Mikið stuð þegar haldið var upp á dag íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var í gær, sunnudaginn 16. nóvember. Í dag höldum við upp á daginn hér á Kirkjugerði með sýningu starfsfólks á leikritinu um Búkollu sem er orðin hefð hjá okkur. Alltaf sama stuðið og ekki gott að segja hvort börnin eða starfsfólk skemmtir sér betur. Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, […]
Vel heppnað málþing um Sigurjón �?lafsson myndhöggvara frá Eyrarbakka

Í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu listamannsins Sigurjóns Ólafssonar frá Eyrarbakka efndi Listasafn Árnesinga til vel heppnaðs málþings honum til heiðurs í gær, 16. nóv. á degi íslenskrar tungu, í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Stjórnandi málþingsins var Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. (meira…)
Hæsta meðalverð á þorski á mánuði hingað til

Meðalverð á þorski í október síðastliðnum var kr. 298,01 sem er hæsta meðalverð á þorski í einum mánuði sem sést hefur á íslenskum fiskmörkuðum. Meðalverð á slægðum þorski var kr. 316,95, en óslægðum 289,6. Steinbítur hefur hækkað um hvorki meira né minna en 74% á milli októbermánaða. Í október 2008 var meðalverðið kr. 279,87, en […]
Síldarkvóti eykst um 25%

Ísland fær að veiða 238 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Á þessu ári var kvóti Íslands 189.930 tonn. Þetta er því um 25% aukning á milli ára. Stofninn stendur mjög vel um þessar mundir og ákvað Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndin, NEAFC, að heildaraflamark fyrir árið 2009 verði 1.643.000 tonn, samkvæmt frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. […]
�?ldungaráðið á Stokkseyri á hátíðarfundi í morgun

Öldungaráðið á Stokkseyri hélt hátíðarfund í Shell-skálanum á Stokkseyri í morgun 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Lýstu menn sem fyrr mikilli aðdáun á afmælisbörnum dagsins þeim Jónasi Hallgrímssyni fæddur 1807 og Jóni Sveinssyni, Nonna, sem fæddur var 1857. Þá voru rædd málefni Seðlabanka Íslands, framhald fyrri funda: (meira…)
Hrútaskrá veturinn 2008-2009

Ný hrútaskrá fyrir veturinn 2008-2009 hefur litið dagsins ljós. Skráin er farin í prentun og kemur að öllu óbreyttu út í byrjun næstu viku. Hrútaskráin er einnig birt á vefsíðu Búnaðarsambands Suðurlands eins og verið hefur og á fleiri vefsíðum. Uppfærsla á henni er á lokastigi. Í hrútaskrá þessa vetrar eru samtals 47 hrútar, 24 […]
Fjölmiðlar í heljargreipum eigenda sinna

Seðlabankastjóri, Davíð Oddson, kom inn á útrás Íslendinga í erindi sínu á fundi Viðskiptaráðs í morgun og þau viðvörunarorð sem hann hafði um fylgifiska hennar í gegnum tíðina. Hann vísaði til orða sinna á fundum undanfarna tólf mánuði og að lítt hafi verið hlustað á þessi viðvörunarorð. Spurði Davíð að því hvort það hefði verið […]
Málþing í dag um Sigurjón �?lafsson myndhöggvara frá Eyrarbakka

Í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu listamannsins Sigurjóns Ólafssonar efnir Listasafn Árnesinga til málþings honum til heiðurs í dag, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14:00 í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, ræðir um verk eftir Sigurjón í opinberu rými og mun hann sérstaklega fjalla um þau verk sem staðsett eru […]
Foreldrafélagið færði gjöf frá Sólheimum í Grímsnesi.

Föstudaginn 7.nóvember s.l. kom foreldrafélag leikskólans Brimvers á Eyrarbakka með gjöf frá Sólheimum í Grímsnesi og var það lítið fallegt jolatré sem var gróðursett með pompi og prakt eftir hádegi þann dag á hringtorgseyjunni fyrir framan leikskólann. Allir komu saman og hjálpuðust að við gróðursettninguna. Ákveðið var að allir mundu hlúa vel að trénu og […]
Dragnót í nóvember

Það eru heldur betur miklar breytingar núna á listanum. Hásteinn ÁR fer úr því 12 og í efsta. Steinunn SH sem rær frá Bolungarvík og kom með 31 tonn í sinni fyrstu ferð þar kemur beint inn í sæti númer 3. Matthías SH er kominn á Patreksfjörð. og eitthvað segir að hann sé að koma […]