Kvótakerfið (að gefnu tilefni)

Þó nokkuð er um það, að útgerðarmenn telji að hugmyndir Frjálslyndra um breytt kvótakerfi gangi út á það, að taka af þeim réttinn til að veiða fiskinn, til þess að færa hann einhverjum öðrum. Þetta að sjálfsögðu alrangt og bara dapurlegt þegar útgerðarmenn reyna að troða upp á sína sjómenn einhverjum tilbúnum upplýsingum um það […]

Engin skerðing á fæðingarþjónustu á Selfossi

Engin skerðing verður á fæðingarþjónustu á Selfossi, eins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra hafði boðað. Þetta kom fram á fundi sem Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra heilbrigðismála, hélt með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nú í eftirmiðdaginn. Áður en fundurinn hófst, tók Ögmundur á móti áskorun með nöfnum um 4300 íbúa á svæðinu, þar sem öllum áformum um niðurskurð var […]

Sjávarútvegsráðuneytið vill að Hafró rannsaki betur síldina í höfninni

Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú óskað eftir því við Hafrannsóknastofnunina að afla enn frekari gagna um ástandið í höfninni í samstarfi við heimamenn og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, til þess að unnt sé að meta þá mengunarhættu sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa áhyggjur af. Niðurstöður munu liggja fyrir innan fárra daga og mun ráðuneytið þá taka ákvörðun um framhaldið. […]

Kári Kristján til ZMC Amicitia

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, gengur til liðs við svissneska meistaraliðið ZMC Amicitia í Zürich í sumar. Hann hefur gert tveggja ára samning við félagið og er ætlað að fylla skarð norska línumannsins Frank Löke sem hyggst róa á önnur mið. (meira…)

Sparkaði í höfuð dyravarðar

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í síðustu viku. Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og áttu þær báðar sér stað í Höllinni. Í öðru tilvikinu var ráðist á dyravörð og m.a. sparkað í höfuð hans. Hann er þó ekki alvarlega slasaður. Í hinu tilvikinu var maður sleginn í andlitið þannig að hann […]

Um fjögur þúsund undirskriftir afhentar í dag

Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra, verður síðar í dag afhent um fjögur þúsund undirskriftir Sunnlendinga sem mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. (meira…)

Godthaab greiðir launahækkanir

Fiskvinnslufyrirtækið Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu umsamdar launahækkanir frá 1. mars síðastliðnum. Fyrirtækið er ekki í samtökum atvinnurekenda. Um 80 starfsmenn hjá Godthaab fá 13.500 króna launahækkun útgreidda um næstu mánaðamót. (meira…)

Mikið af dauðri síld á botninum

Þeir félagar Gunnlaugur Erlendsson og Þorbjörn Víglundsson fóru með neðansjávarmyndavél í gær til að kanna ástand síldarinnar sem þar er. Í bloggfærsu Þorbjörns á http://tobbivilla.123.is segir hann að botninn sé þakinn dauðri síld. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Flatskjáum stolið tvisvar úr bústað á Flúðum

Lögreglan á Selfossi handtók tvo menn um fimmleytið í nótt með drekkhlaðinn bíl af þýfi sem reyndist vera úr sumarbústöðum við Þverlág á Flúðum. Að sögn lögreglunnar var bíllinn svo niðursiginn að aftan að hann vakti athygli við keyrslu og reyndist við nánari athugun vera smekkfullur af þýfi. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.