Ferðir Herjólfs falla niður 9. desember

Allar ferðir farþegaskipsins Herjólfs falla niður þriðjudaginn 9. desember. Þann dag verður unni að viðgerðum á stefnisloku á skipinu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Ferðir skipsins verða að öðru leyti samkvæmt áætlun. (meira…)

Ichthyophonus hoferi – sníkjudýr í fiskum

Sýking af völdum Ichthyophonus hefur fundist í ýmsum tegundum sjávarfiska. Lengi var talið að hér væri um svepp að ræða, sem að vísu féll ekki inn í flokkunarkerfi annarra þekktra sveppa, en nýjar rannsóknir hafa sýnt að Ichthyophonus er einfrumungur eða svipudýr (Choanoflagellata). (meira…)

Séra Gunnari á Selfossi haldið frá störfum

Biskupsstofa hefur ákveðið að halda séra Gunnari Björnssyni, sóknarpresi á Selfossi, áfram frá embætti en hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og broti gegn barnaverndarlögum í gær. Gunnari var veitt lausn frá embætt tímabundið þegar hann var ákærður en fram kemur í yfirlýsingu að sú ákvörðun gildi þar til endanlegur dómur liggur fyrir. (meira…)

Vinstri grænir orðnir stærstir allra flokka

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mesta fylgi allra stjórnmálaflokka í nóvember samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Þetta kom fram í kvöldfréttum á Rúv nú í kvöld. Ríkisstjórnin hefur ekki verið með minna fylgi síðan árið 1993. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað um 14% milli mánaða og mælist nú um 32%, sem er sama fylgi og Vinstri grænir […]

Árni Johnsen í herferð um Suðurkjördæmið

Árni Johnsen, þingmaður auglýsir í Morgunblaðinu í dag atvinnulífsherferðina Til sóknar í suðri. Um er að ræða ellefu atvinnulífsþing í byggðum Suðurkjördæmis þar sem talað er upp en ekki niður, eins og segir í auglýsingunni. Fyrsta þingið verður í Þorlákshöfn miðvikudaginn 3. des. (meira…)

Áfram fréttaritarar á Selfossi og í Vestmannaeyjum

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hefur Ríkisútvarpið dregið saman seglin, sagt upp fólki, bæði fastráðnu fólki og verktökum. Aðgerðir RÚV hafa þó ekki áhrif á störf fréttaritara á Suðurlandi en Magnús Hlynur Hreiðarsson hefur starfað sem fréttaritari RÚV á Selfossi undanfarin ár og Sighvatur Jónsson, tók við fréttaritarastöðunni í Vestmannaeyjum nú í […]

Vestfirsk bókakynning föstudaginn 5. desember.

Vestfirðingar á Suðurlandi boða til bókakynningar í Bókakaffi á Selfossi föstudaginn 5. desember n.k. kl. 20:30. . Þar verða kynntar og lesið úr þremur af þeim ellefu bókum sem Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út fyrir þessi jól. (meira…)

�?lvunar- og hraðakstur við �?lfusárbrú.

Mikill erill var um helgina hjá lögreglunni á Selfossi. Aðfaranótt sunnudags barst lögreglu tilkynning um ölvaðan mann sem væri að fara á bifreið frá Selfossi til Reykjavíkur. Lögreglumenn mættu bifreiðinni á Suðurlandsvegi rétt norðan við Ölfusárbrú. Ökuhraði bifreiðarinnar mældist 110 km þar sem hámarkshraði er 50 km. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og lagði á […]

Samantekt vikuna 24. nóvember til 1. desember 2008

Alls voru 77 mál þessa vikuna á Hvolsvelli. Vikan var okkur mjög góð en engin umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni og getum við öll verið stolt af því. Sérstakt eftirlit var með ölvunarakstri vegna jólahlaðborða og jólaglöggs sem fyrirtæki halda nú um þessar mundir. Góð útkoma var einnig í þeim efnum en enginn var stöðvaður […]

Séra Gunnar Björnsson sýknaður af báðum liðum ákæru

Dómurinn telur að háttsemi ákærða geti ekki talist kynferðislegt áreitni í skilningi 199. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ekki heldur fallist á með ákæruvaldi að ákærði hafi með þessari háttsemi sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað í skilningi 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Verður ákærði því sýknaður af […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.