Stórleikur í körfunni í kvöld

Í kvöld klukkan 19.15 verður stórleikur í körfubolta í Eyjum þegar ÍBV tekur á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum Subway bikarkeppninnar. 2. deildarlið ÍBV hefur aldrei komist jafn langt í keppninni. Eyjamenn hefðu getað verið heppnari með andstæðing sinn, Stjarnan er við botn úrvalsdeildarinnar en gaman hefði verið að fá sterkara úrvalsdeildarlið eða […]
Fimleikafélagið Rán 20 ára

Til þess að halda upp á afmælið ætlum við hjá Rán að halda veglega jóla og afmælissýningu, sunnudaginn 14. desember kl.15.30 þar sem krakkar og þjálfarar koma til með að sýna listir sýnar í fimleikum og dansi. (meira…)
Fyrirlestur í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag 11. desember kl 20:00.

Fyrirlestur í Fjölbrautaskóla Suðurlands 11. desember kl 20:00. Draumurinn varð að veruleika. Þjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson frá Selfossi er á Íslandi um þessar mundir og mun halda fyrirlestur um Ólympíugullið í Peking. Vésteinn fjallar m.a. um uppvaxtarárin á Selfossi, leiðina að gullverðlaunum Gerd Kanters á Ólympíuleikunum í Peking 2008, afreiksheiminn, líf þjálfarans og það að vera […]
Afskipti af átta einstaklingum í vikunni vegna fíkniefnamála

Lögreglumenn höfðu afskipti af átta einstaklingum í vikunni vegna fíkniefnamála. Fíkniefnahundur á Litla Hrauni merkti fíkniefni á konu sem þar kom til að heimsækja fanga. Konan afhenti fíkniefni sem hún hafði geymt innvortis en ætlaði að smygla inn í fangesið. (meira…)
Mokveiði á ufsa útifyrir Suðurlandi

Það hefur verið mok-ufsaveiði úti fyrir Suðurlandi. Lang aflahæsti netabáturinn. Erling KE er nú á landleið , en ufsaaflinn er nú kominn yfir 1000 tonnin á fiskveiðiárinu, sem hefst 1. september. Það er útgerðarfyrirtækið Saltver í Njarðvík sem gerir út Erling. (meira…)
Lífeyrissjóður Vm ekki dýr í rekstri

Í Morgunblaðinu í gær segir að Gildi lífeyrissjóður hafi ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmönnum sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Munu fleiri sjóðir ætla að gera það sama. Kemur fram að forstjórar stærstu lífeyrissjóðanna hafi verið með 20 til 30 milljónir króna í árslaun. Hæstur var forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna með tæpar 30 milljónir […]
Sýking síldarstofnsins hefur veruleg áhrif í Eyjum

Sýking í síldarstofninum hefur veruleg áhrif á síldarvinnslu í landinu. Í Vestmannaeyjum hefur verið dregið úr veiðum og ekki er enn ljóst hvort hægt verður að selja síldina til manneldis. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að þetta þýði tekjutap fyrir fyrirtækið og fólk missi vinnu. (meira…)
Hljóp á snærið hjá Jóni Kr. �?lafssyni á Hvolsvelli

Vestfirðingar á Suðurlandi stóðu fyrir tveimur bókakyningum á Suðurlandi um síðustu helgi. Troðullt var í Bókakaffi á Selfossi og í versluninni Klakki í Vík í Mýrdal. Á heimleiðinni frá Vík á laugardag var komið við í Kaffi Eldstó á Hvolsvelli hjá söngkonunni Guðlaugu Helgu Ingadóttur og Þór Sveinssyni leirkerasmið sem voru með aðventusamkomu. Þar afhenti […]
�?lvaðir menn voru víða til vandræða

Nokkur erill var hjá lögregunni á Selfossi um helgina vegna ölvaðra manna sem voru víða til vandræða. Má nefna mann sem var að hlaupa fyrir bíla á móts við Olís á Arnbergi, mann sem barði og sparkaði í hurð á heilsugæslustöðinni á Selfossi í þeim tilgangi að láta gera að sárum sem hann sagðist hafa […]
Dragnótarafli í desember

Valgerður BA var kominn í efsta sætið og nokkru seinna reiknaði ég Sólborgu RE og hún skaust frammfyrir. Sólborg RE var með 41 tonn í tveimur ferðum. helmingur í gám. Margrét HF er upp um 13 sæti. smábáturinn Tjálfi SU klifrar upp um nokkur sæti. Aðalbjarginar RE eru komnar saman á listann, en þær róa […]