Sálin á �?jóðhátíð 2009

Drög að dagskrá er að myndast fyrir Þjóðhátíð og lítur út fyrir að vera ein sú glæsilegasta frá upphafi. Ein af fyrstu fréttum þessa vors er af Sálarmönnum sem munu koma og spila á tónleikum á laugardagskvöldið. Langt er síðan sálin spilaði síðast á Þjóðhátíð og er því kærkomið að þeir félagar mæti og trylli […]
Sjálfstæðismenn opna kosningaskrifstofu

Sjálfstæðisfólk opnar kosningaskrifstofu flokksins í Eyjum n.k. fimmtudag, 9. apríl. Af því tilefni verður boðið upp á síðbúinn morgunverð í Ásgarði á skírdag frá kl. 11 til 13. Frambjóðendur flokksins verða á staðnum. (meira…)
Gistinóttum fjölgaði næstmest á Suðurlandi

Gistinóttum á hótelum á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum fjölgaði um 24% frá sama mánuði í fyrra. Aðeins á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum meira, eða um 29%, á milli ára. Á sama tímabili fækkaði gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. (meira…)
Hálfrar milljónar króna rimlahlið horfið

Lögreglan á Selfossi óskar upplýsinga frá vegfarendum um rimlahlið sem hvarf frá Laufskálabyggðavegi við Hrunaveg. Hliðið hafði legið í vegkantinum eftir að það var tekið upp í haust. Verðmæti hliðsins er talið vera á sjötta hundrað þúsund króna. (meira…)
Samfylkingin opnar kosningamiðstöð í Eyjum

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar bjóða Eyjamönnum í vöfflukaffi í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Vestmannaeyjum að Skólavegi 4 sími 481-1845 kl. 15:00 laugardaginn 11. apríl. (meira…)
Detoxstöð Jónínu Ben á Reykjanesi

Detox ehf., Heilsufélag Reykjaness og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu detox meðferðarstöðvar á Reykjanesi. Stöðin verður í nýju heilsuþorpi í Reykjanesbæ sem hefur fengið nafnið Ásbrú. Fyrsta meðferðin hefst 23. maí næstkomandi. (meira…)
60% færri kaupsamningar en í fyrra

15 kaupsamningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu í mars síðastliðnum. Heildarveltan var 291 milljón króna og meðalupphæð á samning 19,4 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra voru þinglýstir kaupsamningar á svæðinu 38 talsins. (meira…)
Brotist inn í þrjú fyrirtæki í �?orlákshöfn

Brotist var inní þrjú fyrirtæki í Þorlákshöfn aðfaranótt siðastliðins föstudags; verslun Olís við Óseyrarbraut, veitingastaðinn Svarta sauðinn við Unubakka og Þjónustustöðina sem er líka við Unubakka. (meira…)
Kosningaskrifstofa Vinstri grænna í Eyjum opnuð í dag

Frambjóðendur í efstu sætum framboðslista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi verða viðstaddir opnun kosningaskrifstofu í Vestmannaeyjum í dag kl. 17. Skrifstofan er til húsa að Skólavegi 13 þar sem blómaverslunin Ullarblóm var áður. (meira…)
Ekki mistök að bjóða fram í Reykjavík

Voru það ekki mistök að bjóða fram í Reykjavík, Bjarni og voru það ekki mistök að vera ekki bara áfram í Framsóknarflokknum. Þessar spurningar fæ ég víða, í tali og bloggi, nú eftir að L-listi fullveldissinna hefur dregið framboð sitt til baka. (meira…)