Fundarröð á sjö stöðum á Suðurlandi

Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í matartengdri ferðaþjónustu, eigendum lítilla og meðalstórra matvælafyrirtækja og fólki sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli til að þeir geti sameinast og stillt saman strengi sína. Sjaldan hefur verið jafn nauðsynlegt og nú að styrkja […]

Enn hrynur úr fjöllum í Eyjum

Að morgni fimmtudags urðu glöggir vegfarendur varir við að talsvert hafði hrunið úr Fiskhellum sem eru vestan megin í Hánni við Herjólfsdal. Lesandi sendi Eyjafréttum þessa mynd sem sýnir glögglega hvar stórt bjarg hefur hrunið niður í grasbrekkuna fyrir neðan og stöðvast þar. Meira af grjóti hrundi með og dreifðist um svæðið en náði þó […]

Frábært “Baðstofukvöld á Bakkanum” í gærkveldi

Baðstofukvöld í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka með einstökum Eyrbekkingum og fleiri góðum gestum sem sögðu sögur af manni og öðrum heppnaðist frábærlega vel og var húsfyllir. Þá var einnnig opninn; grænmetis- handverks- og flóamarkaður. Kaffihúsið bauð uppá heitt súkkulaði og vöfflur ásamt ýmsu góðgæti sunnlenskra húsmæðra. Sjá dagskrá: www.sofnasudurlandi.is Sjá má fleiri myndir undire – […]

Frítt í sund á Selfossi og Stokkseyri.

Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að frítt verði í sund í Sundhöll Selfoss og sundlaugina á Stokkseyri fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Þetta er frá og með 1. janúar n.k. Með þessari ákvörðun bætist Árborg í hóp nokkurra sveitarfélaga landsins sem gefa þessum aldurshópi frían aðgang að sundstöðum sínum. (meira…)

Eyjamenn ekki í vandræðum með Álftanes

ÍBV átti ekki í teljandi vandræðum með Álftanes í kvöld þegar liðin mættust í forkeppni Subwaybikarkeppninnar í körfubolta. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum en eftir jafnan 1. leikhluta tóku Eyjamenn öll völd á vellinum í 2. leikhluta og voru yfir í hálfleik 42:25 en staðan eftir fyrsta leikhluta hafði verið 17:12. Eyjamenn héldu gestunum svo […]

Flugslysaæfing á Bakkaflugvelli á morgun

Flugstoðir standa á morgun fyrir flugslysaæfingu á flugvellinum á Bakka en um er að ræða sjöttu æfingu félagsins á síðustu tveimur árum. Æfð verða viðbrögð ýmsa viðbragðsaðila ef flugslys verður og taka um 85 manns úr ýmsum kimum samfélagsins taka þátt í æfingunni. Eins og áður er um margra mánaða undirbúning að ræða en Bakkaflugvöllur […]

Undankeppni Stíls 2008 í sal Barnaskólans í kvöld

Í kvöld fer fram undankeppni í Stíl 2008 en Stíll er hárgreiðslu- förðunar og fatahönnunarkeppni félagsmiðstöðva landsins. Þema keppninnar í ár er framtíðin en níu lið eru skráð til keppni í Vestmannaeyjum. Vinningsliðið mun vinna sér sæti í aðalkeppninni sem fer svo fram í Smáranum 22. nóvember. Undankeppnin í Eyjum verður haldin í sal Barnaskólans […]

Aldrei að gefast upp

Það er margt sem angrar landann þessa dagana í efnahagsmálum. Einn þingmaður lét þess getið að það sem við sæum núna, væri aðeins toppurinn í ísjakanum. Það er því nauðsynlegt að létta lundina af og til. Í myndbandinu hér á eftir leggur fólk upp með góðar meiningar, sem enda á grátbroslegan hátt. (meira…)

Ekki rétt að Vestmannaeyjabær leiti leiða til að segja skilið við Fasteign hf.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hafði samband við Eyjafréttir og vildi koma á framfæri eftirfarandi vegna fréttar DV í dag þess efnis að Vestmannaeyjabær leiti allra leiða til að segja skilið við Fasteign. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að rangt er hermt í DV að Eyjamenn leiti nú leiða til að segja skilið […]

Eyjamönnum nóg boðið

Vestmannaeyjabær lætur kanna kosti þess að segja skilið við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og leysa til sín þær eignir sem bæjarfélagið hefur lagt inn í félagið. EFF hf. byggist á samstafi sveitarfélaga við einkaaðila um samfélagsleg verkefni og hefur Vestmannaeyjabær lagt fjölda fasteigna inn í félagið og leigir þær síðan aftur. Þar á meðal eru tveir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.