Troðfullt á fundi hjá Árna Johnsen í kvöld í Ráðhúskaffi, �?orlákshöfn

Árni Johnsen, þingmaður, stendur fyrir ellefu atvinnulífsþingum í byggðum Suðurkjördæmis þar sem talað er upp en ekki niður. Fyrsta þingið var í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í kvöld og var troðfullt. Gekk fundarboðið eftir og voru framsögumenn fullir bjartsýni á stöðu mála í Þorlákshöfn. Frummælendur voru: (fleiri myndir undir – meira) (meira…)
22 innbrot og þjófnaðir

Í vikunni var tilkynnt um 22 innbrot og þjófnaði. Þar af var um að ræða innbrot í átta sumarbústaði í Grímsnesi og í Þingvallasveit. Annað voru innbrot í fyrirtæki og í bíla á Selfossi og í Hveragerði. Öll þessi mál eru til rannsóknar og eru lögreglumenn að vinna úr gögnum og vísbendingum sem hafa borist. […]
Jólagjafahandbók Frétta og Vaktarinnar kemur út í kvöld

Vikublöðin Fréttir og Vaktin sameinast í ár um Jólagjafahandbók og verður henni dreift með Fréttum og auk þess dreift í helstu verslanir bæjarins. Í Jóagjafahandbókinni er fullt af skemmtilegu efni, m.a. rætt við unga Eyjamenn um jólin, íbúa af erlendu bergi brotnu og heiðurskonuna Margréti Sigurjónsdóttur sem segist vera mikið jólabarn. (meira…)
Ferðir Herjólfs falla niður 9. desember

Allar ferðir farþegaskipsins Herjólfs falla niður þriðjudaginn 9. desember. Þann dag verður unni að viðgerðum á stefnisloku á skipinu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Ferðir skipsins verða að öðru leyti samkvæmt áætlun. (meira…)
Ichthyophonus hoferi – sníkjudýr í fiskum

Sýking af völdum Ichthyophonus hefur fundist í ýmsum tegundum sjávarfiska. Lengi var talið að hér væri um svepp að ræða, sem að vísu féll ekki inn í flokkunarkerfi annarra þekktra sveppa, en nýjar rannsóknir hafa sýnt að Ichthyophonus er einfrumungur eða svipudýr (Choanoflagellata). (meira…)
Séra Gunnari á Selfossi haldið frá störfum

Biskupsstofa hefur ákveðið að halda séra Gunnari Björnssyni, sóknarpresi á Selfossi, áfram frá embætti en hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og broti gegn barnaverndarlögum í gær. Gunnari var veitt lausn frá embætt tímabundið þegar hann var ákærður en fram kemur í yfirlýsingu að sú ákvörðun gildi þar til endanlegur dómur liggur fyrir. (meira…)
Vinstri grænir orðnir stærstir allra flokka

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mesta fylgi allra stjórnmálaflokka í nóvember samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Þetta kom fram í kvöldfréttum á Rúv nú í kvöld. Ríkisstjórnin hefur ekki verið með minna fylgi síðan árið 1993. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað um 14% milli mánaða og mælist nú um 32%, sem er sama fylgi og Vinstri grænir […]
Árni Johnsen í herferð um Suðurkjördæmið

Árni Johnsen, þingmaður auglýsir í Morgunblaðinu í dag atvinnulífsherferðina Til sóknar í suðri. Um er að ræða ellefu atvinnulífsþing í byggðum Suðurkjördæmis þar sem talað er upp en ekki niður, eins og segir í auglýsingunni. Fyrsta þingið verður í Þorlákshöfn miðvikudaginn 3. des. (meira…)
Áfram fréttaritarar á Selfossi og í Vestmannaeyjum

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hefur Ríkisútvarpið dregið saman seglin, sagt upp fólki, bæði fastráðnu fólki og verktökum. Aðgerðir RÚV hafa þó ekki áhrif á störf fréttaritara á Suðurlandi en Magnús Hlynur Hreiðarsson hefur starfað sem fréttaritari RÚV á Selfossi undanfarin ár og Sighvatur Jónsson, tók við fréttaritarastöðunni í Vestmannaeyjum nú í […]
Vestfirsk bókakynning föstudaginn 5. desember.

Vestfirðingar á Suðurlandi boða til bókakynningar í Bókakaffi á Selfossi föstudaginn 5. desember n.k. kl. 20:30. . Þar verða kynntar og lesið úr þremur af þeim ellefu bókum sem Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út fyrir þessi jól. (meira…)