Á kannski að fara að hamstra?

Þetta byrjar gæfulega. Spurning fyrir ráðamenn í Reykjavík að hlusta á Eyjamenn í þessum efnum. Alltaf legið fyrir að þetta skip er allt of lítið til þess að sigla á þessari leið. Það hafa Vestmannaeyingar bent á. Reyndar hefði ég viljað heyra meira í ráðamönnum Eyjamanna í þeim efnum. (meira…)
Elísa og Kristín í U-19 ára landsliðið

Þær Elísa Viðarsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir hafa verið valdar í U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu en liðið tekur þátt í riðlakeppni Evrópumótsins. Riðill Íslands verður leikinn í Portúgal og hefst um næstu helgi. (meira…)
Baldur fer ekki seinni ferð í dag

Baldur mun ekki fara seinni ferð milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í dag vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá afgreiðslu Herjólfs en Baldur leysir Herjólf af hólmi næstu tvær vikurnar meðan Herjólfur er í slipptöku. Baldur fór fyrri ferð samkvæmt áætlun, frá Vestmannaeyjum klukkan 8:00 í morgun og frá Þorlákshöfn klukkan 12:00. (meira…)
Viðar �?rn með slitið krossband?

Viðar Örn Kjartansson, framherji ÍBV, meiddist illa í tapinu gegn FH í gær og möguleiki er á að hann sé með slitið krossband. Viðar meiddist á hné og var borinn af leikvelli eftir samstuð við Gunnar Sigurðsson undir lok fyrri hálfleiks í gær. (meira…)
Baldur farinn í fyrstu ferð sína

Nú er Breiðafjarðaferjan Baldur á leið til Þorlákshafnar í sinni fyrstu ferð á siglingaleiðinni en skipið leysir Herjólf af hólmi næstu tvær vikurnar. Herjólfur lagði af stað norður til Akureyrar um miðnætti og er áætlað að skipið verði komið á áfangastað klukkan sjö í fyrramálið. Baldur er háð þeim annmörkum að sigla ekki í meira […]
Barnalegur varnarleikur hjá okkur

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í 5-0 tapinu gegn FH í Pepsi-deildinni í dag. „Ég var þokkalega sáttur við spilamennskuna í fyrri hálfleik en við gefum aulamörk og þetta var barnarlegur varnarleikur hjá okkur,” sagði Heimir eftir leikinn. (meira…)
�?þarflega stórt tap gegn Íslandsmeisturunum

Eyjamenn riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum gegn FH í sumar en FH-ingar höfðu betur í tveimur leikjum í deild og einum leik í bikarkeppninni. Í dag steinlágu Eyjamenn í Kaplakrika, lokatölur urðu 5:0 fyrir FH en sigurinn var allt of stór miðað við gang leiksins. (meira…)
Eyjamenn sækja FH heim í dag

Eyjamenn sækja Íslandsmeistara FH heim í dag í Pepsídeild karla en leikur liðanna hefst klukkan 14:10 og er í beinni útsendingu á Stöð 2. Tveir eru í banni hjá ÍBV, fyrirliðinn Andri Ólafsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson en samkvæmt síðustu tíðindum er vonast til þess að Matt Garner leiki að nýju með liðinu eftir meiðsli. […]
Vekjaraklukka með púsluspili

Um síðustu helgi fór fram Nýsköpunarkeppni grunnskólanna en hún hefur verið árviss viðburður um nokkurra ára skeið. Forvinnan fer þannig fram að leitað er hugmynda í grunnskólum landsins hjá nemendum á aldrinum 8 til 15 ára og bárust núna um 2700 hugmyndir sem er nokkur fækkun frá því í fyrra þegar 3600 hugmyndir komu fram. […]
Ímynd í fyrsta sinn í Eyjum

Dagana 11. og 12.september verða kapparnir á Lundanum með dúndrandi sveitaballastemningu. Söngvari hljómsveitarinnar er enginn annar en Alexander Aron úr IDOL Stjörnuleitinni 2006 þar sem hann gerði garðinn frægan með söng sínum og líflegri sviðsframkomu. Það verður klárlega enginn svikinn af því að mæta á ball með ÍMYND og dansþyrstir Eyjamenn og -konur fá klárlega […]