Pétur Blöndal í Ásgarði í kvöld

Önnur tilraun verður gerði kvöld, að halda fund með Pétri Blöndal, alþingismanni. Pétur ætlaði að koma síðastliðinn laugardag, en ekki gaf til flugs, og því varð að aflýsa fundinum. Flugfært er til Eyja eins og er og góður horfur, þannig að ákveðið er að halda fundinn með Pétri í kvöld kl. 20.00 í Ásgarði. (meira…)

Okurgjaldskrá og undarleg vinnubrögð

Undarlegt hefur verið að fylgjast með framgangi mála varðandi vænt­anlegar siglingar í nýja Landeyja­höfn á komandi sumri. Framganga samgönguyfirvalda hefur óneitan­lega slegið aðeins á þær miklu væntingar sem gerðar hafa verið til þessarar umbreytingar í samgöngu­málum Vestmannaeyja. Samgöngu­yfirvöld hafa slegið á hendur heimamanna um aðkomu að þessu mikilvæga hagsmunamáli og á laun virðist samningur við […]

�?ljóst með skip Ísfélagsins í Chile

Ísfélagið er með tvö skip í smíðum í borginni Concepcion sem er skammt frá upptökum skjálftans mikla í Chile á sunnudaginn. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, sagði hjón sem eru úti á vegum félagsins vera óhult og allt í standi hjá þeim. „Við réðum vélstjóra til að hafa eftirlit með skipinu og kona hans kom út […]

Verður bæði upp­sjávar- og bolfiskskip

Gandí VE 171, skip sem Vinnslu­stöðin festi nýlega kaup á, verður tilbúinn á veiðar í apríl. Um er að ræða vinnsluskip á uppsjávarafla og grálúðu. Einnig er hægt að gera hann út á ísfisk. Mikil ásókn er í pláss á Gandí. Guðni Ingvar Guðnason, útgerðar­stjóri VSV, segist sannfærður um að kaupin á Gandí, sem áður […]

Átta skip með fullfermi til Vestmannaeyja í dag

Loðnubátarnir streymdu með fullfermi til Eyja í dag af miðunum í Faxaflóa. Samtals átta skip með um 9000 tonn og vinnsluskipið Huginn kom inn til að losa sig við hrat. Vinnsluskipið Guðmundur var á miðunum að frysta loðnu. Öll loðnan fer í hrogna­vinnslu og var búið að vinna hátt í 2000 tonn af hrognum sem […]

Sjö loðnuskip koma með loðnu til Eyja og bíða löndunar

Stöðug umferð loðnuskipa var inn í Vestmannaeyjahöfn í morgun en sjö skip bíða nú löndunar eða eru í löndun. Gærdagurinn var mjög góður hvað veiði varðar en flest skipanna voru við veiðar í Faxaflóa. Hrognavinnsla er í fullum gangi, bæði í Vinnslustöð og Ísfélag og vonast menn til að loðnan sem nú kemur að landi, […]

Jón Vídalín í vorralli Hafró

Verkefnið Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða svokallað vorrall, hófst síðustu helgina í febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson. Alls verður togað á um 600 stöðvum vítt og breitt á landgrunninu á 20-500 m dýpi. (meira…)

Ásókn í störf á nýjum frystitogara

Útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir mikla ásókn í störf um borð í nýjum frystitogara sem fyrirtækið hefur keypt af þrotabúi dótturfélags Nýsis. Ráða þarf í rúmlega tuttugu stöður um borð og segir Guðni Ingvar Guðnason útgerðarstjóri að nú þegar hafi tvöfalt fleiri fyrirspurnir borist eftir að auglýst var eftir skipstjóra. (meira…)

58 fiskiskip skráð með heimahöfn í Vestmannaeyjum

Í lok árs 2009 voru 1.582 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fjölgað um 53 á árinu en það eru allt opnir fiskibátar. Flest fiskiskip voru skráð á Vestfjörðum eða 326 skip, sem eru um 21% fiskiskipastólsins. Fæst fiskiskip voru skrá á Suðurlandi eða 86 sem samsvarar 5% af heildafjölda þeirra. Í Vestmannaeyjum […]

Kjörstaður �?jóðaratkvæðagreiðslu er í Barnaskólanum

Nú styttist óðum í að þjóðin fái að láta álit sitt á Icesave samningnum í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem áætlað er að fari fram laugardaginn 6. mars. Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Barnaskóla Vestmannaeyja og er gengið inn um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 árdegis og lýkur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.