Koma að mjög góðum notum

Heilbrigðisstofnunin Vestmanna­eyjum hefur í samstarfi við Hjálpar­stofnun kirkjunnar gefið sjúkrarúm og tækjabúnað til sjúkrahúss í Tansaníu. Tækin og rúmin koma sér vel á vanbúnu sjúkrahúsi úti, eftir að hafa þjónað sínum tilgangi og verið skipt út fyrir nýjan búnað hér heima. (meira…)

Sjómenn og útvegsmenn semja

Nýr kjarasamningur sjómanna og útvegsmanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Samningarnir eru til tveggja ára og gilda til loka árs 2010. Eldri samningar runnu út í maí 2008. (meira…)

�?tifundur við Landsbankann á Selfossi kl. 12:30 á morgun 18. des.

Boðað er til útifundar við Landsbankann á Selfossi á morgun 18. desember klukkan 12:30 Frummælendur verða Elín Björg Jónsdóttir formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Bjarni Harðarson bóksali og fyrrverandi alþingismaður og Sigríður Jónsdóttir kennari og ljóðskáld. Fólk er hvatt til að mæta og mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda, siðleysi útrásarvíkinganna og skuldabyrðum sem séu vegna þessa […]

Vaktin kemur út á föstudag

Jólablað Frétta er nú á leið í búðir og til áskrifenda en blaðið er mjög veglegt, 40 síður og fullt að skemmtilegu efni. Vegna anna í prentsmiðju færist útgáfudagur Vaktarinnar fram á föstudag og verður því síðasta tækifæri verslunareigenda til að koma sínum skilaboðum á framfæri til Eyjamanna fyrir jól. Enn er hægt að taka […]

Herjólfur á einni vél sem bilaði

Herjólfur var vélarvana í um hálfa klukkustun þegar hann var á siglingu frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja í gær. Þar að auki var skipið fjórum og hálfum klukkutíma lengur á ferð sinni fram og til baka frá Eyjum vegna vélabilunar. ,, það var aldrei nein hætta, það var gott í sjóinn og við vorum svo langt […]

Síðasti skiladagur jólapósts 19. desember

Pósturinn minnir á síðasta örugga skiladag sendinga jólakorta og jólapakka innanlands fyrir jólin, 19. desember, svo allt skili sér í tæka tíð fyrir jólin. Síðasti dagur fyrir TNT hraðsendingar til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn 18. desember en 19. desember fyrir TNT hraðsendingar til Evrópu. (meira…)

Búið að selja meira dilkakjöt í ár en allt árið í fyrra

Sala á dilkakjöti í nóvembermánuði 2008 var 40,9% minni en í sama mánuði í fyrra eða 258 tonn samanborið við 436 tonn árið áður. Miðað við sama ársfjórðung og í fyrra (sep-nóv) er um að ræða 10,1% söluaukningu og á síðustu 12 mánuðum hefur sala kindakjöts aukist um 6% samanborið við 12 mánuði þar á […]

Sjálfstæðismenn í Eyjum styðja forystu flokksins

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum lýsir yfir fullu trausti á formann og varaformann flokksins en ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í gær. Þá var einnig ályktað um Evrópusambandið en ráðið harmar að enginn af 14 verkstjórum málefnaflokka landsþings Sjálfstæðisflokksins skuli vera af landsbyggðinni og sömuleiðis harmar fulltrúaráðið þá ákvörðun að fella sjávarútvegsmál undir […]

Samningur um almenningssamgöngur

Í morgun undirrituðu, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis og Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar undir samning við Strætó bs. Markmiðið með samningsgerðinni er að koma á almenningssamgöngum milli Selfoss/Hveragerðis annars vegar og höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Þessi aukna þjónusta í almenningssamgöngum gerir íbúum kleift að spara heimilisbílinn og ferðast með strætó á hagstæðu verði en hann mun fara […]

Meðalverð keilu og ufsa aldrei verið eins hátt

Eins og áður hefur komið fram var meðalverð á mörkuðunum mjög hátt í nóvember. Keila hækkaði mest milli ára. Meðalverð á henni var 130,86 kr/kg sem er 72% hærra en í nóvember 2007. Meðalverð á ufsa var 118,05 sem er 71% hækkun milli ára. Meðalverð á þessum tegundum hefur aldrei verið eins hátt í einum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.