Samfylkingin hefur þingmann af Sjálfstæðisflokknum

Samfylkingin er með 28% atkvæða í Suðurkjördæmi þegar talningu er lokið. Samfylkingin bætir við sig þingmanni og fær 3, á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fær nú 3 þingmenn í stað fjögurra í kosningunum 2007. Framsóknarflokkurinn heldur sínum tveimur mönnum og Vinstri græn sínum eina þingmanni. Borgarahreyfingin kemur einum þingmanni inn sem jöfnunarmanni og Frjálslyndir missa sinn […]
Lítil breyting frá fyrstu tölum

Nú er búið að telja rúmlega 13 þúsund atkvæði í Suðurkjördæmi en skipan þingsæta hefur ekkert breyst frá fyrstu tölum. Eins og staðan er núna er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá þingmenn og tapar einum frá 2007, Samfylkingin er með þrjá og vinnur einn frá 2007, VG bætir við sig einum og er með tvo og Framsókn […]
Samfylkingin með 30% atkvæða eftir fyrstu tölur í Suðurkjördæmi

Samfylkingin er stærst í Suðurkjördæmi eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar. Samfylkingin hefur fengið 30% atkvæða þegar tæp tíu þúsund atkvæði hafa verið talin. Sjálfstæðisflokkur hefur fengið 28,4% en fylgi VG er talsvert minna við fyrstu tölur, aðeins 16,7% en hafði verið spáð rúmum 20% fylgi þegar mest var. Ítarlegri tölur má sjá […]
ÍBV vann Grindavík 3:1

ÍBV og Grindavík léku aftur í dag en liðin áttust við í gær á Helgafellsvellinum þar sem ÍBV hafði betur 2:1. Liðin tefldu fram sínu sterkustu liðum í dag og þótt aðeins um æfingaleik hafi verið að ræða, var tekist á. Eyjamenn komust í 2:0 í fyrri hálfleik en Grindvíkingar minnkuðu muninn í upphafi síðari […]
Kjörsókn betri en 2003 og 2007

Ríkisútvarpið greinir frá því að kjörsókn í Suðurkjördæmi hafi verið ívið betri en í kosningunum 2003 og 2007. Haft er eftir Karli Gauta Hjaltasyni, formanni kjörstjórnar í kjördæminu, að í Vestmannaeyjum hafi 1453 verið búnir að kjósa kl.17 sem eru 48,7% af kjósendum. Það eru 2-3% fleiri en árið 2007. (meira…)
Samfylkingin upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Samkvæmt síðustu skoðanakönnuninni sem Capacent-Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið er Samfylkingin stærsti stjórnamálaflokkurinn í Suðurkjördæmi. Heildarniðurstöður könnunarinnar voru birtar í gær en Suðurlandið.is birtir nú niðurstöðurnar fyrir Suðurkjördæmi. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 30,7% og bætir við sig 3,5 prósentustigum frá síðustu kjördæmakönnun sem birt var 20. apríl síðastliðinn. Fylgi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mælist nú […]
Tæplega áttræður karlmaður játar íkveikju

Sjötíu og níu ára karlmaður hefur játað að vera valdur að bruna í sumarbústað við Borgarleyni í Grímsnesi í gær. Maðurinn var handtekinn skammt frá bústaðnum á meðan slökkvistarf stóð yfir. Hann var látinn laus um hádegisbil í dag að loknum yfirheyrslum. (meira…)
Gleðilegan kjördag – ertu enn í vafa?

Suðurlandið.is hefur síðustu tvær vikur kynnt fyrir lesendum sínum og áhorfendum þá frambjóðendur í Suðurkjördæmi sem eiga möguleika á þingsæti miðað við skoðanakannannir undanfarið. Rætt hefur verið við 4 efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins, 3 hjá Samfylkingunni og 2 hjá Framsóknarflokknum og Vinstri grænum (ekki náðist að taka viðtal við Arndísi Soffíu Sigurðardóttur í 2. […]
1.913 fleiri á kjörskrá en í kosningunum 2007

32.505 manns eru á kjörskrá í Suðurkjördæmi, 16.667 karlar og 15.838 konur. Þetta eru 1.913 fleiri en í kosningunum 2007 þegar 30.592 voru á kjörskrá í kjördæminu. Kjördæmið nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga. 10 fulltrúar sitja á þingi fyrir Suðurkjördæmi, níu kjördæmakjörnir og einn jöfnunarkjörinn. (meira…)
Arndís svarar í spurt og svarað

Síðust í röðinni í liðnum Spurt og svarað er Arndís Soffía Sigurðardóttir en hún er í 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Arndís segist ekki fylgjast með íshokkí og hefði valið Unni Brá Konráðsdóttur á listann sinn ef hún hefði haft tækifæri til enda segir hún að Unnur Brá sé sósíalisti inn við beinið. […]