1900 tonn af makríl í Eyjum

Þessa stundina er verið að landa nítján hundruð tonnum af makríl í Vestmananeyjum. Það eru fjölveiðiskip Vinnslustöðvarinnar Sighvatur Bjarnason VE81 og Kap VE4 sem fengu þennan afla suðaustur af landinu á sömu slóðum og nótaskipin eru nú á veiðum. (meira…)

Komin til Færeyja

Tuðrusiglingunni frá Vestmannaeyjum til Færeyja er nú lokið en siglt var á fjórum tuðrum frá Vestmannaeyjum, til Hafnar í Hornafirði og þaðan til Færeyja. Hópurinn, um tuttugu manns, lögðu af stað frá Höfn um níuleytið í gærkvöldi og komust í land í Færeyjum um klukkan þrjú í dag. Hilmar Kristjánsson sagði ferðina hafa gengið vel […]

Blár bæjarstjóri tekinn til starfa í Garðinum

Mikið rosalega er ánægjulegt að sjá í dag malbikunarvélar á fullu við að leggja malbik í Garðinum. Það er dásamlegt að finna hina einu sönnu og góðu lykt af malbikinu.Það var komin tími til lagfæringa,því holurnar voru orðnar nokkuð margar. (meira…)

Jafnt hjá KFS gegn KFR

KFS tók í dag á móti KFR frá Hvolsvelli en leikur liðanna fór fram við ágætar aðstæður á Týsvellinum. KFR teflir fram mun sterkara liði en undanfarin ár og þrátt fyrir að vera enn án sigurs, hafa Hvolsvellingar náð tveimur jafnteflum í B-riðli. Þriðja jafnteflinu náðu þeir í dag því lokatölur á Týsvellinum urðu 1:1. […]

Aníta Sumarstúlka Vestmannaeyja 2009

Aníta Jóhannsdóttir var fyrir skömmu krýnd Sumarstúlka Vestmannaeyja 2009 í samnefndri keppni sem haldin var í Höllinni. Fjórtán stúlkur kepptu í þessari óformlegu keppni þar sem ytri fegurð er ekki allt, Sumarstúlkan þarf að bera ýmsa aðra kosti umfram það. Aníta er vel að titlinum komin en kvöldið þótti mjög vel heppnað, góður matur, frábær […]

Lögðu af stað frá Hornafirði áleiðis til Færeyja

Hópurinn sem hyggst sigla á tuðrum frá Vestmannaeyjum til Færeyja, með viðkomu á Höfn í Hornafirði, lagði af stað áleiðis til Færeyja nú í kvöld. Áætlaður siglingatími er sextán klukkustundir, yfir opið Atlantshafið. Ef allt gengur upp ættu tuðrurnar fjórar og harðplastbáturinn sem fylgir með, að komast til Runavikur í Færeyjum um eða eftir hádegi […]

Verndum Lundann

Skemmtistaðurinn Lundinn verður lokaður um helgina en opnar aftur þriðjudaginn 23. júní klukkan 21.00. Á meðan fara Jón Ingi og félagar yfir á Prófastinn þar sem opið verður fram á nótt, kaldur á krananum og geðveik stemmning. Búið er að taka Prófastinn í gegn og geta Eyjamenn kynnt sér breytingarnar um helgina. (meira…)

Guðsþjónusta klukkan 11 á sunnudaginn

Starfsmanni Landakirkju varð á í messunni þegar hann sendi tilkynningu á Fréttir um messutíma í vikunni. Í kirkjudálki blaðsins er sagt að guðsþjónustan hefjist klukkan 13.00 sem er kolrangt. Hið rétta er að guðsþjónustan hefst klukkan 11.00 eins og alltaf á sumrin. (meira…)

Hópferð á Valur – ÍBV á mánudag

Stefnt er að því að fara í hópferð á leik Vals og ÍBV á mánudaginn. Til þess að svo geti orðið þarf að hafa hraðar hendur. Panta þarf vélina í dag þannig að allir sem áhuga hafa á að koma með eru beðnir um að hafa samband við Gest framkvæmdastjóra í dag í síma: 820-1891. […]

Yfirlýsing frá Félagi leikskólakennara í Vestmannaeyjum

Félag leikskólakennara í Vestmannaeyjum tekur undir með foreldrafélagi fyrirhugaðrar 5 ára deildar um nauðsyn þess að leikskólakennarar starfi við deildina. Jafnframt bendir félagið á að það vantar leikskólakennara bæði við Kirkjugerði og Sóla þar sem einungis einn leikskólakennari er á flestum deildum. Samkvæmt lögum um leikskóla eiga 2 af hverjum 3 starfsmönnum að vera leikskólakennaramenntaðir. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.