ÍBV vann topplið Hauka 4:0

Kvennalið ÍBV heldur áfram að gera góða hluti á knattspyrnuvellinum en liðið hefur ekki tapað leik það sem af er sumars, hvorki í Íslandsmótinu né í bikarkeppninni. Liðið spilaði gegn Haukum í kvöld en ÍBV og Haukar eru klárlega sterkustu lið B-riðils ásamt FH. En Eyjastúlkur voru ekki í vandræðum með Hauka og unnu 4:0. […]

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lundaveiði verði bönnuð í sumar

Vegna umfjöllunar á eyjafrettir.is um að lundaveiði í Vestmannaeyjum verði bönnuð í sumar vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Í auglýsingunni, sem birtast mun í bæjarblöðum í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, er skýrt tekið fram að bannið nái eingöngu til þess tíma er umhverfis- og skipulagsráð heimilar slíkar veiðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að banna […]

Lundaveiði bönnuð í Eyjum

Lundaveiði hefur verið bönnuð um ótilgreindan tíma í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis- og framkvæmdasviði bæjarins sem hefur heimildir til lundaveiða á sinni könnu. Bannið gildir á skipulagssvæði Vestmannaeyjabæjar, sem er á Heimaey og úteyjar og sker Vestmannaeyja. Tilkynninguna má lesa hér að neðan. (meira…)

Allir nema Árni hafa skráð hagsmunatengsl sín

Allir þingmenn Alþingis fyrir utan Árna Johnsen hafa lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum hjá skrifstofu forseta Alþingis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsti um hagsmunatengsl sín í gær en á miðvikudaginn í síðustu viku höfðu þeir tveir ekki lokið við að skrá upplýsingarnar. (meira…)

Pétur Markan jafnaði met Leifs Geirs frá 1995

Knattspyrnuspekingar hafa nú velt fyrir sér hvort Pétur Georg Markan hafi sett met þegar hann skoraði eftir aðeins átta sekúndur gegn ÍBV í kvöld. Ef svo er, þá gerði Pétur ekki annað en að jafna met Leifs Geirs Hafsteinssonar frá 1995. En mark Leifs var þó mun eftirminnilegra. (meira…)

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka um helgina

Nú er komið að hinni árlegu Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 27. júní nk. Dagskráin er að verða tilbúin og verður birt á www.eyrarbakki.is þriðjudaginn 23. júní. En þangað til má ylja sér við minningar frá síðustu Jónsmessuhátíð. Mætum nú öll með góða skapið og Bakkastemminguna. Sjá hér:Jónsmessumyndir frá Birni Inga Bjarnasyni 2008. (meira…)

Féll af bílpalli og vankaðist

Farþegi á pallbifreið féll í götuna og vankaðist í vikunni sem leið. Um var að ræða fíflalæti sem enduðu með slysi en viðkomandi fékk skurð í höfuðið. Mildi þykir að ekki fór verr. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem má lesa hér að neðan. (meira…)

Eyjamenn fá Íslandsmeistarana á Hásteinsvöllinn

Nú fyrir skömmu var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Eyjamenn duttu í lukkupottinn, fengu heimaleik en andstæðingurinn hefði varla getað verið erfiðari, sjálfir Íslandsmeistararnir í FH mæta á Hásteinsvöllinn, sannarlega stórleikur umferðarinnar. Dráttinn má sjá hér að neðan. (meira…)

Meira um lundann (að gefnu tilefni)

Var að horfa upp í Heimaklett núna áðan með sjónaukanum, mikið lundaflug austast í klettinum og fyrir ofan efri göngustíg, en lítið á Kleifunum. Kannski gott dæmi um þær breytingar sem orðið hafa síðustu ár, því að eftir að Eiðis svæðið fór að byggjast upp og umferðin þar að aukast með tilheyrandi hávaða og látum, […]

Hallgrímur vann í Leirunni

Hallgrímur Júlíusson, kylfingurinn efnilegi úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, bar sigur úr býtum á þriðja móti sumarsins í unglingamótaröð GSÍ. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og lauk um miðjan dag í gær. Hallgrímur leikur í flokki 15-16 ára og var keppnin æsispennandi. Kylfingarnir safna stigum í mótum sumarsins og er stigakeppnin jöfn og spennandi en […]