Sýking síldarstofnsins hefur veruleg áhrif í Eyjum

Sýking í síldarstofninum hefur veruleg áhrif á síldarvinnslu í landinu. Í Vestmannaeyjum hefur verið dregið úr veiðum og ekki er enn ljóst hvort hægt verður að selja síldina til manneldis. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að þetta þýði tekjutap fyrir fyrirtækið og fólk missi vinnu. (meira…)

Hljóp á snærið hjá Jóni Kr. �?lafssyni á Hvolsvelli

Vestfirðingar á Suðurlandi stóðu fyrir tveimur bókakyningum á Suðurlandi um síðustu helgi. Troðullt var í Bókakaffi á Selfossi og í versluninni Klakki í Vík í Mýrdal. Á heimleiðinni frá Vík á laugardag var komið við í Kaffi Eldstó á Hvolsvelli hjá söngkonunni Guðlaugu Helgu Ingadóttur og Þór Sveinssyni leirkerasmið sem voru með aðventusamkomu. Þar afhenti […]

�?lvaðir menn voru víða til vandræða

Nokkur erill var hjá lögregunni á Selfossi um helgina vegna ölvaðra manna sem voru víða til vandræða. Má nefna mann sem var að hlaupa fyrir bíla á móts við Olís á Arnbergi, mann sem barði og sparkaði í hurð á heilsugæslustöðinni á Selfossi í þeim tilgangi að láta gera að sárum sem hann sagðist hafa […]

Dragnótarafli í desember

Valgerður BA var kominn í efsta sætið og nokkru seinna reiknaði ég Sólborgu RE og hún skaust frammfyrir. Sólborg RE var með 41 tonn í tveimur ferðum. helmingur í gám. Margrét HF er upp um 13 sæti. smábáturinn Tjálfi SU klifrar upp um nokkur sæti. Aðalbjarginar RE eru komnar saman á listann, en þær róa […]

60 til 70% síldarstofnsins sýktur við Suðvesturland

Útbreiðsla ichtiophonus-sýkingar í íslensku síldinni er meiri en talið hafði verið. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins og haft eftir sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun að sérstaklega sé ástandið slæmt við Suðvesturland þar sem sníkillinn hafi lagst á 60-70% stofnsins. (meira…)

Selfoss í undanúrslit bikarkeppninnar

Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Stjörnuna 32:31 í framlengdum leik í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla, Eimskipsbikarnum, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Selfoss er í öðru sæti 1. deildar karla í handboltanum en Stjarnan í 7. og næst neðsta sætinu í efstu deild. Liðin sem eru komin áfram auk Selfoss eru […]

Margrét Lára knattspyrnukona ársins 2008

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2008. Þetta er í fimmta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. […]

Enn hægt að tryggja sér miða á tónleikana í kvöld

Íslensku dívurnar eru komnar til Eyja ásamt góðum gestum, strengjakvartett, fjölda hljóðfæraleikara og félögum úr Skólakór Kársness. Jólatónleikar Frostrósa verða haldnir í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum nú í kvöld kl. 20:00. Tónleikarnir verða í Höllinni. (meira…)

Eyja-aðventukvöld í Seljakirkju

Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu stendur fyrir Eyja-aðventukvöldi í Seljakirkju, Hagaseli 40 í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 11. desember klukkan 20.00. Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, leiðir samveruna. Jólaguðspjallið, jólasaga og söngur við kertaljós. (meira…)

Engin ferð hjá Herjólfi í dag

Farþegaferjan Herjólfur mun ekki sigla í dag en báðar áætlunarferðirnar falla niður vegna viðgerðar. Unnið er að viðgerð á stefnisloku á skipinu og er áætlað að viðgerðinni ljúki í dag. Herjólfur mun því væntanlega sigla samkvæmt áætlun á morgun, miðvikudag. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.