Keypti eigin bílvél sem var stolið

Lögreglan í Árnessýslu rannsakar nú óvenjulegt þjófnaðarmál sem snýst um það að maður í Hveragerði keypti nýverið notaða bílvél, sem reyndist vera sama vélin og stolið var frá honum fyrir nokkrum árum. Þetta kom í ljós eftir að kaupin voru gerð og seljandinn eða þjófurinn var á bak og burt með andvirði þýfisins. Haft verður […]
Ný kapella vígð á HSu á Selfossi

Þann 16. nóvember s.l. var vígð ný kapella í Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Hin nýja kapella er í nýbyggingu stofnunarinnar, en 1. áfangi hennar var tekinn í notkun í byrjun þessa árs. Fyrir rúmu ári var eldri kapellu stofnunarinnar tekin úr notkun vegna tengingar eldri og nýrri byggingar. Síðan hefur verið unnið að tengingu gömlu […]
Ramm hf. hættir við smíði tveggja flakafrystitogara í Noregi

Rammi hf. í Fjallabyggð hefur hætt við smíði tveggja flakafrystitogara sem samið hafði verið um smíði á við Solstrand í Noregi þar sem skipasmíðastöðin stefnir í þrot, að því er Unnar Már Pétursson, fjármálastjóri Ramma hf., sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Rammi hf. samdi um smíði skipanna 16. júní 2006. Þá kom fram að […]
Bjarni Harðarson svartsýnn á framtíð flokksins

Til hamingju Valgerður Sverrisdóttir með að vera orðinn formaður Framsóknarflokksins,“ segir Bjarni Harðason á heimasíðu sinni í dag. Bjarni segir að líkurnar að flokkurinn nái flugi eftir atburði dagsins séu minni en áður. „Líklega er það rétt hjá Guðna að eftirláta flokkinn því fólki sem hefur nú um langt skeið beitt öllum meðulum til að […]
Logandi flugeldi kastað inn í anddyri lögreglustöðvarinnar

Logandi flugeldi var kastað inn í anddyri lögreglustöðvarinnar um kl. 01:20 aðfaranótt sunnudags. Talið er að um stóran flugeld hafi verið að ræða um 1½ tomma. Prikið hafði verið brotið af. Flugeldurinn sveimaði um anddyrið þar til hann sprakk. Mikill reykur varð af þessu auk þess sem stólar sem þarna voru skemmdust. (meira…)
Tekur rúmt hálft ár að fá varahluti í Herjólf

Nú hefur komið í ljós að rúmt hálft ár tekur að fá varahluti í Herjólf eða um 34 vikur en eins og áður hefur komið fram er annar jafnvægisugginn bilaður eftir að aðskotahlutur fór í hann í síðustu viku. Skipta þarf um uggann að verulegu eða öllu leyti. Endanleg tímasetning á afhendingu varahluta í uggann […]
Tekinn í annað sinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið vegna enda ýmis verkefni sem rata inn á borð lögreglunnar Má m.a. nefna aðstoð við að koma fólki til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar, afskipti af fólki vegna ónæðis ofl. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en að kvöldi sl. fimmtudag voru tveir […]
Guðni segir af sér þingmennsku

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tilkynnti þetta í upphafi þingfundar í dag. Guðni var landbúnaðarráðherra frá 1999 til 2007. Varaformaður Framsóknarflokksins frá 2001 og formaður Framsóknarflokksins frá 2007. Sturla þakkaði Guðna fyrir góð störf og sagði að hann hefði sett svip sinn á Alþingi lengi. […]
Fyrsta skóflustungan tekin að nýju útisvæði við sundlaugina

Skömmu eftir hádegi í dag var tekin skóflustunga að nýju og glæsilegu útisvæði við sundlaug Vestmannaeyja. Búið er að fullhanna svæðið og verða m.a. tvær stórar rennibrautir á svæðinu, tvær vaðlaugar, þrír heitir pottar og sérstök barnarennibraut. Svæðið verður allt hannað með sögu Vestmannaeyja og verður eldfjall á útisvæðinu. (meira…)
Samgöngur, kvótinn og fundur með FF

Það er alveg með ólíkindum, þessi sending sem við eyjamenn vorum að fá frá ríkisstjórninni um að smíði nýrrar ferju sé frestað um óákveðinn tíma, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að í ríkisstjórnarmeirihlutanum sitji núna þeir tveir þingmenn, sem ættaðir eru úr eyjum og í raun og veru er ótrúlegt að hugsa til […]