Engin ferð hjá Herjólfi í dag

Farþegaferjan Herjólfur mun ekki sigla í dag en báðar áætlunarferðirnar falla niður vegna viðgerðar. Unnið er að viðgerð á stefnisloku á skipinu og er áætlað að viðgerðinni ljúki í dag. Herjólfur mun því væntanlega sigla samkvæmt áætlun á morgun, miðvikudag. (meira…)

Samantekt vikuna 1. til 8. desember 2008

Í vikunni sem leið voru 4 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu, en sá sem hraðast ók var á 118 km hraða. Dregið hefur úr hraða og umferð en nú er sá tími sem fólk fer að fara langar leiðir til innkaupa. Betra er þá að fara sé hægt og gæta öryggis í umferðinni. […]

Aðalfundur stuðningsmannaklúbbsins í dag

Stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Selfoss heldur aðalfund sinn í dag þriðjudaginn 9. desember í Tíbrá og hefst hann stundvíslega kl 19.30. Farið verður yfir stöðuna og framtíðarhorfur ræddar. Allir fyrrverandi, núverandi og framtíðar félagar velkomnir í létt spjall, kaffi og smákökur. (meira…)

Nóvember: Hæsta meðalverð frá upphafi

Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum í nóvember síðastliðnum er það hæsta í einum mánuði frá upphafi eða 213,13 krónur kílóið. Þetta er í fyrsta skiptið sem verðið fer yfir 200 kr/kg. Áður komst meðalverðið hæst í janúar 2002 en þá var það 195,69 kr/kg. Meðalverð á þorski var 313,78 kr/kg í nýliðnum nóvembermánuði sem er í […]

Ekki refsað þrátt fyrir grófar hótanir

Héraðsdómur Suðurlands tók fyrir í dag mál Barkar Birgissonar sem ákærður var fyrir 14 brot gegn valdsstjórninni. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í alvarlegum hótunum við starfsfólk Litla-Hrauns og ættingja þeirra. Börkur var fundinn sekur fyrir nokkra liði ákærunnar en þrátt fyrir það var honum ekki gerð sérstök refsing. (meira…)

Volcano Café opnar heimasíðu

Veitinga- og skemmtistaðurinn Volcano Café opnaði með pompi og prakt á laugardag. Fjölmargir gestir litu við og var troðið út að dyrum eftir miðnætti. Nú hafa eigendur staðarins opnað heimasíðu þar sem hægt verður að finna myndir og upplýsingar um viðburði á Volcano Café. Auk þess eru þar upplýsingar um viðburði í Höllinni. (meira…)

Í ökkla eða eyra hjá lögreglunni

Það virðist vera annað hvort í ökkla eða eyra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en síðustu vikur hafa verið annasamar í meira lagi. Þó bregður svo við að síðasta vika er mun rólegri. Einn þjófnaður var þó tilkynntur til lögreglu en Garmin staðsetningartæki hafði verið stolið úr bifreið við Miðstræti og óskar lögreglan eftir upplýsingum um […]

Jólahlaðborð á Ströndinni

Tæplega 80 manns sóttu jólahlaðborð laugardaginn 29. nóvember s.l. á Ströndinni v/Víkurskála. Fljótlega varð ljóst að uppselt yrði í matarveisluna. Mýrdalshreppur hefur undanfarin ár boðið fastráðnu starfsfólki sínu á hlaðborð ýmiskonar með villibráðar- jólaívafi. (meira…)

Tíminn bíður ekki

Á árunum 1890-1920 var Eyrarbakki í miklum blóma. Árabátunum fjölgaði mikið og Lefoliverslunin var öflug miðstöð fyrir allt Suðurland. Þegar höfn var byggð í Reykjavík kippti það fótunum undan versluninni. Leofoliverslunin lagði upp laupana en margar aðrar færðust upp að Ölfusárbrú. Eftir sátu útgerðarmenn og verkafólk sem áttu ekkert annað en vinnuafl sitt. Samstaða verkafólksins […]

Rafmagnstruflanir undanfarið sitthvor bilunin

Fyrir helgi urðu Eyjamenn varir við talsverðar rafmagnstruflanir og svo aftur í morgun þegar rafmagn datt út í stuttan tíma. Eins og gefur að skilja eru rafmagnstæki mörg hver viðkvæm fyrir truflunum sem þessum, m.a. tölvur en ein slík bilaði á ritstjórn Eyjafrétta í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá RARIK á Hvolsvelli er um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.