“Sýndu hvað í þér býr”

Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Þessir aðilar skrifuðu nýlega undir samstarfssamning þar að lútandi í höfuðstöðvum UMFÍ við Laugaveg 170 í Reykjavík. Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. (meira…)
Innbrot í sumarbústaði og gróðurhús

Í síðustu viku bárust fimm tilkynningar um innbrot í sumarbústaði í Árnessýslu. Þrír bústaðanna voru í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi, einn í Öndverðarnesi og einn í landi Gjábakka við Þingvelli. Úr flestum húsunum var stolið flatskjáum og einhverjum smærri munum. Málin eru öll óupplýst. . Nú virðist vera ásókn í gróðurhúsalampa. (meira…)
Glæsileg söngkeppni NFSu

Á fimmtudagskvöld var hin víðfræga Söngkeppni NFSu háð í íþróttahúsinu Iðu. Keppnin var tileinkuð Villta vestrinu og stóðu kúrekar, indíánar (og Obama?) fyrir kynningum á þátttakendum og voru með ýmis skemmtiatriði. Keppnin var mjög glæsileg og söngvarar mjög góðir og hæfileikaríkir. Guðmundur Þórarinsson sigraði í keppninni. (meira…)
Samantekt vikuna 3. til 10. nóvember 2008

Alls voru 104 mál þessa vikuna á Hvolsvelli. Í vikunni sem leið voru 15 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu og sá sem hraðast ók var á 128 km hraða. Þarna sést að dregið hefur úr hraðakstri og einnig að umferð hefur minnkað. Þessa vikuna voru tuttugu og einn boðaðir í skoðun með bifreiðar […]
Framkvæmd við Landeyjahöfn á áætlun

Stýrihópur um framkvæmdir við Landeyjahöfn fundaði síðastliðinn fimmtudag en á fundinum var upplýst að ekki væri fyrirhugaður neinn dráttur á framkvæmdinni og að hún væri á áætlun. Búið væri að hanna ferjuna en vegna ástands á fjármálamarkaði hafi íslenska ríkið fengið frest til 14. nóvember til að skrifa undir smíðasamning fyrirhugaðrar ferju. (meira…)
Fíkniefni, áflog og árekstur

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þurftu bæjarbúar á aðstoð lögreglu að halda í hinum ýmsu tilvikum. Í tvígang var óskað eftir lögreglu á öldurhús bæjarins vegna átaka á milli gesta en hins vegar liggja engar kærur fyrir vegna þeirra átaka. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni […]
Mikill meirihluti landsmanna vill Reykavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni

Mikill meirihluti landsmanna, eða 70%, vill að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað í Vatnsmýrinni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann í september og byrjun október fyrir Flugstoðir ohf. Töluvert fleiri telja nú að völlurinn eigi að vera áfram á sínum stað en þegar Capacent kannaði viðhorf fólks til vallarins í maí […]
Kynningarfundar �?jórsársveita

Í dag haldinn kynningarfundurinn Þjórsárveita – uppspretta orkunnar. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefst klukkan 14.30. Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan. (meira…)
�?akkarkveðja til Eyjamanna

Kæru Eyjamennog safnanæturgestir!Það var gaman að sjá ykkur á sýningunni minni um sl. helgi. Þið hlýjuðuð mér um hjartarætur með hrósi faðmlögum og vinsemd. Takk fyrir það,vil líka minna ykkur á að það er hægt að ná í mig í síma 892-3548 þá get ég sýnt ykkur verk mín á vinnustofu minni. Verið ófeimin að […]
Flugfélag Vestmannaeyja hættir tímabundið flugi til Bakkaflugvallar

Flugfélag Vestmannaeyja mun ekki fljúga á Bakkaflugvöll í vetur eða frá 13. nóvember til 1. apríl 2009. Ástæðan er mikil fækkun farþega hjá félaginu eftir að ríkisstyrkt flug hófst á flugleiðinni Vestmannaeyjar-Reykjavík árið 2006. Frá þeim tíma hefur farþegum á flugleiðinni Vestmannaeyjar-Bakki fækkað um 25%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Flugfélagi Vestmannaeyja sem má […]