Fylgist með ferðum hnúfubaks með gervitunglasendi

Í haust hefur Hafrannsóknastofnunin staðið fyrir tilraunum til að merkja hvali með gervitunglasendum. Markmið verkefnisins er að kanna ferðir hrefnu og annarra skíðishvala við landið og far þeirra frá íslenskum hafsvæðum á haustin. Merktir voru fjórir hvalir í Eyjafirði og hafa fengist upplýsingar um ferðir þriggja þeirra. (meira…)

Krossfesting, steinakast og galdrabrennur

FÁTT er fyrir mér óskiljanlegra en mótmæli gegn Davíð Oddssyni. Ekki það að hann sé fullkominn frekar en við hin, en að mótmæla honum minnir mig einna helst á krossfestingu forðum daga. Davíð Oddsson á heiður skilið fyrir að hafa leitt þessa þjóð frá höftum til frelsis, frá fátækt til allsnægta. Hvort frelsið hefur verið […]

�?jónustugæði í ferðaþjónustu

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur nú sett á vefinn nýtt vefnám um þjónustugæði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og starfsmenn þeirra. Að ýmsu þarf að huga þegar grunnur er lagður að rekstri fyrirtækja og eitt af því allra mikilvægasta eru þjónustugæði. Vefnám Impru í þjónustugæðum í ferðaþjónustu fjallar um grundvallaratriði þjónustugæða á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt. (meira…)

ESB-aðild verri en kreppan

Gangi Ísland í Evrópusambandið verður hægt að afskrifa sumar búgreinar segir Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sauðfjárræktin stæði einna skást ef til ESB-aðildar kæmi. Hann segir efnahagskreppu landsins smámál miðað við inngöngu í Evrópusambandið. Sigurgeir sagði að ESB-aðild þýddi mikla launalækkun hjá bændum, finnskir bændur hefðu t.d. lækkað um 45% í launum við inngöngu í […]

Sterkir pólar ráða veðrinu næstu tvær vikur

Svo er að sjá að nú séu að verða glögg umskipti í þeirri stóru mynd sem ræður veðurfarinu við norðanvert Atlantshafi og í Evrópu. Það sem er að gerast er nokkurn veginn svohljóðandi: (meira…)

Tekinn átta sinnum á rúmum þremur mánuðum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun mann á þrítugsaldri til greiðslu 950 þúsund króna í sekt og svipti hann ökuleyfi í 3 ár og tíu mánuði fyrir ítrekaðan akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var tekinn átta sinnum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna á rúmlega þriggja mánaða tímabili eða frá 22. mars 2008 til 4. júlí […]

Orðin leiðtogi Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi

Helga Sigrún Harðardóttir úr Njarðvíkum er heldur betur í rússibanaferðalagi innan Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hún kom inn sem varamaður Bjarna Harðarsonnar, þegar hann sagði af sér þingmennsku fyrir réttri viku. Nú viku síðar er hún orðinn leiðtogi Framsóknarmanna í kjördæminu í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í gær. (meira…)

Aflaverðmæti eykst um 7,9% á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2008 samanborið við 58,5 milljarða á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 4,6 milljarða eða 7,9% á milli ára. Aflaverðmæti í ágúst nam 8,9 milljörðum miðað við 6,2 milljarða í ágúst 2007. Aflaverðmæti botnfisks janúar til ágúst 2008 nam 44,4 milljörðum […]

Íþróttavakning – 3 km ganga

Miðvikudaginn 12. nóvember s.l. hófst verkefnið „Íþróttavakning í framhaldsskólum“. Eitt aðalmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að taka ábyrgð á eigin heilsu og stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Nemendur og kennarar FSu fóru út á íþróttavöll og gerðu þar nokkrar upphitunaræfingar að kínverskum hætti undir forystu þeirra Kínafara Guðfinnu Gunnarsdóttur og Lárusar Ágústs Bragasonar. (meira…)

Farsældar frón

Daginn sem ég sagði af mér þingmennsku ákvað ég að koma á prent bókarskræðu sem ég var byrjaður að öngla í á síðasta vetri. Var búinn að salta hana til síðari tíma. Þetta er greinasafn frá síðastliðnum árum sem ég svo bæti með smá játningakafla þar sem ég játa nokkrar yfirsjónir (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.