Kajakræðari í vandræðum norðan við Stórhöfða

Um fimmtán mínútur yfir sex var Björgunarfélag Vestmannaeyja, lögregla og sjúkrabíll kallað út vegna kajakræðara sem var í vandræðum rétt norðan við Stórhöfða eða undir útsýnispalli sem þar er. Þegar björgunaraðilar komu á staðinn, höfðu ungmenni á gúmmíbát komið kajakræðaranum til hjálpar en lítil hætta var á ferðum. (meira…)

Ekkert óeðlilegt við ferðamáta dómara

„Það er ekkert einsdæmi að dómarar ferðist með liðum í útileiki eins og gert var í þessu tilviki. Svona hefur hátturinn verið á síðustu tvo áratugi í það minnsta og ekkert út á það að setja,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ í samtali við Eyjafréttir.is, þegar hann var spurður út í kvartanir Eyjamanna með ferðatilhögun […]

Verkferlar við mannaráðningar óljósir

Á bæjarstjórnarfundi í Akóges síðastliðinn fimmtudag var fyrsta mál á dagskrá umfjöllun um verkferla við ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ og samræming starfsreglna. Nýlegar ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ vöktu upp spurningar við ráðningaferlið en bæjarstjórn hyggst nú gera verkferlana skýrari. En eins og staðan er í dag, stangast bæjarmálasamþykkt, verklagsreglur og starfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar á við hvert annað. (meira…)

Lögregla fylgist með unglingadrykkju

Nú líður að hátíðahöldunum um Goslokahelgina en búast má við miklum fjölda fólks í bænum vegna hennar. Uppákomur verða víðsvegar um bæinn og því dreifist mannfjöldinn víða um Eyjuna. Lögregla beinir því til vegfarenda að sína ítrustu tillitsemi í umferðinni. Þá hyggst lögregla fylgjast sérstaklega með unglingadrykkju og hvort útivistarreglum sem framfylgt um helgina. Þetta […]

Eyjastúlkur óheppnar með bikardrátt

Kvennalið ÍBV var í hattinum þegar dregið var í 8 liða úrslitum VISA bikarkeppninnar nú í hádeginu. Óhætt er að segja að Eyjastúlkur hafi verið óheppnar með dráttinn en ÍBV mætir úrvalsdeildarliði Fylkis á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar. ÍBV hefur þegar slegið tvö úrvalsdeildarlið úr keppni, fyrst GRV á heimavelli og nú síðast […]

�?röngt á þingi á Eyjaflugvelli

Það var mikið að gera á flugvellinum í Vestmannaeyjum um helgina enda var mikill gestagangur í Eyjum vegna Shellmóts, golfmóta og skemmtiferðaskipa. Um tíma voru samtímis á flugvellinum 5 stórar flugvélar, 1 Daz og 4 fokker 50, auk flugvéla frá Flugfélagi Vestmannaeyja og Örnum. Mun þetta hafa verið í fyrsta sinn sem fimm svo stórar […]

Stjörnurnar ánægðar með golfvöllinn í Eyjum

Eins og áður hefur komið fram hélt Hermann Hreiðarsson golfmót í Eyjum á laugardaginn. Fjölmargar stjörnur voru á vellinum, m.a. kunnir knattspyrnu- og handboltakappar, sjónvarpsstjörnur og fleiri þekktir einstaklingar. Allir voru ánægði með golfvöllinn og mótið enda einstök veðurblíða í Eyjum á laugardaginn. (meira…)

FH-ingar nokkrum númerum of stórir fyrir ÍBV

Íslandsmeistarar FH áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍBV í kvöld þegar liðin mættust á Hásteinsvellinum. FH-ingar hreinlega keyrðu yfir Eyjamenn á upphafsmínútunum, sprengdu upp vörn ÍBV hvað eftir annað en uppskáru aðeins tvö mörk. Gestirnir bættu svo við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur 0:3. Eyjamenn léku manni færri allan síðari hálfleikinn […]

KFS aftur í efsta sætið

KFS náði aftur efsta sæti B-riðils 3. deildar eftir að hafa fallið tímabundið af efsta stalli í síðustu viku. Álftanes, sem er í öðru sæti, stigi á eftir KFS á reyndar leik til góða og gæti endurheimt efsta sætið á þriðjudag. Eyjamenn unnu hins vegar í gær Augnablik á útivelli 1:5 en fyrri leik liðanna […]

Frábært og skemmtilegt framtak

Fyrsta formlega Herminator Invitational fór fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum í dag en mótið er góðgerðarmót þar sem landsþekktir einstaklingar sýna leikni sína í golfíþróttinni. Heiðursgestur mótsins var enski knattspyrnumaðurinn Sol Campbell, sem sýndi ágætis tilþrif við hreint frábærar aðstæður á vellinum í Eyjum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.