Jóla-og áramótaklipping á Selfossi

Miklar annir voru á Alþingi síðustau dagana fyrir jól og fengu þingmenn jóla- og áramótafrí rétt fyrir jólin. Árni Mathiesen, fyrsti þingmaður Sunnlendinga og fjármálaráðherra, hafði t.d. ekki tíma til þess að fara í jólaklippinguna og sló því saman jóla- og áramótaklippingu á Rakarastofu Björns og Kjartans í dag laugardaginn 27. des. Lenti ráðherrann strax […]
Jólatónleikar Mandal í safnaðarheimilinu

Á morgun, sunnudag heldur kvartettinn Mandal tónleika í safnaðarheimili Landakirkju en tónleikarnir heita Fagnið nú jóla fögru nátt. Kvartettinn skipa þau Bára Grímsdóttir, Chris Foster, Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson en tónleikarnir hefjast klukkan 13.00. Ókeypis er á tónleikana. (meira…)
Jólaböll á Eyrarbakka og Stokkseyri laugardaginn 27. desember

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið laugardaginn 27. des. frá kl. 11-13 í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka. Hið árlega jólaball Kvenfélags Stokkseyrar verður haldið í Íþróttahúsinu á Stokkseyri laugardaginn 27.-12.klukkan 15:00. Jón Bjarnason sér um fjörið á báðum stöðum. Kaffi, Kakó og smákökur. Jólasveinarnir líta inn. (meira…)
Kirkjufyllir í Eyrarbakkakirkju í miðnæturmessu á jólanótt

Hátíðarmessa var í Eyrarbakkakirkju kl. 23:30 í gærkveldi við upphaf jólanætur og var kirkjufyllir. Séra Sveinn Valgeirssson flutti þarna sína fyrstu jólamessu í Eyrarbakkakirkju. Organisti var Haukur Gíslason og kirkjukór Eyrarbakkakirkju söng. Karen Dröfn Hafþórsdóttir söng lagið Helga nótt. Fleiri myndir undir – meira – (meira…)
Suðvestlægar vindáttir yfir jólin

Veðurstofan spáir suðvestlægum áttum yfir jólahátíðina, nokkuð hvössum vindi. Annars hljóðar spáin svona fyrir aðfangadag. Suðvestan 13-18 m/s og skúrir, en hægari og dálítil él í kvöld. Hiti 1 til 6 stig. Suðvestan 13-20 og él á morgun. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. (meira…)
Jóladagskrá Landakirkju

Um jólin er kirkjusókn landsmanna ávallt með mesta móti. Prestar Landakirkju hafa í mörgu að snúast þessa daga. Dagskrá Landakirkju yfir jólin er þannig: Aðfangadagur jóla, 24. desember: Kl. 14. Helgistund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Tendrað á útikertum til að bera að leiðum ástvina eftir bæn og blessun í miðju garðsins. Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum. […]
Gleðileg jól

Sudurlandid.is óskar Sunnlendingum heima og heiman sem og Íslendingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið og lestrarheimsóknir á vefinn á liðnu ári og bjóðum alla velkomna til slíks á nýju ári. Sudurlandid.is (meira…)
Aftansöngur og miðnæturmessa í Selfosskirkju

Aðfangadagur 24. desember: Aftansöngur jóla kl. 18:00 sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Hátíðarsöngvar. Félagar úr barna og unglinga kórum kirkjunnar syngja við athöfnina. Jólanótt 24. desember: Hátíðarmessa kl. 23:30, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni þjóna. Klassískt tón. (meira…)
Fjölmenni í veglegri skötuveislu

Fjölmenni var í Íþróttahúsinu á Stokkseyri í dag í árlegri skötuveislu Ungmennafélags Stokkseyrar. Félagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíku og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir. Víða á Suðurlandi eru nú skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins. (meira…)
Jólaverslunin góð þetta árið

Kaupmenn á landinu eru nokkuð sáttir við jólaverslunina, þó vissulega sé einhver samdráttur. Minna er um að fólk noti kreditkort nú en á sama tíma í fyrra og greiða nú margir frekar með reiðufé. Verslanir á Selfossi auglýstu mikið sameiginlega nú í desember og telja margir að það hafi skilað sér vel í verslun í […]