Göngum til verka – tryggjum atvinnu

Á laugardaginn verður kosið um framtíðina. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því verkefni að endurreisa efnahag landsins. Við það verkefni er þörf á hugrökku fólki sem leggur fram lausnir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun flokksins sett atvinnumál í forgang enda er ljóst að ef atvinnulífinu gengur vel þá gengur heimilunum vel. Við Sjálfstæðismenn ætlum að […]

Alþjóðlegur meistari til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja

Á heimasíðu Taflfélags Vestmannaeyja er sagt frá því að Nils Grandelus, sem er alþjóðlegur meistari í skák, sé genginn í raðir Taflfélagsins. Nils, sem er aðeins fimmtán ára gamall er almennt talinn vera eitt mesta skákmannsefni sem fram hefur komið í Svíþjóð en hann hefur farið hratt upp stigalista FIDE undanfarið. (meira…)

Hinir vestfirsku KNH-verktakar langt á undan áætlun

Lagning Suðurstrandarvegar hefur gengið einstaklega vel í vetur og er ísfirska verktakafyrirtækið KNH ehf. langt á undan áætlun. Ef verkaefnastaða fyrirtækisins breytist ekki mikið reikna menn jafnvel með að vegarkaflinn verði tilbúinn í september í haust. Samkvæmt útboði átti hluti vegarins að vera tilbúinn á næsta ári og verki að fullu lokið 2011 (meira…)

Sammála um að vera ósammála

Háværar raddir hafa verið uppi um það að Vinstri græn og Samfylking muni eiga erfitt með að komast að niðurstöðu í Evrópumálum hljóti flokkarnir umboð til að mynda ríkisstjórn eftir komandi Alþingiskosningar. Einhverra hluta vegna virðast Sjálfstæðismenn hafa hve mestar áhyggjur af þessu og benda réttilega á að flokkarnir tveir, VG og Samfylking, eru á […]

Nýjum skóla á Stokkseyri frestað

Bæjaryfirvöld í Árborg hafa ákveðið að fresta því í nokkra mánuði að taka í notkun nýjan grunnskóla á Stokkseyri sem er í smíðum. „Samkvæmt verkáætlun við upphaf byggingaframkvæmda við skólann á Stokkeyri var gert ráð fyrir að afhending byggingar yrði í júlí 2009. Vegna aðstæðna í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á í haust hefur afhendingu […]

Ekki gleyma birtunni og ljósinu

Fjöldi fólks mætti á hamingjunámskeið hjá séra Þórhalli Heimissyni í safnaðarheimili Landakirkju Vestmannaeyja í gærkvöld. Í kjölfar bankahrunsins í haust fór séra Þórhallur af stað með námskeiðið 10 leiðir til lífshamingju. Markmiðið er að hjálpa fólki að breyta því sem það getur breytt til að finna lífshamingjuna á tímum sem hafa verið mörgum erfiðir. Námskeiðið […]

Smyglarar lentir á Selfossi

Ríkisútvarpið greinir frá því að flugvél Flugmálastjórnar hafi lenti á Selfossi rétt fyrir klukkan hálf sex í dag með þrjá meinta smyglara sem náðust á skútu í gærkvöld. Mennirnir verða fluttir á Litla-hraun. Þeir voru í morgun úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. (meira…)

Af hverju vill Samfylkingin aðildarviðræður við ESB?

Samfylkingin vill fara í aðildarviðræður við ESB og leggja niðurstöður þeirra í dóm kjósenda. Ástæðan er einföld – ef við förum í aðildarviðræður vitum við hvað við fáum og hvað það mun hugsanlega kosta okkur að vera aðilar að ESB. Úr þessu fáum við aldrei skorið nema með því að fara í aðildarviðræður. (meira…)

Sjálfstæðisflokkurinn með 53.7% fylgi í Vestmannaeyjum og 68% Vestmannaeyinga segjast andvígir ríkisstjórninni

Margt má lesa út úr nýgerðri skoðanakönnun Capasent Gallup í Suðurkjördæmi sem gerð var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Sérstök könnun var m.a. á fylgi flokkanna eftir byggðarlögum. Könnunin var bæði net- og símakönnun. Heildarúrtakið var 800 manns og svarhlutfallið 61% eða um 490 manns. Í könnuninni sem gerð var í Vestmannaeyjum sögðust 32% styðja ríkisstjórnina […]

Fuglaskoðunarferðamennska á Suðurlandi

Útflutningsráð heldur kynningu um möguleika í ferðamennsku í tengslum við fuglaskoðun klukkan 13 á Hótel Selfossi í dag. Útflutningsráð hefur undanfarin ár unnið að því að byggja upp fuglaskoðunarferðamennsku sem víðast á Íslandi. Unnið er að undirbúningi stofnunar Fuglaskoðunarsamtaka Íslands. Stefnt er að stofnun samtakanna í maí. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.