Rannsókn lögreglu lokið

Lögreglan á Selfossi lauk í gær rannsókn á rangri andlátsfrétt sem fangi á Litla-Hrauni fékk birta um sprelllifandi samfanga sinn í Morgunblaðinu. Óvíst er hvort fanginn verði ákærður. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir ekki mikið hafa komið út úr rannsókninni. Ekki hafi auglýsingin orðið fanganum að féþúfu, enda enginn lagt inn á reikning […]
Sæðistaka og -útsending gengur vel

Útsending á fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hófst 1. desember s.l. Þátttaka hefur verið góð og hefur ásókn í hrúta verið með jafnara móti. Vel hefur gengið að ná sæði úr flestum hrútanna en þó hefur Þráður frá Hesti brugðist alveg það sem af er og illa hefur gengið með Grána frá Stóru Tjörnum en […]
Bikarleiknum frestað til 20. desember

Leik ÍBV og Stjörnunnar sem fram átti að fara í kvöld í Subwaybikarkeppninni í körfubolta, hefur verið frestað. Ekki reyndist flugfært til Reykjavíkur og komust Garðbæingar því ekki til Eyja. Búið er að finna nýjan leiktíma en liðin munu mætast í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. desember og hefst leikurinn klukkan 13.00. (meira…)
Eyjabúð lokar á morgun

Verslunin Eyjabúð mun hætta starfsemi sinni á morgun, föstudaginn 12. desember klukkan 17.00. Undanfarið hafa vörur verið seldar með afslætti og hefur það gengið mjög vel. Þeir fáu vöruflokkar sem eftir eru, verða seldir með miklum afslætti í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag. Í framhaldi af þessu viljum við þakka viðskiptavinum okkar hlýhug og […]
Stórleikur í körfunni í kvöld

Í kvöld klukkan 19.15 verður stórleikur í körfubolta í Eyjum þegar ÍBV tekur á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum Subway bikarkeppninnar. 2. deildarlið ÍBV hefur aldrei komist jafn langt í keppninni. Eyjamenn hefðu getað verið heppnari með andstæðing sinn, Stjarnan er við botn úrvalsdeildarinnar en gaman hefði verið að fá sterkara úrvalsdeildarlið eða […]
Fimleikafélagið Rán 20 ára

Til þess að halda upp á afmælið ætlum við hjá Rán að halda veglega jóla og afmælissýningu, sunnudaginn 14. desember kl.15.30 þar sem krakkar og þjálfarar koma til með að sýna listir sýnar í fimleikum og dansi. (meira…)
Fyrirlestur í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag 11. desember kl 20:00.

Fyrirlestur í Fjölbrautaskóla Suðurlands 11. desember kl 20:00. Draumurinn varð að veruleika. Þjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson frá Selfossi er á Íslandi um þessar mundir og mun halda fyrirlestur um Ólympíugullið í Peking. Vésteinn fjallar m.a. um uppvaxtarárin á Selfossi, leiðina að gullverðlaunum Gerd Kanters á Ólympíuleikunum í Peking 2008, afreiksheiminn, líf þjálfarans og það að vera […]
Afskipti af átta einstaklingum í vikunni vegna fíkniefnamála

Lögreglumenn höfðu afskipti af átta einstaklingum í vikunni vegna fíkniefnamála. Fíkniefnahundur á Litla Hrauni merkti fíkniefni á konu sem þar kom til að heimsækja fanga. Konan afhenti fíkniefni sem hún hafði geymt innvortis en ætlaði að smygla inn í fangesið. (meira…)
Mokveiði á ufsa útifyrir Suðurlandi

Það hefur verið mok-ufsaveiði úti fyrir Suðurlandi. Lang aflahæsti netabáturinn. Erling KE er nú á landleið , en ufsaaflinn er nú kominn yfir 1000 tonnin á fiskveiðiárinu, sem hefst 1. september. Það er útgerðarfyrirtækið Saltver í Njarðvík sem gerir út Erling. (meira…)
Lífeyrissjóður Vm ekki dýr í rekstri

Í Morgunblaðinu í gær segir að Gildi lífeyrissjóður hafi ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmönnum sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Munu fleiri sjóðir ætla að gera það sama. Kemur fram að forstjórar stærstu lífeyrissjóðanna hafi verið með 20 til 30 milljónir króna í árslaun. Hæstur var forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna með tæpar 30 milljónir […]