Fjölmenni á jólamarkaði í Gónhól

Fjölmenni var á jólamarkaði í Gónhól á Eyrarbakka um helgina. Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng þar með sinni engilblíðu og fallegu rödd og kynnti nýjan hljómdisk. Undirleikari var eiginmaður hennar Vignir Stefánsson. Eyrbekkingar fögnuðu þeim sérlega vel enda er Guðlaug Dröfn Eyrbekkingur að hálfu; dóttir Sigurjónu Sverrisdóttur á Eyrarbakka og Ólafs Þórarinssonar, Labba í Glóru sem […]
Kvöldsamvera í Selfosskirkju

Í kvöld, sunnudagskvöldið 14. desember kl. 20:00 verður kvöldsamvera í Selfosskirkju. Fyrirbæn, tónlist og kertaljós: Undirbúingur jóla í skugga áfalla. Mikið hefur gengið á í lífi safnaðar og einstaklinga á árinu og því tilefni til að hugleiða uppbyggjandi leiðir til að undirbúa jólahátíðina. Allir velkomnir. (meira…)
Vésteinn Hafsteinsson færði frjálsíþróttadeildinni hálfa milljón

Fimmtudagskvöldið 11. desember síðastliðinn hélt gamall Selfyssingur, Vésteinn Hafsteinsson, skemmtilegan fyrirlestur í sal FSu. Vésteinn hóf íþróttaferil sinn á Selfossi og lagði þar grunninn að glæstum ferli sem kringlukastari og síðar sem þjálfari. Hann keppti á mörgum Ólympíuleikum, en hefur nú síðari ár starfað em þjálfari og verið að skila hverjum kastaranum á fætur öðrum […]
�?jóðlegur fróðleikur á fengitíð

Næsta málstofa LbhÍ verður mánudaginn 15. desember kl. 15:00 á Keldnaholti í Reykjavík. Þar flytur Bjarni Guðmundsson prófessor og forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri erindi sem hann nefnir Þjóðlegur fróðleikur á fengitíð / Um mótun og flæði hugmynda að nýsköpun íslenskra búhátta. LbhÍ eru haldnar tvisvar í mánuði. Þær eru öllum opnar og aðgangur ókeypis. […]
Varamennirnir kláruðu Álftanes
Í dag tók ÍBV á móti Álftanesi í 2. deild karla í körfubolta. Liðin höfðu einu sinni áður mæst í vetur, þá í bikarkeppninni í Vestmannaeyjum þar sem Eyjamenn höfðu betur 80:55. Svo virðist sem leikmenn ÍBV hafi tak á Álftnesingum því lokatölur í dag urðu 82:71. Leikurinn var reyndar í járnum lengst af en […]
Handboltaleikurinn hefst 20.30

Enn á ný þurfti að fresta leik ÍBV og Fjölnis en leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 14.00 í dag. Tímanum var breytt þar sem Fjölnismenn komu með Herjólfi en þar með var sögunni ekki lokið því Herjólfur bilaði og voru Fjölnismenn að koma til Eyja nú fyrir stundu. Leikurinn hefst því klukkan 20.30 […]
Stimpill í stjórnborðsvél fór í Herjólfi

Eins og fram kom á vefnum fyrr í dag er Herjólfur bilaður og féll seinni ferð skipsins niður. Það er þriðja ferðin sem fellur niður á aðeins þremur dögum en þó er ekki um sömu bilunina að ræða. Nú fór stimpill í stjórnborðsvél og munu viðgerðarmenn, sem komu með skipinu frá Þorlákshöfn, laga vélina þannig […]
Engar bætur fyrir skipalyftuna

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á fimmtudaginn greindi formaður ráðsins og hafnarstjóri frá því að engar bætur komi til vegna tjóns sem varð á skipalyftunni fyrir rúmum tveimur árum. Þá brotnaði lyftan þegar verið var að lyfta netabátnum Gandí VE upp með þeim afleiðingum að nokkrir menn féllu í sjóinn, skipið stakkst niður og […]
Herjólfur fer ekki seinni ferð í dag

Seinni ferð Herjólfs fellur niður í dag, laugardag vegna bilunar. Vegna bilunarinnar fer skipið tveimur tímum síðar af stað úr Þorlákshöfn, leggur úr höfn klukkan tvö en ekki tólf að hádegi eins og venja er. Þetta er því þriðja ferðin sem fellur niður vegna bilunar á aðeins fimm dögum. (meira…)
ALLAR HELGAR TIL J�?LA VERÐUR OPIÐ H�?S Í LISTASKÁLANUM

Sjöfn Har myndlistarmaður verður með opið allar helgar fram að jólum Olíumálverk. Myndir unnar á handgerðan pappír með blandaðri tækni. Eftirprentanir (KONUR Í RAMMA). Listaverkakort einnig með jólateksta). Sér unnin gjafakort. Kaffi, piparkökur og kertaljós. (meira…)