Stal björgunarskipi og sigldi því á brott

Björgunarskipinu Ingibjörgu, sem staðsett er á Höfn í Hornafirði, var stolið í morgun. Skipinu var hins vegar siglt aftur til hafnar eftir að það hafði fengið á sig brot. Um borð var einstaklingur sem er að öllum líkindum búinn að dvelja þar frá því á þriðjudag. Hann virðist á þeim tíma hafa lesið sér til […]
Lítið fannst af loðnu

Loðnu varð einungis vart út af vestanverðu Norðurlandi með landgrunnskantinum frá Kögurgrunni austur að Kolbeinseyjarhrygg í árlegri bergmálsmælingum á loðnu á hafsvæðinu milli Grænlands, Jan Mayen og Íslands ásamt hefðbundnum sjórannsóknum á þessum árstíma. Á þessu svæði var bæði ungloðna og eldri loðna saman í samfelldri gisinni dreif en ekki torfum. Fjöldi eins árs loðnu […]
Vanþakklátt starf

Formenn Drífanda stéttarfélags standa í sérkjarasamningum við Vestmannaeyjabæ. Eru þeir tregir í taumi samkvæmt venju. Það er hrikalega vanþakklátt starf að að vera formaður verkalýðsfélags. Lykilatriðið til að ná árangri í kjaramálum er að félagsmenn standi þétt að baki formönnum félagsins. (meira…)
Tilkynning frá Gleðibankanum

Gleðibankinn ætlar í tilefni jólahátíðarinnar að draga í happadrætti máudaginn 22. desember. Gleðibankafélagar eru hvattir til að nálgast skirteinin sín á Gleðibankaskrifstofuna að Vesturvegi 10. Meðal vinninga er jólakarfa frá Arnóri Bakara, Fiskur frá Godthaab, Gjafakort frá Olís, Pizza frá Pizza 67, Vörur frá Volare og Barnaborg, Ljósmynd frá Sigurgeir ljósmyndara og ýmislegt fleira. (meira…)
Jólakveðja frá Kirkjugerði

Við viljum þakka öllum þeim sem fært hafa okkur leikföng, bækur og fleira sem kemur okkur að góðum notum. Takk fyrir að hugsa hlýtt til okkar. Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. (meira…)
Fjör á Volcano í gær

Það var heldur betur fjör á Volcano Café í gærkvöldi þegar Guns’n Roses Coverband lék fyrir gesti og gangandi. Fullt var út úr dyrum og voru tónleikarnir hreint magnaðir að sögn viðstaddra enda engir aukvisar á ferð í bandinu. Þetta var í fyrsta sinn sem hljómsveit spilar á staðnum og virðist það koma vel út. […]
Ísland er í 16. sæti yfir mestu fiskveiðiþjóðir heims

Heimsaflinn á árinu 2006 nam 92 milljónum tonna og minnkaði um 2,2 milljónir tonna frá árinu 2005 en þá var aflinn 94,2 milljón tonn. Kínverjar veiddu þjóða mest en Íslendingar eru í 16. sæti yfir mestu fiskveiðiþjóðir heims. Perúansjósa er sú fisktegund sem mest var veitt af í heiminum árið 2006, eða rúmar 7 milljónir […]
Fjórði bekkur vel yfir landsmeðaltali

Nú hafa nemendur 4. og 7. bekkjar fengið sendar niðurstöður úr samræmdum prófum. Gaman er að segja frá því að meðaleinkunn nemenda í 4. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja er vel yfir landsmeðaltali bæði í íslensku og stærðfræði. Landsmeðaltalið í íslensku er 6,4 en meðaleinkunnin hér er 6,7. Sú einkunn er einmitt meðaltalseinkunn á Norðurlandi eystra, […]
Sjómannasamningar kynntir á laugardag

Eins og fram hefur komið liggja fyrir samningar milli sjómanna og hins opinbera og bíða samþykktar félagsmanna sjómannasamtaka landsins. Samningarnir verða kynntir hjá sjómannasamtökunum í Eyjum á laugardaginn og eru sjómenn hvattir til að fjölmenna á fundina. (meira…)
Loðnuveiðar í óvissu

Loðnuvertíð eftir áramót er í óvissu. Talið er að loðnustofninn sé í lægð og hefur Hafrannsóknastofnun ekki fundið nægilegt magn af loðnu til þess að mæla með upphafsaflaheimildum á vertíðinni í vetur en henni lýkur venjulega á útmánuðum. (meira…)