski hægri bakvörðurinn James Hurst hefur vakið mikla athygli í liði ÍBV í upphafi móts. Þessi 18 ára gamli leikmaður er á láni frá Portsmouth en hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í fyrradag. „Hermann Hreiðarsson spurði mig á æfingu einn daginn hvort ég vildi fara til Íslands í sumar. Ég sagði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.