Huginn VE 55 með mesta veiðireynslu íslenskra skipa í makríl

Miðað við veiðireynslu síðustu þriggja ára í makríl, er Huginn VE 55 með mesta veiðireynslu íslenskra skipa eða um 18 þúsund tonn. Þetta kemur fram í samantekt Fiskfrétta. Huginn VE er einnig það íslenska skip, sem lagt hefur sig mest fram um að vinna aflann um borð. (meira…)
Framkvæmdir við Land-Eyjahöfn á undan áætlun

Á vef Siglingastofnunar kemur fram að vinna við Landaeyjahöfn sé heldur á undan áætlun. Útkeyrsla á öllu kjarnaefni er lokið og ytri hlið brimvarnargarðanna er fullmótuð. Er vestari garðurinn orðinn 655 metra langur en sá eystri 550 metra langur. (meira…)
Gufan FM 104,7 í loftið

Gufan FM 104,7 – Þjóðhátíðarútvarp Vestmannaeyja hefur útsendingar formlega klukkan 9 á eftir. Stöðin fer aftur í loftið eftir nokkurra ára hlé í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá fyrstu útsendingum Gufunnar fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja árið 1989. Margir af fyrstu starfsmönnum Gufunnar verða með. Meðal annars munu Óskar Ragnarsson og Róbert Marshall eiga […]
Baráttusigur í rokinu á Hásteinsvelli

ÍBV heldur áfram góðu gengi sínu en liðið hefur nú leikið fjóra leiki í röð í Íslandsmótinu án þess að tapa. Auk þess hafa Eyjamenn unnið síðustu tvo leiki og uppskeran er átta stig, sem er afar kærkomið í fallbaráttunni sem virðist bara harðna eftir því sem líður á. Heilt yfir voru Eyjamenn betri í […]
Völlurinn í góðu standi fyrir kvöldið

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í kvöld á Hásteinsvelli klukkan 19.15. Undirbúningur fyrir leikinn stóð yfir þegar blaðamann Eyjafrétta rak að garði í gær en verið var að ganga frá vellinum, mála línur á hann og slá hann. Guðjón Magnússon, starfsmaður vallarins var í óða önn að móta form á vellinum en hann vildi ekki […]
Veglegt �?jóðhátíðarblað í sölu eftir helgi

Þjóðhátíðarblaðið er nú klárt og verður komið í sölu eftir helgi. Gísli Hjartarson er ritstjóri blaðsins í ár en Þjóðhátíðarblaðið er fastur punktur í hátíðahöldunum hjá flestum Eyjamönnum. Í blaðinu er að finna fjölda áhugaverðra greina og viðtala auk þess sem blaðið er myndarlega myndskreytt með myndum frá Þjóðhátíðinni í gegnum árin. (meira…)
Eyjamenn áberandi í uppgjöri umferðarinnar

Vefurinn Fótbolti.net gerir upp 13. umferðina á vef sínum í dag en Eyjamenn eru áberandi í uppgjörinu. Christopher Clements, enski miðjumaðurinn frá Crewe Alexandra er leikmaður umferðarinnar en Clements hefur vaxið jafnt og þétt í sumar og er nú einn af lykilmönnum liðsins. Þá er Heimir Hallgrímsson þjálfari umferðarinnar en Heimir gerði tvær breytingar á […]
Sölvaferð hjá ÁTVR

Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu ætlar að standa fyrir sölvaferð á Reykjanesið á morgun, laugardag. Áætlað er að fjara verði við vitann kl. 14.30. (meira…)
Flottur leikur hjá okkur

Þetta var bara fjörugur leikur fannst mér. Við fengum fullt af færum, fengum mikið af dauðafærum og mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur,” sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV þegar Eyjafréttir náðu í hann eftir glæsilegan sigur gegn Blikum í kvöld. Heimir segir að leikurinn hafi verið rökrétt framhald af bættum leik undanfarið. (meira…)
Glæsilegur útisigur Eyjamanna

Karlalið ÍBV kom svo sannarlega á óvart í kvöld með glæsilegum útisigri gegn Breiðabliki. Eyjamenn komust tvívegis yfir í fyrri hálfleik með mörkum Ajay Leitch-Smith og Chris Clements en í millitíðinni skoruðu Blikar. Heimamenn í Kópavogi komust svo yfir með tveimur mörkum í síðari hálfleik en þá tók Augustine Nsumba til sinna ráða, skoraði tvö […]