Ný fyrirliðabönd í sölu

Fyrirliðaband

Þjóðhátíðarnefnd hefur í ár nýtt átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Eyjamenn þekkja mikilvægi […]

Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]

Endurnýja samstarfssamning

Skak Kennsla Tv Ads

Á föstudaginn sl. undirrituðu Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hallgrímur Steinsson, f.h. TV endurnýjaðan samstarfssamning milli Vestmannaeyjabæjar og Taflfélags Vestmannaeyja. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára og hefur það að markmiði að efla samstarf aðila með það að leiðarljósi að styrkja stöðu skákíþróttarinnar í samfélaginu. Sérstök áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir kynningu, […]

Ítreka nauðsyn þess að halda áfram vel utan um reksturinn

default

Drög að sex mánaða uppgjöri Vestmannaeyjabæjar voru lögð fyrir bæjarráð í liðinni viku. Um er að ræða samstæðu A og B. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins um 5,6% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 4,2% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu sex mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu […]

Þjóðhátíð: Vekja athygli á breytingum

thodhatid_ur_lofti_2023_hbh

Nú styttist óðfluga í hátíðina okkar og því vilja ÍBV-íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd vekja athygli á nokkrum breytingum sem verða í Herjólfsdal í ár: 1. Engin almenn bílastæði í Herjólfsdal Í ár verða engin almenn bílastæði í Herjólfsdal. Þetta er liður í því að draga úr umferð á hátíðarsvæðinu og auka öryggi gesta. Umferð og rökkur […]

Stefnan að selja eldri skip og kaupa ný og öflugri

„Hugmyndin kviknaði fyrir einu eða tveimur árum þegar við fórum að huga að því að yngja upp og endurnýja flotann okkar. Töldum of dýrt að fara í nýsmíði og hófum leit að notuðu skipi sem gæti hentað okkar útgerð. Það var svo í fyrravor sem við fengum tækifæri á að skoða þetta skip, Pathway frá […]

Tilraunaveiðar í gildrur gengið vonum framar

Þekkingasetur, tilraunir

„Við erum að aðlaga bát og búnað að þessari veiðiaðferð, erum að prófa græjurnar og byrjuðum með eina gildru til að sjá hvernig þetta kemur út. Smásaman höfum við verið að fjölga gildrunum og erum núna með tvær litlar trossur úti og eru fjórar gildrur í hvorri trossu, samtals átta gildrur. Erum að bæta búnað […]

Hægt er að sækja um lóðir fyrir hvítu tjöldin í dag

Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með netfangi og lykilorði, ef þú manst ekki lykilorðið þá sækir þú um nýtt lykilorð með því að ýta á “Gleymt lykilorð”. Ef upp kemur að netfangið sé ekki til, þá stofnar þú nýjan aðgang. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að […]

Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

„Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í litlu samfélagi þegar nýtt skip kemur í flotann. Þetta þekkir fólk í sjávarplássum um allt land […]

Kaupandi sýknaður

Ashamar 20210525 211843

Héraðsdómur Suðurlands kvað nýverið upp dóm þar sem stefndi var sýknaður af kröfum stefnanda um greiðslu eftirstöðva kaupverðs fasteignar, þar sem sannað þótti að fasteignin hefði við afhendingu verið haldin galla og skilyrði skuldajöfnunar uppfyllt. Dómkröfur stefnanda voru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 3.536.000 með dráttarvöxtum. Dómkröfur  stefnda voru aðallega að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.