Kjósum um stórframkvæmdir

Á Íslandi er svo­kallað fulltrúalýð­ræði. Fulltrúalýð­ræði þýðir einfald­lega að „lýðurinn“ eða almenningur kýs sér fulltrúa, til fjögurra ára, til að taka ákvarðanir um þau mál sem þarf að taka ákvarðanir um. Margir tala um að lýðræðið virki bara á fjögurra ára fresti og það er að vissu leyti rétt. Ef almenningur er ekki sáttur við […]

Fegruð mynd af stöðunni?

Núverandi meirihluti hefur að undanförnu ítrekað stært sig af því að þrátt fyrir framkvæmdir og niðurgreiðslu skulda séu höfuðstóll og vextir hitaveitupeninganna enn óhreyfðir. Samkvæmt þeirra eigin tölum er uppreiknað söluandvirði hlutarins í HS 4,4 milljarðar króna. Ársreikningar bæjarins segja aðra sögu. Meðfylgjandi mynd sýnir bankainnistæður Vestmannaeyjabæjar árin 2007 til 2009. Eins og sjá má […]

Alla vörur á Tax Free tilboði – líka í dag

Húsasmiðjan hefur ákveðið að framlengja Tax Free tilboðum í einn dag í Vestmannaeyjum. Þess vegna eru allar vörur í Húsasmiðjunni í Eyjum á tilboði. „Þetta nær yfir viðarvörn, málningu, garðhúsgögn, garðverkfæri, sumarblóm, gjafavöru, glreksrarstjóri Húsasmiðjunnar í Vestmannaeyjum. (meira…)

Helga Björk, Guðlaugur eða Sigurður?

Á kjörskrá í Vestmannaeyjum eru 3027 kjósendur. Kjörstaður verður í Barnaskóla Vestmannaeyja, kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00 að kveldi sama dags. Þrír listar eru í boði, listi Fram­sókn­arflokks, Sjálfstæðisflokks og Vestmanneyjalistans. Færri hafa kosið utan kjörfundar en undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ágústu Friðriksdóttur, ritara sýslu­manns, höfðu 184 kosið utan kjörfundar […]

Ekki rétt að búið sé að fresta opnun Landeyjahafnar

Orðrómur hefur gengið um í bænum og á samskiptavefnum Facebook þess efnis að búið sé að fresta opnun Landeyjahafnar þar til í september en ekki megi greina frá því fyrr en eftir sveitastjórnakosningar á laugardaginn. Eyjafréttir höfðu samband við Sigurð Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun en hann segir að ekki sé búið að fresta opnun hafnarinnar. […]

VÍS tryggir leikmenn ÍBV

Undirritaður hefur verið samningur milli ÍBV og VÍS þess efnis að VÍS mun sjá um að tryggja alla leikmenn meistaraflokks ÍBV og í leiðinni gerist VÍS styrktaraðili ÍBV. Samningurinn er til tveggja ára. Markmið VÍS er að leggja sitt af mörkum til að styðja íBV til góðra verka í efstu deild því þar á ÍBV […]

Hægindastóll vakti athygli í New York

Iðnhönnuðurinn Emilía Borgþórsdóttir vakti töluverða athygli á hönnunarsýningunni International Contemporary Furniture Fair í New York fyrr í þessum mánuði. Þar sýndi Emilía hægindastól sem hún hannaði og fékk umfjöllun í fjölmörgum veftímaritum sem fjalla um hönnun og lífsstíl. (meira…)

Ernir kaupir milljón dala vél til Eyjaflugs

Flugfélagið Ernir ætlar að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun ágúst. Félagið ætlar að kaupa nítján sæta skrúfuþotu til að anna flugleiðinni en slík vél kostar rúmlega milljón dali, jafnvirði 130 milljóna króna. Er hún væntanleg til landsins í júlí, „ef guð og góðir menn lofa“ eins og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, orðar […]

Yfirlýsingu um goslok frestað framyfir helgi

Opinberri yfirlýsingu um að gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið verður frestað fram yfir helgi, samkvæmt ákvörðun, sem tekin var á samráðsfundi Almannavarna og visindamanna í gær. Enn mælist lítilsháttar órói í jöklinum og GPS mælingar sýna lítilsháttar yfirborðsbreytingar. Þá er yfirborð jökulsins víða óstöðugt vegna þykktar öskulags, en það skapar hættu á eðjuflóðum, eins og […]

Rétt handan hornsins er….

Kjördagur er svo að segja rétt handan hornsins. Kannski erum við flest búin að gera upp hugi okkar um hvað við kjósum á laugardaginn. Sumum okkar finnst litlu sem engu máli skipta hverjir stjórna bænum á sama tíma og öðrum finnst það afar mikilvægt. Ég er einn þeirra sem tel miklu máli skipta hverjir fara […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.