60 til 70% síldarstofnsins sýktur við Suðvesturland

Útbreiðsla ichtiophonus-sýkingar í íslensku síldinni er meiri en talið hafði verið. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins og haft eftir sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun að sérstaklega sé ástandið slæmt við Suðvesturland þar sem sníkillinn hafi lagst á 60-70% stofnsins. (meira…)

Selfoss í undanúrslit bikarkeppninnar

Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Stjörnuna 32:31 í framlengdum leik í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla, Eimskipsbikarnum, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Selfoss er í öðru sæti 1. deildar karla í handboltanum en Stjarnan í 7. og næst neðsta sætinu í efstu deild. Liðin sem eru komin áfram auk Selfoss eru […]

Margrét Lára knattspyrnukona ársins 2008

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2008. Þetta er í fimmta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. […]

Enn hægt að tryggja sér miða á tónleikana í kvöld

Íslensku dívurnar eru komnar til Eyja ásamt góðum gestum, strengjakvartett, fjölda hljóðfæraleikara og félögum úr Skólakór Kársness. Jólatónleikar Frostrósa verða haldnir í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum nú í kvöld kl. 20:00. Tónleikarnir verða í Höllinni. (meira…)

Eyja-aðventukvöld í Seljakirkju

Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu stendur fyrir Eyja-aðventukvöldi í Seljakirkju, Hagaseli 40 í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 11. desember klukkan 20.00. Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, leiðir samveruna. Jólaguðspjallið, jólasaga og söngur við kertaljós. (meira…)

Engin ferð hjá Herjólfi í dag

Farþegaferjan Herjólfur mun ekki sigla í dag en báðar áætlunarferðirnar falla niður vegna viðgerðar. Unnið er að viðgerð á stefnisloku á skipinu og er áætlað að viðgerðinni ljúki í dag. Herjólfur mun því væntanlega sigla samkvæmt áætlun á morgun, miðvikudag. (meira…)

Samantekt vikuna 1. til 8. desember 2008

Í vikunni sem leið voru 4 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu, en sá sem hraðast ók var á 118 km hraða. Dregið hefur úr hraða og umferð en nú er sá tími sem fólk fer að fara langar leiðir til innkaupa. Betra er þá að fara sé hægt og gæta öryggis í umferðinni. […]

Aðalfundur stuðningsmannaklúbbsins í dag

Stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Selfoss heldur aðalfund sinn í dag þriðjudaginn 9. desember í Tíbrá og hefst hann stundvíslega kl 19.30. Farið verður yfir stöðuna og framtíðarhorfur ræddar. Allir fyrrverandi, núverandi og framtíðar félagar velkomnir í létt spjall, kaffi og smákökur. (meira…)

Nóvember: Hæsta meðalverð frá upphafi

Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum í nóvember síðastliðnum er það hæsta í einum mánuði frá upphafi eða 213,13 krónur kílóið. Þetta er í fyrsta skiptið sem verðið fer yfir 200 kr/kg. Áður komst meðalverðið hæst í janúar 2002 en þá var það 195,69 kr/kg. Meðalverð á þorski var 313,78 kr/kg í nýliðnum nóvembermánuði sem er í […]

Ekki refsað þrátt fyrir grófar hótanir

Héraðsdómur Suðurlands tók fyrir í dag mál Barkar Birgissonar sem ákærður var fyrir 14 brot gegn valdsstjórninni. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í alvarlegum hótunum við starfsfólk Litla-Hrauns og ættingja þeirra. Börkur var fundinn sekur fyrir nokkra liði ákærunnar en þrátt fyrir það var honum ekki gerð sérstök refsing. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.