Loðna komin í búrin á Fiskasafninu

Skipverjar á Sighvati Bjarnasyni VE komu færandi hendi á Fiskasafnið á dögunum en gjöfin voru mörg kíló af lifandi loðnu. Loðnan virðist braggast ágætlega í tveimur búrum í safninu. Svo vel líkar henni lífið í Fiskasafninu að hún er farin að sinna kalli náttúrunnar, þ.e.a.s. loðnan er farin að fjölga sér í búrunum. Þetta er […]

Skurðstofunni lokað í sex vikur í sumar

Á fundi bæjarráðs var m.a. tekin fyrir staða Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Gunnar Gunnarsson, forstjóri stofnunarinnar og Eydís Ósk Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri komu á fundinn og kynntu bæjarráði stöðun. Í máli þeirra kom m.a. fram að niðurskurður á rekstrarfé stofnunarinnar hafi skert þjónustustig stofnunarinnar, sérstaklega hvað varðar skurðdeildina. Gert er ráð fyrir því að skurðstofunni verði lokað í […]

Gert ráð fyrir 1338 ferðum yfir árið samkvæmt ferðaáætlun

Bæjarráð hefur nú lagt fram tillögur að tímasettri ferðaáætlun Herjólfs í Landeyjahöfn en áætlunin miðast við 1360 ferðir á ársgrundvelli. Vegagerðin fór þess á leit að bæjaryfirvöld leggðu tillögu að áætluninni fram en samkvæmt henni á að miða við 14 tíma hvíldarákvæði sjómanna, þ.e. að ekki líði meiri tími frá fyrstu ferð og til þeirra […]

Leikið um sæti í úrvalsdeild í lok apríl og byrjun maí

Nú þegar aðeins fimm umferðir eru eftir í Íslandsmótinu í 1. deild karla í handbolta eru línur farnar að skýrast nokkuð. Selfoss og Afturelding hafa verið í sérflokki í vetur og berjast nú um efsta sæti deildarinnar, sem gefur sjálfkrafa rétt á úrvalsdeildarsæti næsta vetur. Liðin sem enda í 2., 3. og 4. sæti fara […]

Tekið við umsóknum um starfslaun bæjarlistamanns 2010

Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2010. Í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.: Sækja skal um starfslaun til menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum. (meira…)

Maður reyndi að stilla til friðar og uppskar nefbrot

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og nokkuð um útköll vegna ölvunar og óspekta, bæði við skemmtistaði bæjarins og eins við heimahús. Þá fór hluti af starfi lögreglu á laugardaginn í að aðstoða við þjóðaratkvæðagreiðslunnar m.a. við að flytja kjörgögn á milli staða. (meira…)

�?vissustigi ekki aflýst

Dregið hefur úr skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamönnum þá er hrinan ekki um garð gengin. Almannavarnir fylgjast náið með framvindunni og óvissustigi verður aflétt í samráði við lögreglustjóra umdæmisins þegar ljóst er að þessi jarðskjálftahrina er afstaðin. (meira…)

Eyjakona sigraði í fitnesskeppni Arnolds Schwarzenegger

Eyjakonan Katrín Eva Auðunsdóttir sigraði í sínum flokki í fitnesskeppni sem kennd er við leikarann og fylkisstjórann Arnold Schwarzenegger en mótið var haldið um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar sinn flokk í fitnesskeppni af þessri stærðargráðu en Katrín Eva er dóttir Kötu Gísladóttur, sem aftur er dóttir Sjafnar Kolbrúnar Benónýsdóttur, Bobbu […]

Eyjamenn lögðu Gróttuna

ÍBV sigraði Gróttu, 3:1, í deildabikar karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í dag. Fjarðabyggð sigraði Njarðvík, 3:2, í Reykjaneshöllinni. Tonny Mawejje, Úgandamaðurinn í liði ÍBV, skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum. Tihomir Drobnjak minnkaði muninn fyrir Gróttu í þeim síðari áður en Kjartan Guðjónsson innsiglaði sigur Eyjamanna. (meira…)

Hermann og félagar á Wembley

Leikmenn og stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, sem Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson leikur með, hafa ekki haft mikla ástæðu til að fagna í vetur. Liðið er í neðsta sæti, vandræði utan vallar hafa loðað við félagið í allan vetur og nú síðast voru dregin níu stig af félaginu, sem veldur því að örlög liðsins eru nánast ráðin […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.