8. bekkur í Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kennsla verði fyrir 8. bekk í Flóaskóla frá haustinu 2009 en í dag er unglingum sveitarfélagsins í 8. – 10. bekk kennt í Vallaskóla, Árborg samkvæmt samningi milli Flóahrepps og Árborgar. Reiknað er með að kennsla 8. bekkjar fari að mestu leyti fram í félagsheimilinu Þjórsárveri næsta skólaár. . (meira…)
Selfoss með gull og brons á seinni degi haustmóts í hópfimleikum

Selfoss vann gull í samanlögðum stigum á haustmóti FSÍ í flokki 9-12 ára. Seinni dagur keppni á haustmóti Fimleikasambandsins fór fram í Ásgarði í Garabæ á dögunum og var keppt eftir landsreglum. Selfoss átti 5 lið af 14 liðum skráð til leiks í þessum flokki. Allir hóparnir stóðu sig mjög vel og voru dugleg að […]
Sóprandívur á Tónum við hafið annað kvöld

Á morgun sunnudaginn 23. nóvember verða þriðju tónleikar Tóna við hafið á þessum vetri. Tónleikarnir verða í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss og hefjast klukkan 20:00 Að þessu sinni koma til okkar þrjár feikilega góðar sópransöngkonur ásamt píanóundirleikara, sem hafa sett saman létta skemmtidagskrá með úrvali laga úr söngleikjum og óperum auk vel þekktra dægurlaga. Ekki missa […]
Netabátar í nóvember

Það er fremur rólegt á þessum lista. Magnús SH kom reyndar með tæp 10 tonn að landi. Þorleifur EA var með 14 tonn í 3 ferðum og kom mest með 9.4 tonn. Nýtt nafn er komið á Portland VE og er það nafnið Sægrímur GK útgerðaraðili Svartibakki. Sægrímur GK rær núna frá Snæfellsnesi og er […]
Eyjamenn lögðu �?rótt með ellefu mörkum

Í dag áttust við ÍBV og Þróttur í 1. deild karla en leikur liðanna fór fram á heimavelli Þróttara í Laugardalshöll. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum, ÍBV var fyrir leikinn með fjögur stig en Þróttur ekkert en tvö af þessum fjórum stigum Eyjamanna komu í sigri á Þrótturum. En í leiknum í dag voru […]
DVD diskur þar sem Margrét Lára kennir trixin

Út er kominn DVD diskurinn ,,Trixin í takkaskónum, þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir fer yfir helstu grunnatriði fótboltans. Diskurinn er samstarfsverkefni Margrétar Láru og Elísabetar Gunnarsdóttur fyrrverandi þjálfara hennar hjá Val.” (meira…)
Selfoss lagði ÍR í toppslag

SELFYSSINGAR hrósuðu sigri gegn ÍR-ingum, 30:31, þegar liðin áttust við í toppslag í 1. deild karla í handknattleik í Austurbergi í gærkvöld. Selfyssingar höfðu yfir í hálfleik, 15:13, og eftir sigur liðsins eru Grótta, Selfoss og ÍR efst og jöfn með 14 stig en þar á eftir koma Haukar B og Afturelding með 10 stig. […]
Dómar á sæðingahrútum

Eins og flestir þeir sem skoðað hafa nýju hrútaskrána hafa rekið augun í eru einstaklingsdómar hrútanna ekki birtir þar. Fyrir því eru góð og gild rök en eigi að síður sakna margir þess að hafa ekki dómana til upplýsingar við val á sæðingahrútum. Til þess að mæta þeim óskum hafa dómar hrútanna nú verið teknir […]
�?rír grunaðir um að hafa brotist inn í bíla

Þrír menn gista nú fangaklefa í Vestmannaeyjum. Voru þeir handteknir vegna gruns um að hafa verið að fara inn í bíla í leit að verðmætum. Eigandi einnar bifreiðarinnar varð var við grunsamlegar mannaferðir og hafði samband við lögreglu sem handtók mennina. Grunur leikur á að mennirnir hafi farið inn í fleiri bíla og er vitað […]
Söngskemmtun í Aratungu laugardag 22. nóvember

Vörðukórinn og Sönghópurinn Veirurnar verða með tónleikar laugardagskvöldið 22. nóvember kl. 20:30 í Aratungu. Sönghópurinn Veirurnar samanstendur af söngfóki úr Skagafirði og af Suðurlandi. Söngstjóri er Guðbjörg R. Tryggvadóttir. Vörðukórinn er skipaður söngfólki úr uppsveitum Árnessýslu. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir og undirleikari er Stefán Þorleifsson. Fjölbreytt og lífleg efnisskrá. Aðgangseyrir: kr. 1500 (meira…)