Vel heppnuð og risavaxin �?jóðhátíð

Það er mat flestra að Þjóðhátíðin 2009 sé ein sú stærsta, ef ekki sú stærsta frá upphafi. Talið er að allt að 14 þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal þegar mest var en aldrei áður hefur jafn mikill fjöldi fólks verið samankomið í hinum árlega Brekkusöng Árna Johnsen. (meira…)
Svanur Páll og Katrín Sara unnu Söngvakeppni barna

Fastur liður í dagskrá Þjóðhátíðarinnar undanfarin ár hefur verið Söngvakeppni barna sem hljómsveitin Dans á Róstum hefur haft umsjón með. Fjölmörg börn tóku þátt í keppninni í ár og hafði dómnefndin úr vöndu að ráða enda voru margir bráðefnilegir söngvarar sem stigu á stokk á stóra sviðinu. Að lokum voru það þau Svanur Páll Vilhjálmsson […]
Yndislegri þjóðhátíð lokið….

…og fólk á faraldsfæti heim eftir fjörið.Vonandi gengur allt vel og að fólk sýni skynsemi undir stýri. Gærkvöldið var glæsilegt og ekki hægt að lýsa því með orðum að upplifa söng í brekkunni þar sem 15000 manna kór kyrjaði þjóðsönginn og Lífið er yndislegt. Johnsenin var bara nokkuð góður í gær þó hann gæti nú […]
Fólkið streymir frá Eyjum

Mikill straumur fólks liggur nú frá Vestmannaeyjum en um tíu þúsund manns tóku þátt í þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Uppbókað er í Herjólf frá Eyjum fram á miðvikudag og fyrir bíla fram á laugardag. (meira…)
�?ar sem gleðin er við völd

Nú líður að síðustu kvöldstund stærstu Þjóðhátíðar frá upphafi eftir því sem næst verður komist en búist er við að á milli 13 til 15 þúsund manns muni vera viðstaddir brekkusöng Árna Johnsen. Hátíðin hefur að langmestu leyti farið vel fram enda hafa veðurguðirnir leikið við hátíðargesti í Herjólfsdal, ef undan er skilinn góður hitaskúr […]
Ein besta þjóðhátíð frá upphafi

Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, var nýkominn inn í Herjólfsdal þegar fréttastofa náði tali af honum. Þar var að hans sögn líkt og engin hátíð hafi verið haldin og búið að hreinsa svæðið algjörlega. „Veðrið er alveg dásamlegt og fólk er farið að týja sig í dalinn og hreinsa tjöldin eftir nóttina, segir Birgir og segist […]
Illa barinn á �?jóðhátíð

Lögreglunni í Vestmannaeyjum var tilkynnt um alvarlega líkamsárás á þjóðhátíðarsvæðinu um tíuleytið í morgun. Sá sem fyrir árásinni nefbrotnaði og úr honum var barin ein tönn og önnur brotinn. Þá skarst hann á nefi. (meira…)
Veist að lögreglu í Eyjum

Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nótttina. Veist var að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af ölvuðu fólkið og var lögreglumaður sleginn. Sex fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt og hafa því alls sextán fíkniefnamál komið upp um helgina. Lögregla segir nóttina í nótt hafa verið rólegri en þá á undan. (meira…)
Hár hvellur þegar brennan var tendruð

Það brá mörgum í brún þegar kveikt var í brennunni á Þjóðhátíð í gær en talsverður hvellur varð þegar bálið var tendrað. Notast var við bensín þegar skvett var á brennuna og var búið að skvetta talsverðu magni áður en eldur var borinn að. Fróðir menn telja að bensíngufur hafi ollið því að hvellurinn hafi […]
Hermann gæti misst af byrjun tímabilsins með Portsmouth

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson er á sjúkralista hjá Portsmouth eftir að hafa tognað í læri í æfingarleik gegn Eastleigh á dögunum og fór því fyrir vikið ekki með liðsfélögum sínum í æfingarferð til Portúgal. (meira…)