�?mögulegt að sjávarútvegurinn lendi í eigu erlendra lánadrottna

Það er engin hætta á því að íslenskar aflaheimildir lendi í eigum erlendra lánadrottna þrátt fyrir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu afar skuldsett og geti hugsanlega farið í gjaldþrot. Þetta sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. (meira…)
Jólaveðurspáin

Þessa þrjá daga sem eru fram að jólum er spáð allmiklum hamagangi í veðrinu um leið og það hlánar. Þrátt fyrir meira og minna S- og SV- hvassviðri fram á jóladag eru það tveir atburðir sem vert er að geta sérstaklega: (meira…)
Sjálfstæðismenn í Árborg vilja skoða einhliða upptöku evru eða dollars

Sjálfstæðismenn í Árborg og sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi vilja að kannað verði til hlítar þann kost að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Þetta kemur fram í ályktun sem fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Árborg og sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi hafa samþykkt. (meira…)
Byggja stækkanlegt knattspyrnuhús

Á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag var m.a. tekið fyrir málefni knattspyrnuhúss en fjöldi tilboða bárust í verkið. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum að samþykkja lægsta tilboð í stækkanlegt hús en byggingafyrirtækið Steini og Olli áttu það að upphæð tæplega 350 milljónir króna. Húsið verður 60×75 metrar með boahvolfþaki úr stáli. (meira…)
Stjarnan of stór biti fyrir Eyjamenn

Leikmenn ÍBV geta gengið stoltir frá leik sínum gegn úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum Subwaybikarkeppninnar í körfubolta en liðin áttust við í Eyjum í dag. Garðbæingar byrjuðu af miklum krafti í leiknum og lögðu grunninn að 90:127 sigri sínum í fyrsta leikhluta. Eftir hann var staðan 13:37, 36 stiga munur en leiknum lauk með […]
Hermann heldur sæti sínu í byrjunarliði Portsmouth

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth sem mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00 í dag. Undanfarna mánuði hefur Hermann mátt þola mikla bekkjarsetu en hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu gegn Heerenveen í vikunni. Hermann nýtti tækifærið vel og átti góðan leik auk þess sem hann skoraði þriðja mark Portsmouth. Tony Adams stjóri Portsmouth hefur […]
Heimsóttu lögguna

Á mánudag fékk lögreglan í Vestmannaeyjum heldur betur skemmtilega heimsókn þegar þau Guðni Davíð og Dagmar Ósk litu við. Heimsóknin byrjaði með því að skoða konfektbirgðir lögreglunnar og fengu nokkrir molar að fara í vasann í nesti en að því loknu var lögreglustöðin skoðuð hátt og lágt. (meira…)
Styrkir til úrbóta í umhverfismálum 2009

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir styrkjum til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Styrkir skiptast sem fyrr í þrjá meginflokka og sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum. Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. (meira…)
Heilsugæsluþjónusta á Eyrarbakka og Stokkseyri lokar

Á undanförnum árum hefur aðsókn í heilsugæsluselin á Eyrarbakka og Stokkseyri dregist verulega saman. Bæði selin eru opin tvo hálfa daga í viku, en hafa verið lokuð í júní til ágúst á hverju ári. Þrátt fyrir að þessi heilsugæslusel séu opin þá hefur aðsókn í þau verið mjög dræm. Íbúar þessara byggðarlaga sækja heilsugæsluþjónustu fyrst […]
Skötu og saltfisksveisla

Skötu og saltfisksveisla í Tryggvaskála á morgun laugardaginn 20 desember kl 12:00 – 15:00 . Allur ágóði rennur til Klúbbsins Stróks á Suðurlandi. . Kiwanisklúbburinn Búrfell og Fiskbúð Suðurlands. (meira…)