Stöndum vörð um velferðina

Alþjóðlega fjármálakreppan hefur leikið Ísland grátt. Stærri gjaldeyriskreppa en áður hefur þekkst herjar nú líka á þjóðina. Grunngildi jafnaðarstefnunnar um jöfnuð, réttlæti og sanngirni hafa aldrei verið mikilvægari en nú þegar hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur beðið skipbrot. Öflugt eftirlit opinberra aðila er nauðsynlegt aðhald fyrir hinn frjálsa markað sem og skýrt regluverk. Fyrir því hafa jafnaðarmenn […]
Kvarnast úr Heimaey

Hulda Sigurðardóttir, glöggur lesandi Eyjafrétta sendi ritstjórn mynd og texta þar sem hún bendir á sprungu sem myndast hefur við tangann neðan við Stórhöfða. Sprungan sést vel frá veginum um leið og komið er niður úr höfðanum, við vegrið sem þar er og rétt að benda fólki á að fara varlega um þessar slóðir. (meira…)
Sr. Sveinn Valgeirsson kominn til þjónustu

Séra Sveinn Valgeirsson hinn nýi prestur í Eyrarbakkaprestakalli er kominn til starfa. Hann flytur jólahugvekju í Eyrarbakkakirkju á aðventukvöldi í dag 1. desember kl. 20:00 þar sem sameiginlegur kór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna syngur ásamt barnakór og einsöngvurum. Sambærilegt aðventukvöld verður haldið í Stokkseyrarkirkju á morgun þriðjudaginn 2. desember kl. 20:00 (meira…)
Jólahlaðborð starfsmanna

Starfsmenn í Flóahreppi tóku sig saman og fóru á jólahlaðborð í Skíðaskálanum Hveradal, föstudaginn 28. nóvember s.l. Þetta var í fyrsta en örugglega ekki síðasta skipti sem starfsmenn fara saman út að borða í upphafi aðventunnar. Myndir frá jólahlaðborði má sjá í myndasafni. www.floahreppur.is/ljosmyndir/gallery.asp?categoryid=58 (meira…)
SÍS vill rannsókn á Gift

AÐALFUNDUR Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem fram fór á Hótel Loftleiðum á föstudag, samþykkti að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málefni Giftar fjárfestingarfélags, sem stofnað var um skuldbindingar Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga í júní í fyrra. Samvinnusjóðurinn hefði orðið stærsti hluthafinn Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu eru skuldir félagsins nú á þriðja […]
Selfyssingar vissu vel af viðræðum við Viðar

Gunnlaugur Jónsson, nýráðinn þjálfari 1. deildarliðs Selfoss gagnrýndi vinnubrögð ÍBV harðlega í viðtali á Fótbolti.net í vikulok og sagði m.a. að Eyjamenn hefðu haft uppi óheiðaleg vinnubrögð og segir Selfyssinga ekkert hafa vitað af undirskrift Viðars Kjartanssonar sem gekk í raðir ÍBV frá Selfossi. Nú hefur Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV svarað Gunnlaugi þar sem hann […]
Opnun Ungmennahúss í Árborg

Í tilefni 10 ára afmælis Sveitarfélagsins Árborgar, opnunar Ungmennahúss og stofnunar Ungmennaráðs Árborgar verður haldinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Árborgar og Ungmennaráðs Árborgar í Ráðhúsinu á morgun mánudaginn 1. des kl 17:00. Á fundinum verða til umræðu málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að loknum hátíðarfundinum fer fram formleg opnun Ungmennahúss í húsnæði þess að Austurvegi 2 (Pakkhúsið). […]
Mökkinn leggur á haf út

Þessi athyglisverða MODIS-mynd sem tekin var í gær, 28. nóvember kl. 13:10 sýnir svo ekki verður um villst afleiðingar allhvassrar N -áttarinnar. Það leggur greinilegan sandmökk langt suður af landinu. Strókarnir eða taumarnir vísa á uppruna s.s. á Mýrdalssandi. Takið eftir einum þeim skýrasta austur af Heimaey. Hann virðist án tengingar við land, en líklega […]
Einleikur um Gísla Súrsson

Á morgun mánudaginnn 1. desember, fullveldisdaginn, verður boðið frítt á leiksýningu í Félagsheimilinu í Árnesi kl. 19:30. Um er að ræða einleikinn Gísla Súrsson sem Elfar Logi Hannesson í Kómedíuleikhúsina á Ísafirði flytur. Hann samdi verkið ásamt leikstjóranum Jóni Stefáni Kristjánssyni. Það er áhugahópur um Þjórsárdal sem stendur fyrir sýningunni og kynnir með þessu hetju […]
Aðventusamkoma verður haldin í félagsheimilinu Leikskálum

Aðventusamkoma verður haldin í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í dag sunnudaginn 30. nóvember kl. 16:00. Samkoman er samstarfsverkefni allra skóla og sókna í Mýrdal. Sérstakir gestir verða félagar í kirkjukórum, organisti og sóknarprestur Kirkjubæjarklaustursprestakalls. Í lok samkomunnar verða tendruð ljós á jólatré Mýrdælinga. (meira…)