Allir nema Árni hafa skráð hagsmunatengsl sín

Allir þingmenn Alþingis fyrir utan Árna Johnsen hafa lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum hjá skrifstofu forseta Alþingis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsti um hagsmunatengsl sín í gær en á miðvikudaginn í síðustu viku höfðu þeir tveir ekki lokið við að skrá upplýsingarnar. (meira…)

Pétur Markan jafnaði met Leifs Geirs frá 1995

Knattspyrnuspekingar hafa nú velt fyrir sér hvort Pétur Georg Markan hafi sett met þegar hann skoraði eftir aðeins átta sekúndur gegn ÍBV í kvöld. Ef svo er, þá gerði Pétur ekki annað en að jafna met Leifs Geirs Hafsteinssonar frá 1995. En mark Leifs var þó mun eftirminnilegra. (meira…)

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka um helgina

Nú er komið að hinni árlegu Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 27. júní nk. Dagskráin er að verða tilbúin og verður birt á www.eyrarbakki.is þriðjudaginn 23. júní. En þangað til má ylja sér við minningar frá síðustu Jónsmessuhátíð. Mætum nú öll með góða skapið og Bakkastemminguna. Sjá hér:Jónsmessumyndir frá Birni Inga Bjarnasyni 2008. (meira…)

Féll af bílpalli og vankaðist

Farþegi á pallbifreið féll í götuna og vankaðist í vikunni sem leið. Um var að ræða fíflalæti sem enduðu með slysi en viðkomandi fékk skurð í höfuðið. Mildi þykir að ekki fór verr. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem má lesa hér að neðan. (meira…)

Eyjamenn fá Íslandsmeistarana á Hásteinsvöllinn

Nú fyrir skömmu var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Eyjamenn duttu í lukkupottinn, fengu heimaleik en andstæðingurinn hefði varla getað verið erfiðari, sjálfir Íslandsmeistararnir í FH mæta á Hásteinsvöllinn, sannarlega stórleikur umferðarinnar. Dráttinn má sjá hér að neðan. (meira…)

Meira um lundann (að gefnu tilefni)

Var að horfa upp í Heimaklett núna áðan með sjónaukanum, mikið lundaflug austast í klettinum og fyrir ofan efri göngustíg, en lítið á Kleifunum. Kannski gott dæmi um þær breytingar sem orðið hafa síðustu ár, því að eftir að Eiðis svæðið fór að byggjast upp og umferðin þar að aukast með tilheyrandi hávaða og látum, […]

Hallgrímur vann í Leirunni

Hallgrímur Júlíusson, kylfingurinn efnilegi úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, bar sigur úr býtum á þriðja móti sumarsins í unglingamótaröð GSÍ. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og lauk um miðjan dag í gær. Hallgrímur leikur í flokki 15-16 ára og var keppnin æsispennandi. Kylfingarnir safna stigum í mótum sumarsins og er stigakeppnin jöfn og spennandi en […]

Gista í skútum og skoða Færeyjar

Hópurinn sem sigldi á tuðrum frá Vestmannaeyjum til Færeyja, nýtur nú þess sem nágrannar okkar í suðri hafa upp á að bjóða. Hópurinn komst á endastöð, Runavik um klukkan 17.00 á laugardaginn og tók talsverður hópur fólks tók á móti sæförunum á bryggjunni. Þá tók við hvíld hjá mannskapnum enda talsverð þreyta í hópnum eftir […]

Southgate vill Hermann

Middlesbrough, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins sett sig í samband við Hermann Hreiðarsson leikmann Portsmouth og vill semja við hann til tveggja ára. (meira…)

Vel heppnuðu Íslandsmóti í golfi lokið

Í kvöld lauk keppni í Íslandsmóti eldri kylfinga hér í Eyjum. Alls voru 117 keppendur skráðir til leiks, þar af 19 frá Golfklúbbi Vestmannaeyja og hafa aldrei fleiri tekið þátt í mótinu frá GV. Keppt var í fjórum flokkum, tveimur karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum, með og án forgjafar. Veðrið var mjög gott fyrstu tvo daga […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.