Segja Heimi ekki fara með rétt mál

Stjórn og meistaraflokksráð Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Heimis Hallgrímssonar, þjálfara ÍBV um vistaskipti Viðars Arnar Kjartanssonar sem fór úr Selfoss í ÍBV á dögunum. Selfyssingar segja Heimi ekki fara með rétt mál þegar hann segist hafa haft samband við föður Viðars 21. október. Reyndar segir Heimir það ekki í yfirlýsingunni heldur að […]
35 tonna tankur fluttur 300 metra

Í morgun hófu verktakar störf við að losa gamlan olíutank sem staðið hefur við Garðaveg síðustu áratugi, gegnt fiskvinnslunni Eyjaberg. Það er Fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðvarinnar sem ætlar að nýta tankinn sem verið er að flytja á nýtt athafnasvæði verksmiðjunnar aðeins um 300 metrum frá þar sem tankurinn stóð áður. Þrátt fyrir það þarf stórvirkar vinnuvélar við […]
Hafró beitir skyndilokun á síldveiðar

Enn eitt reiðarslagið dundi á síldveiðiflotanum í gærkvöldi þegar Hafrannsóknarstofnun beitti skyndilokun á stóru svæði í sunnanverðum Faxaflóa, út af Njarðvík og Keflavík, og einnig skyndilokun á síldveiðisvæðinu við Vestmannaeyjar, þar sem skip voru farin að fá stór köst. (meira…)
Næstu bændafundir á Suðurlandi

Við minnum á næstu fundi í bændafundaferð Bændasamtakanna undir yfirskriftinni „Treystum á landbúnaðinn”. Þeir verða haldnir sem hér segir: 2. desember, þriðjudagurNýheimar, Höfn í Hornafirði, kl. 13:30 3. desember, miðvikudagur Heimaland, Rangárþingi eystra, kl. 13:30. Þingborg, Árnessýsla, kl. 20:30. Frummælendur á fundunum verða formaður og framkvæmdastjóri BÍ ásamt stjórnarmönnum samtakanna. (meira…)
Framleiðsla og sala búvara í október

Framleiðsla á kjöti í október var 2,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um 31,4% minni framleiðslu á alifuglakjöti og síðan 9,6% samdrátt í nautakjötsframleiðslu. Síðastliðna tólf mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 2%. Sala á kjöti var 10,1% meiri í október en í sama mánuði í fyrra. Langmest munar […]
Síldarsjúkdómurinn gæti verið jákvætt tákn

Í gær bárust fréttir af því að sjúkdómur herjaði á síldina, allt virðist vera í miklum voða núna, ríkisstjórnin fer á taugum og menn skjóta á neyðarfundum. Það fyrsta sem mér datt í hug var að nú væri síldarstofninn að stækka, en venjan er að við aukinn þéttleika fiska aukist sjúkdómar. (meira…)
Kirkjufyllir á aðventukvöldi og séra Sveini tekið fagnandi

Kirkjufyllir var á aðventukvöldi í Eyrarbakkakirkju í kvöld. Þar vann séra Sveinn Valgeirsson, hinn nýi prestur í Eyrarbakkaprestakalli, sín fyrstu prestverk í kirkjunni er hann flutti jólahugvekju og stjórnaði aðventusamkomunni. Sameiginlegur kór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna söng ásamt barnakór og einsöngvurum. Þá sungu feðginin á Eyrarbakka þau Karen Dröfn Hafþórsdóttir og Hafþór Gestsson tvísöng. Fleiri myndir […]
Dolli pípari sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ

Adolf Óskarsson íþróttafrömuður úr Vestmannaeyjum var á 80 ára afmæli sínu, 30. nóvember sl., sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir framúrskarandi framlag í þágu íþróttahreyfingarinnar. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ afhenti Adolf Heiðurskrossinn í afmælissamsæti sem haldið var honum til heiðurs á Hrafnistu. (meira…)
Mörg dæmi um árekstra hvala og skipa

Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í apríl voru lagðar fram upplýsingar um 763 tilvik þar sem hvalir höfðu orðið fyrir skipum. Mikil aukning slíkra tilvika hefur orðið eftir miðja síðustu öld og virðist fara annars vegar saman við aukinn hraða skipa sem og aukningu siglinga. (meira…)
Brotist inn í félagsheimilið og skrúfað frá vatni

Að vanda var í nógu að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en meðal annars þurfti í tvígang að bregðast við vegna innbrota. Í annað skiptið var brotist inn í félagsheimilið og skrúfað frá vatni en litlar skemmdir urðu á húsnæðinu. Auk þess kom upp eitt fíkniefnamál í vikunni en stúlka var handtekin við komuna til […]