Jafntefli í jöfnum og skemmtilegum leik

Eyjamenn tóku á móti Breiðabliki í fyrsta heimaleik sínum í dag. Allar aðstæður voru eins og best verður á kosið, sól og blíða og Hásteinsvöllur leit vel út. Eyjamenn byrjuðu af fítonskrafti í leiknum og virtust hreinlega vera sundurspila léttleikandi lið Breiðabliks. En allt kom fyrir ekki, það var eins og það vantaði herslumuninn í […]
Loksins heimaleikur hjá ÍBV

Karlalið ÍBV leikur loksins fyrsta heimaleik sinn í dag þegar liðið tekur á móti Breiðabliki en Eyjamenn byrjuðu á fjórum útileikjum. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað í Íslandsmótinu, eru bæði með sjö stig og er í 3. – 6. sæti Íslandsmótsins. Liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín síðasta sumar, Breiðablik vann 0:1 […]
Sjálfstæðismenn hlutu 53,95% atkvæði

Nú rétt í þessu bárust lokatölur úr sveitastjórnakosningunum í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn fengu 53,95% eða 1330 atkvæði. Vestmannaeyjalistinn fékk 34,96% atkvæða eða 862 atkvæði og B-listi Framsóknarflokksins og óháðra fékk 8,14% eða 202 atkvæði. Auðir og ógildir voru 71. Þar með liggur ljóst fyrir að skipan bæjarstjórnar helst óbreytt næstu fjögur árin, Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra […]
�?breytt ástand samkvæmt fyrstu tölum

Samkvæmt fyrstu tölum í sveitastjórnakosningunum í Vestmannaeyjum verður óbreytt ástand í bæjarpólitíkinni næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta sínum í bæjarstjórn, Vestmannaeyjalistinn heldur þremur bæjarfulltrúum en Framsókn nær ekki inn manni. Í raun er Sjálfstæðisflokkurinn nærri því að bæta við fimmta manni og þar með fella þriðja mann Vestmannaeyjalistans út. (meira…)
Ágætis kjörsókn í Eyjum

Klukkan 17:00 höfðu 44,7% íbúa á kjörskrá í Eyjum kosið en alls eru 3027 á kjörskrá. 1353 þeirra hafa lagt leið sína inn í Barnaskóla til að greiða sitt atkvæði en kjörstaðurinn verður opinn til klukkan 22:00 í kvöld. Kjörsókn nú er heldur meiri en síðast þegar kosið var í sveitastjórnakosningunum en á sama tíma […]
Tæp 20% búin að kjósa

Klukkan 14:00 höfðu 19,4% íbúa á kjörskrá í Vestmannaeyjum kosið í sveitastjórnakosningunum 2010. Það er örlítið betra en í sveitastjórnakosningunum 2006 en á sama tíma höfðu þá 17,4% kosið. Kjörsókn nú er alveg við meðaltals kjörsókn síðan 1994 en að meðaltali höfðu 19,6% kosið á sama tíma. Kjörsókn nú er svipuð og árið 1998 en […]
Kjörsókn fer hægt af stað

Kjörsókn fer rólega af stað í Vestmannaeyjum en rétt fyrir tólf að hádegi höfðu um 240 manns kosið. Það er rétt tæplega 8% af þeim 3027 íbúa sem eru á kjörskrá. Svavar Steingrímsson, sem vandalega stendur vaktina í annarri af tveimur kjördeildum Vestmannaeyjabæjar sagði í samtali við blaðamann að kjörsókn nú væri heldur minni en […]
KFS spilar í dag

Í dag klukkan 13.00 tekur KFS á móti Berserkjum í B-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu. Eyjamönnum var spáð góðu gengi í spá fyrirliða og þjálfara, öðru sæti í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. Liðið byrjaði þó ekki vel því í fyrsta leik steinlá KFS 4:0 á útivelli gegn Þrótti Vogum. Marga sterka […]
Sveitastjórnakosningarnar byrjaðar

Nú er búið að opna kjörstað í Vestmannaeyjum en kjörstaður er í Barnaskóla Vestmannaeyja. Gengið er inn um norður- og suðurdyr skólans og er aðgengi fatlaðra um norðurdyr. Kjörfundur hófst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 22:00 í kvöld. Þrír listar eru í boði, D-listi Sjálfstæðismanna, V-listi Vestmannaeyjalistans og B-listi Framsóknarmanna. Vestmannaeyjabæ er skipt í tvær […]
Börnin í næstu blokk voru líka útá svölum

Eyjafrettir hafa undanfarið verið helteknar af pólitíkinni enda kosningar á morgun. En það er kannski ágætt að slá aðeins á létta strengi milli alvöruþrunginna greina frambjóðendanna. Hér er einn góður: Jón og Gunna bjuggu í mjög lítilli íbúð í Breiðholtinu. Þau komust að því að til að fá næði til að gamna sér um miðjan […]