Leikið verður í Eyjum

Stjórn GSÍ ákvað nú fyrir skömmu að standa við upphaflega mótaskrá og leika fyrsta mótið á Íslensku mótaröðinni í Vestmannaeyjum eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Ólafur Þór Ágústsson, formaður SÍGÍ, fór til Eyja í dag, tók út völlinn fyrir GSÍ og taldi að hann væri leikhæfur fyrir mótið sem hefst á laugardaginn. (meira…)

Von á öflugasta svifryksbíl landsins

Talsvert öskufjúk hefur verið í Vestmannaeyjum síðdegis í dag. Bæði fýkur staðbundin aska upp á Heimaey en einnig berst talsvert ofan af landi. Lesandi vefsins, sem ekki vildi láta nafns síns getið hafði samband við ritstjórn og spurði hvernig gengi með hreinsun bæjarins. Sá hinn sami taldi ekki nóg gert af hálfu bæjaryfirvalda og taldi […]

Gangstéttarhellan eða heildarhagsmunir

Þegar kemur að kosningum þurfa bæjarbúar að taka ákvörðun um hverja þeir vilja sem fulltrúa sína í bæjarstjórn næstu fjögur árin. Við rekstur bæjarfélags er í mörg horn að líta og margar ákvarðanir sem þarf að taka, bæði stórar sem smáar. Við sem setið höfum í meirihluta bæjarstjórnar síðastliðin fjögur árin höfum í ákvörðunum okkar […]

Bjóða í stuðningsmannahitting á föstudag

Karlalið ÍBV í knattspyrnu leikur fyrsta heimaleik sinn í sumar næstkomandi sunnudag þegar liðið tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum í Breiðabliki. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00 en forráðamenn ÍBV hafa ákveðið að hita stuðningsmenn ÍBV upp með því að bjóða þeim í svokallaðan Stuðningsmannahitting á föstudagskvöldið klukkkan 20:00. (meira…)

Grásleppur búnar að hrygna

„Við erum búin að vera bíða eftir þessu frá því snemma í vetur. Við erum með tvær grásleppur og þrjá rauðmaga. Einn hefur orðið rauðari og rauðari undanfarna tvo mánuði að hann passar báðar kerlingarnar. Hann hefur rekið hina í burtu,“ segir Georg Skæringsson, verk- og tæknistjóri Þekkingarsetursins í Vestmannaeyjum, um tíðindi á setrinu í […]

Annasöm helgi að baki hjá lögreglunni

Það var töluvert um að vera um helgina hér í Eyjum og var í ýmsu að snúast hjá lögreglu þar sem töluverður mannfjöldi var saman komin á skemmtistöðum bæjarins. Eitthvað var um pústra á og fyrir utan skemmtistaðina en engar kærur liggja hins vegar fyrir. Þá þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima þar […]

Annað væri algjör þvergirðingsháttur

Eins og fram kom fyrir helgi, komust Vestmannaeyjabær og Eimskip að samkomulagi um að greiða 2/3 hluta af því sem upp á vantar, til að hægt sé að sigla fjórar ferðir á dag, allt árið upp í Landeyjahöfn. Afganginn, 6 milljónir króna er ætlað hinu opinbera. Eyjafréttir sendu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra nokkrar spurningar um málið […]

Tónlistin er mín leið til tjáningar

Fimm laga þungarokksdiskur eftir Óðin Yngvason er kominn út en hann semur, útsetur og leikur á nær öll hljóðfæri sjálfur. Óðinn hefur verið í nokkrum hljómsveitum en þetta er fyrsti diskurinn sem hann gefur út sjálfur. Þungarokk er hægt að flokka sem jaðartónlist sem á sér kannski fáa en dygga aðdáendur. (meira…)

Búið að koma upp snertibúri í Fiska- og náttúrugripasafninu

Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja hefur nú komið upp svokölluðum snertibúri á fiskasafninu. Í búrinu hefur verið komið fyrir kröbbum og fleiri sjávarlífverum en gestir safnsins geta komið að búrunum og snert dýrin. Búrið hefur eðlilega vakið mikla lukku hjá yngstu gestunum, og reyndar þeim eldri líka. (meira…)

Veðjað á niðurstöðu kosninganna

Á vefsíðunni www.betson.is er nú hægt að veðja um niðurstöður sveitastjórnakosninganna í Vestmannaeyjum. Gefnir eru þrír möguleikar, hvort D-listinn haldi meirihluta í bæjarstjórn, hvort V-listinn haldi þremur mönnum og hvort Framsókn nái inn manni í bæjarstjórn. Möguleikunum þremur er svo gefinn ákveðinn stuðull en samkvæmt Betson eru mestar líkur á að Sjálfstæðismenn haldi meirihluta. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.