Margrét Lára í viðtali á heimasíðu UEFA

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er í viðtali á heimasíðu UEFA í dag. Þar er fjallað um EM í Finnlandi, hvar hún er sögð bera vonir þjóðarinnar á herðum sér. (meira…)
Alltaf verið að tala um allt annað en heimilin

Drífandi stéttarfélag auglýsir launataxta stéttarfélagsins í Fréttum í dag. Drífandi er eina stéttarfélagið á landinu sem stendur utan við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að fresta 13.500 króna launahækkun sem koma átti til framkvæmda 1. mars sl. Samkomulagið kveður á um að hækkunin komi í tveimur áföngum þ.e. 6750 krónur þann 1. júlí […]
Deila um launamál kemur þjóðhátíð ekkert við

Friðbjörn Valtýsson, fráfarandi framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, er langt í frá sáttur við framkomu forráðamanna félagsins sem tilkynntu honum bréflega að krafta hans væri ekki óskað þegar kveikt yrði á blysunum, sem orðin eru hefð á sunnudagskvöldinu á þjóðhátíð. (meira…)
Ágætis veiði

Veiðar á norsk-íslensku síldinni hafa gengið ágætlega og helst að makríll setji strik í reikninginn því hann má ekki fara yfir 12% í meðafla. Skipin hafa því flutt sig norðar til að forðast makrílinn og eru norðan við Kolbeinsey.„Það er ágætis síldveiði, mismikið af makríl með, en þeir hafa reynt að forðast hann og flutt […]
Krakkafiskur sló í gegn

Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur um helgina og talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt Dalvík heim þessa daga. Grímur Gíslason kokkur var á staðnum ásamt starfsfólki sínu sem reiddi fram gómsæta rétti ofan í landann enda enginn svikinn af framleiðslunni og Grímur kokkur orðið þekkt vörumerki hér á landi. (meira…)
Dugnaður, gleði, samstaða og óbilandi trú á verkefninu �?? lærum af Eyjamönnum

Ég fór á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um nýliðna helgi. Ég sat í brekkunni í Herjólfsdal með fjórtán þúsund þjóðhátíðargestum og upplifði þessa ótrúlegu þjóðhátíðarstemmningu sem er engu öðru lík. Þvílíkur kraftur og þvílík gleði, alls staðar, sama hvar var litið. Öll vinnan við þessa miklu hátíð einkennist af dugnaði, gleði, samstöðu og óbilandi trú á […]
Mwesigwa í tveggja leikja bann

Úganski varnarmaðurinn sterki Andrew Mwesigwa hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ. Mwesigwa fékk sitt annað rauða spjald í sumar gegn Fjölni og fær því sjálfkrafa tveggja leikja bann samkvæmt reglum KSÍ. Þá tekur Yngvi Magnús Borgþórsson einnig út leikbann í næsta leik gegn Grindavík. (meira…)
�?ruggur sigur á FH

Kvennalið ÍBV átti ekki í teljandi vandræðum með FH þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld. ÍBV hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum 1. deildar enda er liðið í efsta sæti B-riðils. FH er líka nokkuð öruggt með sæti í úrslitum en fjögur lið úr A- og B-riðli 1. deildar komast í úrslitin. ÍBV […]
Góð þátttaka og glæsilegir taktar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu kom til Eyja á dögunum ásamt Gunnari Einarssyni, umsjónarmanni knattþrauta KSÍ, til að kynna verkefnið sem KSÍ stendur fyrir og hefur hlotið góða undirtektir. Krakkar úr 5. flokki hjá ÍBV, karla og kvenna tóku þátt í kynningunni en landsliðsþjálfarinn var mjög ánægður með þann efnivið sem er […]
Álsey VE dró Júpíter �?H til Akureyrar

Uppsjávarskipið Júpíter ÞH fékk í skrúfuna þegar skipið var á síldarveiðum norður af Melrakkasléttu. Óttast er að gírinn hafi brotnað en það gæti þýtt að skipið verði frá í talsverðan tíma. Júpíter og Álsey VE, annað skip Ísfélagsins voru saman á partrolli þegar óhappið varð en Álsey dró Júpíter til hafnar á Akureyri þar sem […]