Fjórar líkamsárásarkærur.

Fjórar líkamsárásarkærur bárust lögreglu í vikunni. Ekki var um að ræða alvarlega áverka en í einu tilvikinu var árásarmaður með hníf að vopni þó hann hafi ekki beitt hnífnum. Það atvik átti sér stað aðfaranótt laugardags í sumarbústað við Þingvallavatn. Málin eru öll til meðferðar hjá rannsóknardeild. (meira…)
Kallað á aðstoð lögreglu á körfuboltaleik

Óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar leikur ÍBV og Álftaness fór fram á sunnudag. Áhorfandi hafði verið með athugasemdir gegn einum af leikmönnum Álftaness og beindust þær að litarhætti leikmannsins. Áhorfandinn varð ekki við ósk forráðamanna ÍBV að láta af athugasemdunum og því var kallað á aðstoð lögreglu við að vísa áhorfandanum út úr húsinu. […]
Kostaði ferðin 350 þúsund?

Á fréttavefnum AMX er úttekt á þyrðu og þotueign íslenskra auðmanna sem náði áður óþekktum hæðum á síðasta ári. Meðal þeirra sem fjallað er um er Magnús Kristinsson og þyrlukaup hans en í greininni kemur fram að Bell 430 þyrlan kosti 882 milljónir á núverandi gengi. Þá hafi ferðin út í Eyjar og til baka, […]
�?rír Eyjapeyjar í æfingahópi U16 ára landsliðsins

Þrír Eyjapeyjar, þeir Alexander Jarl Þorsteinsson, Jóhann Rafn Rafnsson og Pálmi Geir Jónsson hafa verið valdir í 28 manna æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð á næsta ári en mun æfa milli jóla og nýárs. Aðeins þrjú félög eru með fleiri leikmenn en ÍBV á æfingunum, […]
Ný sýning í Gallerí undir stiganum

Síðastliðinn fimmtudag opnaði Bjarni Joensen sýningu í sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss, Gallerí undir stiganum. Á sýningunni er olíumálverk og tengjast flest þeirra Ölfusinu og Þorlákshöfn. . Sýningin stendur yfir til loka janúarmánaðar og er opin á opnunartíma bókasafnsins. (meira…)
Eyjamenn aftur sterkari á lokasprettinum

Körfuknattleikslið ÍBV hafði á ný betur gegn Álftanesi í seinni leik liðanna í gær en lokatölur urðu 84:76. Þótt leikurinn hafi farið fram í Eyjum, fór hann ekki fram á hinum hefðbundna heimavelli Eyjamanna því í upphitun gerðist það að einn leikmanna ÍBV tróð með slíkum tilþrifum að körfuboltaspjaldið brotnaði. Svo skemmtilega vildi til að […]
�?thlutun menningarstyrkja

Menningarstyrkir Sveitarfélagsins Árborgar 2008 seinni úthlutun fór fram á fundi í Lista- og mennninmgarnefnd Árborgar þann 4. desember s.l. Alls bárust 11 umsóknir og var sótt um 2.355.000 kr. Til úthlutunar voru kr. 300.000. Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað: (meira…)
Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hlynntari ESB en áður

Árni Mathiesen vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði hann í þættinum Mannamál í kvöld. Árni sagði að sér hefði snúist hugur. Honum hefði hingað til ekki hugnast aðild að bandalaginu í vegna sjávarútvegsins og auðlindastjórnunar. Nú væri hann hinsvegar þeirrar skoðunar að skoða ætti af fullri alvöru aðild að […]
Mengun frá Hellisheiðarvirkjun.

Nokkur ár eru þangað til Orkuveitan hefur þróað tækni til þess að hreinsa að fullu burtu brennisteinsmengun úr útblæstri jarðvarmavirkjana. Hreinsibúnaður sem settur verður upp í Hellisheiðavirkjun í vor tekur í burtu aðeins 10 % af menguninni. Við borun á háhitasvæðum kemur gufa, gas og vatn upp úr holunum. Í gasinu leynist breinnisteinsvetni sem er […]
Fjölmenni á jólamarkaði í Gónhól

Fjölmenni var á jólamarkaði í Gónhól á Eyrarbakka um helgina. Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng þar með sinni engilblíðu og fallegu rödd og kynnti nýjan hljómdisk. Undirleikari var eiginmaður hennar Vignir Stefánsson. Eyrbekkingar fögnuðu þeim sérlega vel enda er Guðlaug Dröfn Eyrbekkingur að hálfu; dóttir Sigurjónu Sverrisdóttur á Eyrarbakka og Ólafs Þórarinssonar, Labba í Glóru sem […]