James Hurst yfirgefur ÍBV í júní

Enski hægri bakvörðurinn James Hurst hefur vakið mikla athygli í liði ÍBV í upphafi móts. Þessi 18 ára gamli leikmaður er á láni frá Portsmouth en hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í fyrradag. „Hermann Hreiðarsson spurði mig á æfingu einn daginn hvort ég vildi fara til Íslands í sumar. Ég sagði […]
Íslandsbanki styður við ÍBV

ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning. Íslandsbanki hefur stutt myndarlega við bakið á ÍBV í gegnum árin sem einn af stærri styrktaraðilum félagsins og verður engin breyting þar á næstu árin. Samstarf ÍBV og Íslandsbanka hefur verið farsælt og ánægjulegt um langt skeið og er mikilvægt að halda samstarfinu áfram í að […]
�?tluðum að gera betur

„Mér fannst við fá opnari færi í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. En það var svo sem ágætt að ná jafntefli fyrst við lentum undir. Það vantaði oft síðustu sendinguna hjá okkur til að opna færin almennilega. Mér fannst við fá fjögur eða fimm góð tækifæri til að opna vörn Blikanna upp á gátt í […]
Jafntefli í jöfnum og skemmtilegum leik

Eyjamenn tóku á móti Breiðabliki í fyrsta heimaleik sínum í dag. Allar aðstæður voru eins og best verður á kosið, sól og blíða og Hásteinsvöllur leit vel út. Eyjamenn byrjuðu af fítonskrafti í leiknum og virtust hreinlega vera sundurspila léttleikandi lið Breiðabliks. En allt kom fyrir ekki, það var eins og það vantaði herslumuninn í […]
Loksins heimaleikur hjá ÍBV

Karlalið ÍBV leikur loksins fyrsta heimaleik sinn í dag þegar liðið tekur á móti Breiðabliki en Eyjamenn byrjuðu á fjórum útileikjum. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað í Íslandsmótinu, eru bæði með sjö stig og er í 3. – 6. sæti Íslandsmótsins. Liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín síðasta sumar, Breiðablik vann 0:1 […]
Sjálfstæðismenn hlutu 53,95% atkvæði

Nú rétt í þessu bárust lokatölur úr sveitastjórnakosningunum í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn fengu 53,95% eða 1330 atkvæði. Vestmannaeyjalistinn fékk 34,96% atkvæða eða 862 atkvæði og B-listi Framsóknarflokksins og óháðra fékk 8,14% eða 202 atkvæði. Auðir og ógildir voru 71. Þar með liggur ljóst fyrir að skipan bæjarstjórnar helst óbreytt næstu fjögur árin, Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra […]
�?breytt ástand samkvæmt fyrstu tölum

Samkvæmt fyrstu tölum í sveitastjórnakosningunum í Vestmannaeyjum verður óbreytt ástand í bæjarpólitíkinni næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta sínum í bæjarstjórn, Vestmannaeyjalistinn heldur þremur bæjarfulltrúum en Framsókn nær ekki inn manni. Í raun er Sjálfstæðisflokkurinn nærri því að bæta við fimmta manni og þar með fella þriðja mann Vestmannaeyjalistans út. (meira…)
Ágætis kjörsókn í Eyjum

Klukkan 17:00 höfðu 44,7% íbúa á kjörskrá í Eyjum kosið en alls eru 3027 á kjörskrá. 1353 þeirra hafa lagt leið sína inn í Barnaskóla til að greiða sitt atkvæði en kjörstaðurinn verður opinn til klukkan 22:00 í kvöld. Kjörsókn nú er heldur meiri en síðast þegar kosið var í sveitastjórnakosningunum en á sama tíma […]
Tæp 20% búin að kjósa

Klukkan 14:00 höfðu 19,4% íbúa á kjörskrá í Vestmannaeyjum kosið í sveitastjórnakosningunum 2010. Það er örlítið betra en í sveitastjórnakosningunum 2006 en á sama tíma höfðu þá 17,4% kosið. Kjörsókn nú er alveg við meðaltals kjörsókn síðan 1994 en að meðaltali höfðu 19,6% kosið á sama tíma. Kjörsókn nú er svipuð og árið 1998 en […]
Kjörsókn fer hægt af stað

Kjörsókn fer rólega af stað í Vestmannaeyjum en rétt fyrir tólf að hádegi höfðu um 240 manns kosið. Það er rétt tæplega 8% af þeim 3027 íbúa sem eru á kjörskrá. Svavar Steingrímsson, sem vandalega stendur vaktina í annarri af tveimur kjördeildum Vestmannaeyjabæjar sagði í samtali við blaðamann að kjörsókn nú væri heldur minni en […]