Búið að draga í happadrætti Gleðibankans

Búið er að draga í happadræddi Gleðibankans en dregið var úr þeim nöfnum sem höfðu lagt inn gleðibros í bankann. Í tilkynningu frá bankaráði Gleðibankans kemur fram að gaman væri ef þeir sem fengu vinninga myndu vitja þeirra á Þorláksmessu klukkan 17 en boðið verður upp á heitt kakó milli 16 og 18 í höfuðstöðvum […]

Seinni ferðin fellur niður

Aftakaveður er nú í Eyjum. Kl. 12 á hádegi var 30 metra austanvindur á Stórhöfða. Spáin fyrir daginn er þeim dúr og því hefur verið ákveðið að fella niður seinni ferð Herjólfs í dag. (meira…)

Aflaverðmæti Guðmundar 2 milljarðar á árinu 2008

Árið sem er að líða hefur verið viðburðarríkt hjá áhöfn Guðmundar. Þeir hafa aflað fyrir samtals 2 milljarða íslenskra króna, eða nánar tiltekið 2.000.213.313 kr (fob). Aldrei áður hefur skip hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. aflað fyrir slík verðmæti á einu ári. Samtals hafa verið fryst 17.764 tonn af síld, loðnu, makríl og kolmunna og veiðin […]

Varað við stormi í dag og í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið í kvöld. Spáð er vaxandi suðaustanátt, 13 til 20 metrum á sekúndu eftir hádegi, hita á bilinu 3 til 7 gráður og víða rigningu. Þá eru litlar líkur á hvítum jólum í Vestmannaeyjum þetta árið. (meira…)

�?litið dökkt fyrir loðnuvertíðina

Illa horfir með loðnuvertíðina sem á að hefjast upp úr áramótum. Í nýafstöðnum rannsóknaleiðangri Hafrannsóknarstofnunar fannst svo lítið af loðnu að stofnunin telur ekki ástæðu til að gefa út neinn upphafskvóta fyrir vertíðina. (meira…)

Sárafá skip á miðunum

Sárafá fiskiskip eru á sjó og eru flest, sem þar eru, á landleið. Ekki mátti veiða síld eftir nítjánda desember og svo er jólafrí annarra sjómanna að ganga í garð. Auk þess er stormspá fyrir flest mið umhverfis landið. (meira…)

Skötuveisla á �?orláksmessu

Hin árlega skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verðurhaldin í íþróttahúsinu á Stokkseyri á morgun Þorláksmessu milli kl. 11:30 og 13:30. Á boðstólum verður ekta vestfirsk skata, vel kæst, og sunnlennsk minna kæst einnig kartöflur, rófur, saltfiskur og að sjálfsögðu vestfirskur hnoðmör. Öl og gos verður einnig selt á staðnum. Verð: (meira…)

Vextirnir eru að sliga bændur á Íslandi

Kostnaður við mjólkurframleiðsluna var langmestur á Íslandi árið 2007 ef miðað er við flestöll lönd í heiminum, samkvæmt Dairy Report 2008.Í yfirliti frá norskri stofnun sem stundar rannsóknir í landbúnaðarhagfræði kemur fram að Íslendingar hafi mun dýrari framleiðslu miðað við meðalstærð á búi en aðrar þjóðir. Íslendingar hafi um 40 kýr að meðaltali og framleiðslan […]

Flutningabíll fauk útaf á Reynisfjalli.

Í dag sunnudag 21. desember fauk þessi vörubíll útaf inn í Reynisfjalli en þar er mikil krapi á vegi og mjög misvinda. Í einni vindkviðunni gerðis þetta og náði bílstjórinn að aka bílnum útaf svo hann valt ekki. Á fimmta tímanum í nótt (meira…)

Vetrarsólhvörf eru í dag

Brátt á himni hækkar sól, segir í þekktu jólalagi. Það eru orð að sönnu því í dag eru vetrarsólhvörf eða stysti dagur ársins. Þess má geta að dagurinn er ekki jafnstuttur í báða enda því sólin kemur nú fyrr upp á morgnana. Sú þjóðtrú tengist deginum að veður eigi nú að breytast. Samkvæmt veðurspánni ætti […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.