Lenti í sjálfheldu í Hánni

Rétt rúmlega átta í gærkvöldi var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna manns lenti í sjálfheldu í Hánni, nánar tiltekið í bjarginu fyrir ofan Prentsmiðjuna Eyrúnu. Afar sjaldgæft er að menn séu þar á ferð enda ekki um hefðbundna gönguleið að ræða. (meira…)

Páll �?skar ráðinn vegna hópþrýstings

Menn tala enn um þá gríðarlegu stemningu er myndaðist í dalnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra þegar Páll Óskar kom fram. Svo mikið var fjörið að þeir sem mættu gátu ekki hugsað sér að fara í ár yrði Páll Óskar ekki á dagskránni. (meira…)

Fyrsta ferð hunda í Bakkafjöruhöfn

Í vefútgáfu Frétta birtist í morgun mikil furðufregn um ferð starfsfólks heilbrigðisstofnunar í Bakkafjöruhöfn. Þar kom fram að þetta ágæta fólk telur sig hafa verið fyrst til að fara inn fyrir hafnargarða Bakkafjöruhafnar og fylgir frásögninni hverjir hafi verið með í för og einnig að meðferðis hafi verið tveir hundar, þó nöfn þeirra vanti. (meira…)

Fyrst til að sigla inn í Bakkafjöruhöfn

Hópur starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum og fylgdarlið, sigldi á dögunum upp að Bakkafjöru. Hópurinn segist vera sá fyrsti til að sigla inn í sýnilega Bakkafjöruhöfn en á dögunum hafði annar bátur siglt upp að framkvæmdunum og talið sig vera þá fyrstu. Orðsendingu frá starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar má lesa hér að neðan. (meira…)

Lundaveiðar í sumar yrðu rányrkja

Náttúrustofa Suðurlands leggur til að lundaveiðar verði bannaðar í Vestmannaeyjum í nokkur ár svo stofninn nái sér eftir fjórðungs minnkun síðustu ár. Lundastofninn er á niðurleið um land allt vegna fæðuskorts í kjölfar fækkunar sandsílis. Yfir 40% íslenska stofnsins er við Vestmannaeyjar þar sem fækkunin hefur orðið einna mest. (meira…)

Í nógu að snúast hjá lögreglu vegna Sjómannadagshelgarinnar

Nokkuð meira var að gera hjá lögreglu þessa vikuna en þá síðustu. Nokkur erill var í kringum skemmtanahald tengt Sjómannadagshelginni en margt fólk var í bænum og margir að skemmta sér. Var talsverð ölvun á fólki og mörg af verkefnum lögreglu tengd því. Var m.a. kvartað yfir samkvæmishávaða frá íbúðum í bænum, ofurölvi fólki komið […]

Annasamir dagar og lundinn er ljúfastur fugla

Það hefur verið frekar lítill tími til að blogga að undanförnu, en margt er búið að gerast. Er búinn að róa fjórum sinnum og fiskað liðlega 10 tonn. Var í sjóstönginni um síðustu helgi í sennilega eitthverju besta veðri í sjóstöng í mörg ár, enda var fiskiríið ágætt. Sjómannadagshelgin hins vegar fór í beitningu hjá […]

Frábær Sjómannadagshelgi að baki

Hátíðarhöldum Sjómannadagshelgarinnar lauk um miðnætti í gær, sunnudag þegar síðasti tóninn var sleginn á frábærum tónleikum Dúndurfrétta. Tónleikarnir var punkturinn yfir i-ið á frábærri helgi sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Nú er búið að setja yfir 200 myndir á vef Eyjafrétta.is frá hátíðahöldunum og má sjá myndirnar hér að neðan. (meira…)

Fimm í bráðabana

Gríðarlega góð þátttaka var í Golfmóti Sparisjóðs Vestmannaeyja og VÍS sem fram fór á laugardaginn. Veðrið var einstaklega gott og áttu margir golfararnir sem komu af meginlandinu vart orð til að lýsa hrifningu sinni á öllum aðstæðum. Spilað var til verðlauna um 1-3 sæti í punktakeppni. Þá voru einnig nándarverðlaun, dregin út skorkort, teiggjafir og […]

Arnar og Kári í eldlínunni gegn Austurríki

Tveir Eyjamenn eru í leikmannahópi 2012 landsliðs karla en liðið mun leika gegn Austurríki næstkomandi þriðjudag í Vodafonehöllinni. Þetta eru þeir Arnar Pétursson, sem nýverið gekk í raðir ÍBV og Kári Kristján Kristjánsson, sem spilar í Sviss næsta vetur. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.