Bjarni Hólm til Danmerkur

Bjarni Hólm Aðal­steinsson leikmaður Meistara­flokks ÍBV í knatt­spyrnu mun á næstu dögum fara til Danmerkur til þess að skoða aðstæður hjá 2.deilar liðinu FC Fyn. Félagið situr sem stendur í öðru sæti deild­arinnar með 24 stig og er í mikilli baráttu um að komast upp. Bjarni spilaði 21 leik með ÍBV í sumar og skoraði […]

Litlu munaði að illa færi

Um klukkan hálf sjö í morgun var björgunarbáturinn Þór kallaður út þar sem togskipið Gullberg VE rak stjórnlaust við hafnarmynnið í Vestmannaeyjum. Skipið hafði verið á útleið þegar það varð vélarvana austast í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar. Talsverður straumur var og rak skipið hratt í átt að sandfjörunni en bæði björgunarbáturinn Þór og hafnsögubáturinn Lóðsin fóru til […]

Frábærar fréttir fyrir fótboltann

Nú hafa tilboð í byggingu knattspyrnuhús verið opnuð og er það sérstakt ánægjuefni að tvö tilboð bárust sem eru undir kostnaðaráætlun bæjarins. Aðaltilboð Steina og Olla ehf var tæplega 93% af kostnaðaráætlun og frávikstilboð Smíðanda ehf var rúmlega 91% af kostnaðaráætlun. Sérstaka athygli vekur tilboð 2 frá Steina og Olla. Þar er um að ræða […]

Botnfiskaflinn eykst frá í fyrra

Heildarbotnfiskafli Íslendinga í október varð 9,3% meiri en í október 2007. Alls var veiðin rúmlega 41.000 t en var tæp 38.000 t í sama mánuði 2007. Heildaraflinn í nýliðnum mánuði var hins vegar 6,9% minni en í október 2007. Í ár veiddust alls 91.408 t í október en 98.132 í sama mánuði 2007. (meira…)

Morgunverðarfundur á Selfossi í gær

Hugmyndin á bak við morgunverðafundi sem þennan á Selfossi er að auka tengsl milli stjórnar SFR og félagsmanna, ásamt því að stuðla að meiri samheldni og virkni innan félagsins. Um 30 manns voru á fundinum auk fulltrúa frá skrifstofu SFR og úr stjórn SFR. Rætt var um núverandi þjónustu og starfsemi SFR, þjónustu sem SFR […]

Auðholtshjáleiga í �?lfusi ræktunarbú ársins 2008

Á uppskeruhátíð hestamanna um síðustu helgi var tilkynnt um val ræktunarbús ársins 2008. Að þessu sinni varð Auðsholtshjáleiga í Ölfusi fyrir valinu en þetta er í fjórða sinn sem búið verður þessa heiðurs aðnjótandi en búið var fyrir valinu 2006, 2003 og 1999. Á árinu voru sýnd 21 hross frá búinu til 1. verðlauna og […]

Flugslysaæfing var á Bakkaflugvelli sl. laugardag

Æft var eftir nýrri flugslysaáætlun um helgina þegar flugslysaæfing fór fram á Bakkaflugvelli, en Bakkaflugvöllur hefur verið einn af umferðarmestu flugvöllum landsins undanfarin ár. Um 90 manns tóku þátt í æfingunni og komu þátttakendur frá ýmsum stöðum á Suðurlandi. (meira…)

Smíðandi ehf með lægsta tilboðið í smíði fjölnota íþróttahúss

Smíðandi ehf var með lægsta tilboðið í smíði fjölnota íþróttahúss en tilboðin voru opnuð nú í morgun. Smíðandi skilaði inn tveimur tilboðum, öðru upp á rúmar 373 milljónir sem er nánast eins og kostnaðaráætlun en hitt tilboð fyritækisins hljóðaði upp á 340 milljónir, sem er 91,1% af kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið átti Fashion Group/Nova Buildings, 476 […]

Kynningarfundur �?jórsársveita �? uppspretta orkunnar var í gær

Þjórsársveitir kynntu í gær markmið mitt sitt um nýtingu orku Þjórsár til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði við uppsprettu orkunnar. Þjórsársveitir eru verkefni sem Framkvæmdanefnd Þjórsársveita stendur fyrir en nefndin er skipuð af sveitarstjórnum sveitarfélaga sem eiga lönd að bökkum Þjórsár. Sveitarfélögin eru: Ásahreppur, Flóahreppur, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.