Ráðum við meira

Páll Scheving, nýr formaður þjóðhátíðarnefndar er sáttur við hvernig til tókst á þjóðhátíð. Hann telur að Vestmannaeyingar geti vel tekið á móti fleiri þjóðhátíðargestum en ráðast þurfi í enn frekari úrbætur í Dalnum og minnir á að allur ágóði af þjóðhátíð rennur til íþróttastarfs á vegum ÍBV. (meira…)
Kertafleyting við Skansinn í kvöld

Kertafleyting verður við Skansinn í kvöld klukkan 22.30 og verða flotkerti seld á staðnum. Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9. ágúst 1945. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir „hibakushar“, en svo eru eftirlifandi fórnarlömb […]
5349 bílar óku um Herjólfsdalsveg á sólarhring í kringum �?jóðhátíðina

Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar setti upp umferðargreini við veginn inn í Herjólfsdal um Þjóðhátíðina. Umferðargreinir taldi umferð að viðkomandi götu ásamt hraðamælingum. Umferðargreininum var komið fyrir mánudaginn 27.júlí kl. 11.40 og var tekinn niður miðvikudaginn 5.ágúst kl. 11.40. Á þessum 9 sólarhringum fóru 48.142 ökutæki um veginn inn í Herjólfsdal. Gerir það að meðaltali 5349 […]
Síldveiðiskip umkringd makríl um alla lögsögu

Makríll virðist vera helsta vandamál við síldveiðarnar sem nú eru hafnar á ný að lokinni verslunarmannahelgi. Börkur NK 122 landaði síld til vinnslu á Norðfirði á þriðjudag og var þar um 20% makríll á móti síldinni. Að sögn Sigurbergs Haukssonar, skipstjóra á Berki, er síldin sem fæst falleg en stefnan verður nú tekin norður til […]
Vaðandi makríll í höfninni

Talsvert virðist vera af makríl í Vestmannaeyjahöfn en makríltorfa hefur skemmt þeim sem eiga leið um Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Makríllinn sækir reglulega upp á yfirborðið og buslar þar áður en hann fer niður aftur. Mikið hefur verið um makríl allt í kringum eyjarnar og hefur makríll m.a. veiðst á stöng í höfninni. (meira…)
Margrét Lára og Fanndís í EM hópi Íslands

Tvær Eyjastúlkur, þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eru í lokahópi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í lokamóti Evrópumótsins í Finnlandi í þessum mánuði. 22 leikmenn eru í hópnum en sömu leikmenn leika gegn Serbíu í undankeppni EM á Laugardalsvelli 15. ágúst. (meira…)
Söfnuðu um 1,7 milljón um helgina

Það vakti verðskuldaða athygli hversu þrifalegur Herjólfsdalur var á Þjóðhátíðinni og eftir hana. Mikið rusl féll til á nóttunni en þegar fjölskyldur mættu á barnadagskránna um daginn var Dalurinn hreinn og fínn. Það kom í hlut foreldra og iðkenda í 3. flokki í knattspyrnu hjá ÍBV næsta sumar að þrífa Dalinn og gekk það afar […]
Minna drukkið nema í Eyjum

Sala áfengis í verslunum ÁTVR í síðustu viku var 3,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Undantekningin er þó Vínbúðin í Vestmannaeyjum, þar sem áfengissala fyrir helgina jókst um 20% í þessari 31. viku ársins. (meira…)
�??Trix�?? í vitlausum vítateig endaði með ósköpum

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson er í kapphlaupi við tímann að ná sér góðum af meiðslum áður en flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni um aðra helgi. „Það er smátognun í lærinu sem er að angra mig. Ég var að reyna einhver „trix“ í vitlausum vítateig og það endaði bara með ósköpum,“ sagði Hermann við Morgunblaðið […]
Lífið færist í eðlilegt horf í Eyjum

Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt eftir annasama undanfarna daga. En þó drykkjulátum linni er ekki þar með sagt að lögreglumenn sitji auðum höndum. Fyrirspurnum rignir inn vegna týndra muna á Þjóðhátíð. Gestir sem m.a. hafa týnt farsímum, myndavélum og bakpokum reyna að vitja þeirra. Í einhverjum tilvikum tekst það, en fleiri sitja […]