Jóker-vinningur til Eyja

lotto-2.jpg

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir króna. Miðinn góði var keyptur […]

Búið að leggja ljósleiðara að öllum heimilum í Eyjum

linuborun_0423

Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Páll Magnússon fór þar yfir lokakaflann varðandi söluna á Eygló til Mílu. Samkeppniseftirlitið tilkynnti um mánaðamótin ágúst/september að það myndi ekki gera frekari athugasemdir vegna þessara viðskipta og í framhaldinu lauk sölunni formlega. Söluverðið er 705 milljónir og greiðist í tvennu […]

Hvers vegna á Baldur að fá B-haffæri?

DSC 0980

Breiðafjarðarferjan Baldur sinnir nú siglingum til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur IV er í slipp. Skipið hefur fengið tímabundna undanþágu til að sigla milli Eyja og Þorlákshafnar, en sú undanþága fellur úr gildi um leið og Herjólfur tekur aftur við siglingum. Nú vinnur Vegagerðin að því að Baldur fái varanlegt B-haffæri, svo hann geti verið varaskip allt árið. […]

Breyta skipulagi á framhaldsskólastigi

FIV 20201012 173222

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Áformin miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur. Næsta skref er að eiga samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og nærsamfélag skóla við mótun skipulagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Nýtt […]

ASÍ: Ótækt að útgerð beiti starfsfólki sem pólitísku vopni

Sjom_DSC_7709

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir harðlega nýlegar uppsagnir í sjávarútvegi og segir óásættanlegt að útgerðin noti starfsfólk sitt sem vopn í deilu um veiðigjöld. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag. Í ályktuninni segir að auðlindir hafsins í kringum Ísland séu ekki séreign útgerðarinnar, þó að hún hafi […]

,,Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti“

Binni Opf

Sigurgeir B. Kristgeirsson svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag. Kolbrún gagnrýndi í helgarblaði Morgunblaðsins málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjalda-umræðunni á Alþingi. Sagði hún m.a. það vera sjálfsagt af forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, að gagnrýna þetta nýja Íslandsmet í ræðu sinni við þingsetningu og nefna að hugsanlega væri tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum. Grein Sigurgeirs […]

Auglýst eftir umsóknum – menning, listir, íþróttir og tómstundir

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir nú eftir eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði. Úthlutun fer fram tvisvar sinnum á ári. Markmið sjóðsins er að efla fjölbreytt mannlíf í Vestmannaeyjum með því að styðja einstaklinga, félagasamtök og listahópa. Með styrkjum er lögð áhersla á að hvetja til sköpunar […]

Ný stjórn Á.t.V.R. – fjölbreytt dagskrá framundan

Á aðalfundi Á.t.V.R. þann 28. maí sl. var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa: Rúnar Ingi Guðjónsson, formaður, Petra Fanney Bragadóttir, varaformaður, Hjördís Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, ritari og Ófeigur Lýðsson, samfélagsmiðlar. Í tilkynningu frá félaginu segir að félagið undirbúi nú fjölbreytta dagskrá fyrir komandi starfsár. Þar má nefna regluleg söngkvöld, spilavist/spilakvöld, stuðningsmannakvöld með ÍBV […]

Slippurinn – Ekkert til sparað á lokakvöldi

„Við vitum að þetta sumar á eftir að verða tilfinningaþrungið. Við erum staðráðin í að kveðja með reisn og gera þetta að eftirminnilegu lokasumri. Við opnuðum Slippinn 21. maí sl. og lokakvöldið er 13. september,“  segir Gísli Matthías Auðunsson, listakokkur og hugsjónamaður í viðtali í maí blaði Eyjafrétta. Og nú er komið að því, Slippnum sem ásamt […]

Vann rúmar 4,8 milljónir – rétt eftir að bíllinn bilaði

Lotto

Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með ungum fjölskylduföður sem hreppti 3-faldan al-íslenskan 3. vinning í Vikinglotto í gærkvöldi – vinning upp á rúmar 4,8 milljónir króna. Dagurinn hófst ekki vel: bíll fjölskyldunnar var á verkstæði og símtal frá þeim staðfesti versta ótta – bíllinn þurfti nýja vél. „Ég sagði í hálfkæringi að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.