Alltaf að flýja þorskinn

Fiskifréttir hafa tekið saman afla­verðmæti íslenska fiskiskipaflotans á árinu 2008 og flokkað hann eftir útgerðartegundum. Vestmannaey VE var með mestu aflaverðmæti á árinu í flokki báta og kom í land með aflaverðmæti fyrir 624 millj­ónir króna. Vestmannaey var á veiðum og nýbúið að hífa þegar Fréttir náðu tali af Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra á þriðjudag. […]

Gunnar Heiðar á framtíð hjá Esbjerg

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu og skoraði einungis eitt deildarmark á síðasta keppnistímabili. (meira…)

Leikurinn gegn �?rótti færður yfir á sunnudag

Vegna beinnar útsendingar Stöðvar 2 sport frá leik ÍBV og Þróttar í 18.umferð Pepsi-deildarinnar hefur leiktíma verið breytt. Leikurinn átti upphaflega að vera á laugardaginn kl. 16.00 en verður á sunnudaginn kl. 18.00. (meira…)

Íbúum fjölgar í Eyjunni grænu

Skv. mannfjöldaskýrslu Hagstofu Íslands, er fjöldi íbúa sem skráður er til heimilis í Vestmannaeyjum 1. júlí s.l. samtals 4.137 talsins. Þar af eru karlar 2173 en konur 1964. Frá áramótum hefur því fjölgað í Eyjum um 51 íbúa. (meira…)

Hermann enn frá vegna meiðsla

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur enn ekki jafnað sig af meiðslum í læri og hann verður ekki með Portsmouth í kvöld þegar liðið mætir nýliðum Birmingham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann tognaði á læri í æfingaleik með Portsmouth rétt fyrir mót og er sárt saknað Portsmouth-liðinu. (meira…)

�?tgerð Magnúsar veðsett Íslandsbanka

Veðbandavottorð fyrir útgerð Magnúsar Kristinssonar sýnir fram á að Landsbankinn á 12. og 13. veðrétt í skipum hans og kvóta. Útgerðin er veðsett Íslandsbanka að mestu. Skilanefnd Landsbankans getur því ekki hirt til sín útgerðina til að eiga upp í tugmilljarða króna kröfur á hendur Magnúsi. (meira…)

Hvar er gagnsæið?

Reiðibylgja gengur nú islenskt samfélag eftir að DV flutti frétt þess efnis að enn á ný ætti að hugsanlega að afskrifa skuldir fjármálaspekúlanta, án nokkurrar umræðu eða gagnsæis. Fréttin hefur nú verið borin til baka en breytir ekki því að menn spyrja enn hvað er að gerast í bankakerfinu. Á vefnum hjá Agli Helgasyni hefur […]

Tugmilljarða skuldir Magnúsar afskrifaðar

Útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við Landsbankann verði afskrifaður. Hann mun þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir. (meira…)

Eyjamenn lögðu Eyjamenn að velli

Úrvalsdeildarlið ÍBV og 3. deildarlið KFS mættust í æfingaleik í gær í slagnum um Heimaey. KFS undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi úrslitakeppni í 3. deild en ÍBV sárvantar æfingaleiki þar sem búið er að fresta tveimur deildarleikjum liðsins. Leikurinn var því kærkominn fyrir bæði lið. Eftir jafnan leik framan af var það ÍBV […]