Búist við fjölmennum fundi um sjávarútvegsmál

Á morgun, fimmtudaginn 4. júní, verður boðað til borgarafundar um auðlindastýringu og fyrningarleið ríkisstjórnarinnar í Höllinni í Vestmannaeyjum. Fundurinn byrjar stundvíslega kl. 13:20, en húsið opnar kl. 13:00. Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir fundinum með aðstoð Vestmannaeyjabæjar og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Eyjafréttir heyrðu í Hrafni Sævaldssyni, verkefnisstjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, en hann hefur stjórnað undirbúningi og framkvæmd […]
Bubbi semur �?jóðhátíðarlagið í ár

Bubbi Morthens mun semja og flytja Þjóðhátíðarlagið í ár en Þjóðhátíðarnefnd hefur samið við stórsveitina Egó um að spila á Þjóðhátíðinni. Egó mun svo flytja lagið en Bubbi er að sjálfsögðu söngvari sveitarinnar. Búast má við því að nýtt Þjóðhátíðarlag verði sett í spilun í lok þessa mánaðar. (meira…)
Fréttir koma á morgun, fimmtudag 4. júní

Vegna frídags á annan í hvítasunnu frestast útkoma FRÉTTA til fimmtudagsins 4. júní. Blaðið verður stórt og efnismikið og helgað einum helsta hátíðisdegi í Vestmannaeyjum, sjómannadeginum. (meira…)
Sjómannadagurinn á sínum stað

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudag og vegleg dagskrá alla helgina. Á föstudag verður knattspyrnumót áhafna, sjómannagolf og um kvöldið verða Árni Johnsen og Magnús Eiríksson með söngkvöld í Akóges og Árni og Védís á Volcano kaffi frá miðnætti. (meira…)
Lítið að hafa norðan Jan Mayen

Nokkur íslensk skip hafa undanfarið leitað að síld í norsk-íslenska síldarstofninum norðan Jan Mayen en leit hefur gengið illa. Meðal skipa sem hafa verið á svæðinu er Álsey VE, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja en skipstjóri um borð er Ólafur Einarsson. Leit norðan Jan Mayen gekk það illa að Álsey hefur fært sig sunnar […]
3 Eyjapeyjar í liði vikunnar og Gauti með mark 6. umferðar

Knattspyrnuvefurinn fotbolti.net valdi mark Gauta Þorvarðarsonar gegn Grindavík í gærkvöldi, mark 6. umferðar. Þá eru 3 leikmenn ÍBV í liði vikunnar, þeir Andri Ólafsson, Gauti Þorvarðarson og Chris Clementes. Auk þess er einn fyrrverandi leikmaður ÍBV, Bjarni Hólm Aðalsteinsson einnig í liði vikunnar, en hann leikur nú með Keflvíkingum. (meira…)
Ljóst að núverandi Herjólfur siglir í Land-Eyjahöfn til ársins 2013

Á fundi bæjaráðs Vestmannaeyja í dag, var lögð fram skýrsla Siglingastofnunar á samanburði á Herjólfi og dönsku ferjunni Kyholm. Fyrir liggur að Stýrihópur um Land-Eyjahöfn mælir með því að Herjólfur verði notaður í siglingar í Land-Eyjahöfn til ársins 2013. (meira…)
�?jófnaðir, líkamsárás, rúðubrot og umferðarbrot

Nokkuð meira var að gera hjá lögreglu þessa vikuna en þá síðustu. Þó var helgin róleg og gekk skemmtanalífið áfallalaust fyrir sig að mestu. Ein líkamsárás var kærð á tímabilinu og er hún í rannsókn. Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu á tímabilinu. Var um að ræða þjófnað á reiðhjóli, sem er nú búið að […]
Heiða valin í A-landsliðið

Heiða Ingólfsdóttir, Eyjakona og handknattleiksmarkvörður úr Haukum, var í dag valin í A-landslið Íslands en Heiða var í leikmannahópi liðsins sem lék æfingaleiki gegn Sviss á dögunum. Þá var Heiða ein þriggja markvarða en eftir að fækkað var í hópnum um fjóra, er Heiða annar tveggja markvarða landsliðsins. Þess má geta að Heiða er aðeins […]
Eiður valinn í U-21 árs hóp Íslands

Varnarmaðurinn undi Eiður Sigurbjörnsson, sem hefur fengið verðskuldað tækifæri með ÍBV liðinu í sumar, var í morgun valinn í leikmannahóp U-21 árs landsliðs Íslands en liðið leikur gegn Dönum ytra næstkomandi föstudag. Eiður skrifaði undir þriggja ára samning hjá ÍBV í morgun um leið og honum var tilkynnt að hann væri á leið til Danmerkur. […]