Vindáttir norðlægar, úrkomusvæði fjarri

Of snemmt er að spá af nokkru viti um veður um næstu helgi frá degi til dags og í smáatriðum. Hins vegar má túlka fyrirliggjandi langtímaveðurkeyrslur gróflega og meta horfur um veðrið um helgina í heild sinni. (meira…)

Stelpurnar spila í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Draupni frá Akureyri í 1. deild en Eyjastúlkur eru í harðri toppbaráttu í B-riðli deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og fer fram á Hásteinsvellinum en ÍBV lék tvo leiki um síðustu helgi á útivelli, þar af annar einmitt gegn Draupni. (meira…)

Lundaveiðitímabil hálfnað

Fimm daga lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum er nú hálfnað en þetta er stysta veiðitímabil frá upphafi. Það stafar af því að stofninn er á undanhaldi vegna fæðuskorts, nokkur ár í röð. Sumstaðar, eins og til dæmis í Bjarnarey, láta veiðimenn lundann njóta vafans og veiða ekkert í ár. (meira…)

Slógust steinsnar frá lögreglustöðinni

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu efti rhelgina en árásin átti sér stað á bifreiðastæðinu norðan við Hásteinsblokkina, sem er aðeins nokkrum metrum frá lögreglustöðinni. Maður réðist að öðrum og sparkaði m.a. í höfuð fórnarlambsins en sá sem varð fyrir árásinni og árásarmaðurinn höfðu átt óuppgerðar sakir síðan á Goslokahátíðinni í byrjun júlí. Þetta kemur […]

Vart hægt að hugsa sér betri veðurspá

Á fimmtudaginn: Norðan- og norðaustan 3-10 m/s. Yfirleitt þurrt og bjart suðvestantil, annars víða rigning. Hiti breytist lítið. Á föstudaginn: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en skúrir á stöku stað. Hiti á bilinu 9 til 17. stig. Á laugardaginn og sunnudaginn: Útlit fyrir norðlæga átt. Þurrt að kalla suðvestantil, annars lítilsháttar væta […]

Huginn VE 55 með mesta veiðireynslu íslenskra skipa í makríl

Miðað við veiðireynslu síðustu þriggja ára í makríl, er Huginn VE 55 með mesta veiðireynslu íslenskra skipa eða um 18 þúsund tonn. Þetta kemur fram í samantekt Fiskfrétta. Huginn VE er einnig það íslenska skip, sem lagt hefur sig mest fram um að vinna aflann um borð. (meira…)

Framkvæmdir við Land-Eyjahöfn á undan áætlun

Á vef Siglingastofnunar kemur fram að vinna við Landaeyjahöfn sé heldur á undan áætlun. Útkeyrsla á öllu kjarnaefni er lokið og ytri hlið brimvarnargarðanna er fullmótuð. Er vestari garðurinn orðinn 655 metra langur en sá eystri 550 metra langur. (meira…)

Gufan FM 104,7 í loftið

Gufan FM 104,7 – Þjóðhátíðarútvarp Vestmannaeyja hefur útsendingar formlega klukkan 9 á eftir. Stöðin fer aftur í loftið eftir nokkurra ára hlé í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá fyrstu útsendingum Gufunnar fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja árið 1989. Margir af fyrstu starfsmönnum Gufunnar verða með. Meðal annars munu Óskar Ragnarsson og Róbert Marshall eiga […]

Baráttusigur í rokinu á Hásteinsvelli

ÍBV heldur áfram góðu gengi sínu en liðið hefur nú leikið fjóra leiki í röð í Íslandsmótinu án þess að tapa. Auk þess hafa Eyjamenn unnið síðustu tvo leiki og uppskeran er átta stig, sem er afar kærkomið í fallbaráttunni sem virðist bara harðna eftir því sem líður á. Heilt yfir voru Eyjamenn betri í […]

Völlurinn í góðu standi fyrir kvöldið

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í kvöld á Hásteinsvelli klukkan 19.15. Undirbúningur fyrir leikinn stóð yfir þegar blaðamann Eyjafrétta rak að garði í gær en verið var að ganga frá vellinum, mála línur á hann og slá hann. Guðjón Magnússon, starfsmaður vallarins var í óða önn að móta form á vellinum en hann vildi ekki […]