Hagyrðingar hittast í Aratungu

Hagyrðingakvöld verður haldið í Aratungu í kvöld kl. 21. Þar koma fram Sigrún Haraldsdóttir húnvetningur og hestakona, Jón Ingvar Jónsson hugbúnaðarfræðingur hjá Hafró, Séra Hjálmar Jónsson, Jón Kristjánsson fv. ráðherra og Sigurjón V. Jónsson frá Skollagróf. Stjórnandi verður Ólafur G. Einarsson fv. ráðherra og forseti Alþingis. Allur ágóði rennur til líknarmála (meira…)
Ferjusmíði boðin út þegar betur árar

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að hætt skuli frekari samningaviðræðum við þýsku skipasmíðastöðina Fassmer um smíði nýs Herjólfs og stöðinni tilkynnt að tilboði hennar yrði ekki tekið. Ástæðan eru aðstæður í efnahagslífi landsins. (meira…)
Hljómsveitin Karma á Kringlukránni um helgina

Meistarar sveitaballa á Suðurlandi, Hljómsveitin Karma, leggja malbik undir dekk og verða með dansleiki á Kringlukránni í Reykjavík um helgina. Sem nauðsynlegan undirbúning fyrir höfuðborgarferðina fór Hróbjartur Eyjólfsson, bassaleikari og söngvari Karma, í klippingu til Kjartans Björnssonar á Selfossi. Er Hróbjartur nú klár í slaginn og þarf aðeins að ausa sig Kölnarvatni áður en hann […]
Sungið fyrir Ásu Torfadóttur

Laugardaginn 8. nóvember fór Sönghópur ÁtVR (Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu) í heimsókn til Ásu Torfadóttur á Grund við Hringbraut. Þar sungum þau Eyjalög fyrir Ásu og annað heimilisfólk í eftirmiðdagskaffinu. (meira…)
Friðrik Sigurðsson ÁR með 100 tonn

Friðrik Sigurðsson ÁR 17 frá Þorlákshöfn gerði sér lítið fyrir og kom með tæp 101 tonn að landi og af því var ufsi rúm 97 tonn. Að netabátur nái yfir 100 tonn í löndun er mjög sjaldgjæft. En það eru til dæmi um 100 tonna róðra á einum degi á vetrarvertíð. Þessi róður er eftir […]
Hafsteinn styrkir heimaleikinn við Gróttu sem fram fer í kvöld

Okkar ágæti heiðursfélagi Hafsteinn Þorvaldsson tók sig til og styrkti næsta heimaleik Selfoss í handboltanum með 30.000 kr. framlagi. Framlagið nýtist til að kaupa 40 miða sem verða gefnir og greiða stærstan hluta auglýsingakostnaðar vegna leiksins. Hafsteinn sýnir þarna stórhug sinn í verki og kemur styrkurinn að góðum notum. (meira…)
Gleðibankinn opinn

Heimaey – þjónustuver hefur ákveðið að opna banka Eyjamanna, Gleðibankann. Markmið félaga í GLEÐIBANKANUM er að skapa jákvætt hugarfar, bjartsýni og trú á samfélagi Eyjanna. Til að gerast hluthafi leggur þú inn nafn þitt í félagatal Gleðibankans. Það gerir þú með því að koma við á skrifstofu Heimaeyjar sem er að Vesturvegi 10. Þar færð […]
Frábær “Fýlaveisla”

Blásið var til fýlaveislu hjá rekstraraðilum Víkurskála um síðastliðna helgi. Til stóð að hafa veisluna á Ströndinni v/Víkurskála en fljótlega varð ljóst að einn salur dugði ekki til og var einnig borðað í veitingasal Víkurskála.Að auki þurfti að hætta að taka við pöntunum þar sem ljóst var að uppselt væri í veisluna. Allt útlit er […]
Niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni

Tólf starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa misst vinnuna frá því um miðjan september. Þar á meðal eru 3 sjómenn og 2 flugvirkjar. Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, segir niðurskurð nauðsynlegan enda hafi kostnaður aukist vegna falls krónunnar. Hann fullyrðir að uppsagnirnar skerði ekki viðbúnað en um 180 manns starfa hjá Gæslunni. (meira…)
Herjólfur þarf að fara aftur í þurrkví

Nú er ljóst að farþegaskipið Herjólfur verður að fara aftur í flotkví en aðeins er mánuður síðan að skipið kom úr reglubundnu viðhaldi í þurrkvínni á Akureyri. Bilun í öðrum af tveimur veltiuggum gerir það að verkum að taka verður skipið upp á næstunni. Herjólfur mun þó halda uppi reglubundnum siglingum milli lands og Eyja […]