Jólamarkaðir, jólatilboð og jólasýning um helgina

Ýmislegt jólalegt verður um að vera á Eyrarbakka helgina 13. og 14. desember. Jólamarkaður verður í Gónhól. Jólasveinninn kemur með pokann sinn, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir kynnir diskinn sinn og syngur með sinni engilblíðu og fallegu rödd. Ekki spillir undirleikur Vignis Stefánssonar fyrir, þau eru stórkostlegt par. Regína verður með sitt Gallerý opið. Rauða Húsið verður […]
Mikill niðurskurður í fjárlagatillögum

Mikill niðurskurður á margvíslegum verkefnum kemur fram í nýbirtum breytingatillögum ríkisstjórnarinnar og meirihluta Fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu um fjárlög 2009. Þannig er t.d. reiknað með að vegaframkvæmdir verði skornar niður um 5,5 milljarða á næsta ári frá því sem fyrirhugað var í fjárlagafrumvarpinu í október og átak í umferðaröryggismálum er slegið af. Öll framlög til […]
Opið hús á dvalarheimilinu Sólvöllum í dag

Opið hús verður á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka í dag föstudaginn 12. desember kl. 17:00 Tilefnið er að ný viðbygging verður tekin í notkun við heimilið. Rekstrarstjórn Sólvalla. (meira…)
Sex útskrifuð af Sóknarbraut Nýsköpunarmiðstöðvar

Í gær voru sex einstaklingar útskrifaðir af Sóknarbraut, námskeiði í stofnun og rekstri fyrirtækja sem haldið var af Impru Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum. Unnið var að viðskiptahugmynd einstaklinganna á námskeiðinu og flestir þeir sem útskrifuðust eru þegar búnir að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd. Haldin var stutt kynning á hverju verkefni fyrir sig í gær […]
�?á snerist lífið um fiskinn

Stebbi Run – annasamir dagar og ögurstundir er heiti nýrrar bókar sem Óskar Þór Karlsson hefur ritað um æviminningar Stefáns Runólfssonar frá Vestmannaeyjum. Stebbi Run var á ferð á Nesvöllum fyrir siðustu helgi þar sem hann las valda kafla úr bókinni en hann dvaldi m.a. í Keflavík á árunum 1962 – 1964 og kynntist helstu […]
Fundur með iðnaðarráðherra

Að frumkvæði framkvæmdanefndar Þjórsársveita var haldinn fundur með iðnaðarráðherra til að upplýsa ráðuneytið um markmið Þjórsársveita og ræða um framtíðarnýtingu orku úr Þjórsá. Ráðherra hlustaði á sjónarmið nefndarinnar sem lagði áherslu á að virkjun krefðist fórna heimamanna og að hagsmunum þeirra yrði að gera hátt undir höfði. (meira…)
Rannsókn lögreglu lokið

Lögreglan á Selfossi lauk í gær rannsókn á rangri andlátsfrétt sem fangi á Litla-Hrauni fékk birta um sprelllifandi samfanga sinn í Morgunblaðinu. Óvíst er hvort fanginn verði ákærður. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir ekki mikið hafa komið út úr rannsókninni. Ekki hafi auglýsingin orðið fanganum að féþúfu, enda enginn lagt inn á reikning […]
Sæðistaka og -útsending gengur vel

Útsending á fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hófst 1. desember s.l. Þátttaka hefur verið góð og hefur ásókn í hrúta verið með jafnara móti. Vel hefur gengið að ná sæði úr flestum hrútanna en þó hefur Þráður frá Hesti brugðist alveg það sem af er og illa hefur gengið með Grána frá Stóru Tjörnum en […]
Bikarleiknum frestað til 20. desember

Leik ÍBV og Stjörnunnar sem fram átti að fara í kvöld í Subwaybikarkeppninni í körfubolta, hefur verið frestað. Ekki reyndist flugfært til Reykjavíkur og komust Garðbæingar því ekki til Eyja. Búið er að finna nýjan leiktíma en liðin munu mætast í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. desember og hefst leikurinn klukkan 13.00. (meira…)
Eyjabúð lokar á morgun

Verslunin Eyjabúð mun hætta starfsemi sinni á morgun, föstudaginn 12. desember klukkan 17.00. Undanfarið hafa vörur verið seldar með afslætti og hefur það gengið mjög vel. Þeir fáu vöruflokkar sem eftir eru, verða seldir með miklum afslætti í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag. Í framhaldi af þessu viljum við þakka viðskiptavinum okkar hlýhug og […]