Fjárhagsáætlun – Staðan verður áfram sterk

„Gert ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur. A-hluti bæjarsjóðs er skuldlaus við fjármálastofnanir. Útsvar er stærsti einstaki tekjuliður bæjarfélagsins. Við gerð áætlunarinnar um útsvar er byggt á lokaspá fjármálastjóra bæjarins um […]

Fjörtíu ár frá strandi Sæbjargar VE 56

Fjórtán manna áhöfn bjargað við illan leik í björgunarstól „Fjörtíu ár í dag. Strönduðum við Stokksnes, í fárviðri, á Sæbjörgu VE 56. Vorum á leið heim í jólafrí. Vorum dregnir í land,130 metra, í björgunarstól. Það sem skipti öllu máli er að við, 14 menn , komumst allir af við illan leik.“ skrifaði Stefán Geir […]

Allra besta jólagjöfin

Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna […]

Stórar framkvæmdir en lítil umræða

Framundan eru stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir í sveitarfélaginu, lagning gervigras á Hásteinsvöll og nýir búningsklefar við íþróttahúsið. Eðlilega sýnist sitt hverjum, stórar framkvæmdir eru oft umdeildar. Við bæjarbúar hljótum öll að vera sammála því að vel þarf að fara með það fjármagn sem við höfum til rekstrar sveitarfélagsins, enda peningar sem við öll höfum lagt […]

Safna undirskriftum gegn röskun á Eldfelli

eldfell_skilti

Hrundið hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem mótmælt er fyrirhugaðri röskun við gerð listaverks á Eldfelli. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samið við Stúdó Ólafs Elíassonar um gerð listaverks í tilefni af 50 ára goslokaafmæli. „Við undirrituð mótmælum fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli.” Segir orðrétt í textanum á vefnum […]

Litla Mónakó – Klárir !

„Ekki amalegt að fara með þessar fréttir inní helgina og smá svona snemmbúinn jólapakki,“ segir Jóhann Halldórsson sem birtir reglulega pistla á Eyjafréttum undir heitinu, Litla Mónakó og vísar þar til mikils uppgangs í Vestmannaeyjum. Fréttin sem hann vísar til er kynningafundur um baðlón og hótel á Nýjahrauninu á eyjafrettir.is í síðustu viku. „Þetta er sennilega […]

Jólablað Fylkis er komið út

Fylkir Fors 2024

Jólablaði Fylkis 2024 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. . desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls.  sem er stærsta og efnismesta Jólablað Fylkis frá upphafi útgáfu 1949. Meðal efnis í blaðinu er jólahugvekja Sunnu Dóru Möller prests við Landakirkju í leyfi séra Viðars.  Grein Ívars Atlasonar […]

Ljóðskáldið Þórhallur Barðason með nýja bók

Þórhallur Helgi Barðason fluttist til Vestmannaeyja árið 2015 og hefur allt frá þeim tíma verið áberandi í menningar- og listalífi Eyjanna. Flestir munu kannast við hann sem öflugan söngkennara við Tónlistarskólann eða minnast þess er hann stjórnaði Karlakór Vestmannaeyja árum saman við góðan orðstír. En Þórhallur er einnig ljóðskáld og nýlega kom út fimmta ljóðabók […]

Hafði aldrei skrifað ávísun og kunni það ekki

Rétt fyrir jól kom út fimmta bók, Ásmundar Friðrikssonar og sú þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur á hans lífsskeiði. Eddi var farsæll sjómaður, skipstjóri […]

Kæru bæjarins vísað frá

Ráðhús_nær_IMG_5046

Á síðasta fundi bæjarráðs var umfjöllun um bréf frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál er varðar kæru Vestmannaeyjabæjar til nefndarinnar vegna höfnunar umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytis á afhendingu gagna. Umrædd gögn lágu til grundvallar hækkana á heitu vatni í Eyjum í september 2023 og janúar 2024. Ráðuneytið benti á í svarbréfi að ákvörðun um synjun væri kæranleg […]