Bikarleikur í körfunni í kvöld

Í kvöld klukkan 19.00 mun körfuknattleikslið ÍBV leika í forkeppni Subway bikarsins. Strákarnir taka þá á móti liði Álftnesinga en bæði liðin leika í A-riðli 2. deildar en hafa þó ekki mæst það áður í vetur. Mörgum er enn í fersku minni ágætur árangur ÍBV í fyrra þegar liðið mætti Íslandsmeisturum Keflavíkur í 32ja liða […]
Ekki víst að þyrlan verði seld

Eyjapeyinn og auðmaðurinn Magnús Kristinsson flaug eitt sinn á milli lands og eyja á glæsilegri lúxusþyrlu en nú hefur henni verið lagt. Magnús, sem er eigandi Toyota-umboðsins á Íslandi, segir það kosta mikla peninga að tryggja þyrluna og því hafi hann ákveðið að geyma hana um stund. Magnús hefur ekki ákveðið hvort hann selji þyrluna. […]
�?vistarfið og áhugamálin samofin

Nafn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis hefur í áratugi verið tengt baráttu gegn sauðfjársjúkdómum og riðuveiki í sauðfé kemur þá fyrst í hugann. Nú er komið að tímamótum hjá Sigurði og fyrr í vikunni voru honum þökkuð góð störf við starfslok. (meira…)
Baðstofukvöld á Bakkanum í kvöld

Föstudagskvöld 7.nóvember Kl. 20:00-22:00 Opnun handverks- og flóamarkaðar. Baðstofukvöld með einstökum Eyrbekkingum og fleiri góðum gestum sem segja sögur og taka í nefið. Í umsjá Árna Johnsen. Kaffihúsið býður uppá heitt súkkulaði og vöfflur ásamt ýmsu góðgæti sunnlenskra húsmæðra. (meira…)
Forvarnir og áhrif efnahagsástandsins rædd á fundi aðalstjórnar

Aðalstjórn Umf. Selfoss hélt fund í gærkvöldi í Tíbrá og var það 11. fundur aðalstjórnar á árinu. Fundir aðalstjórnar eru að jafnaði einu sinni í mánuði. Á fundinum var m.a. samþykkt ný fræðslu- og forvarnarstefna félagsins. Ákveðið var að halda sérstakan forvarnadag félagsins í samvinnu við grunnskólana þar sem megin áhersla er lögð á 8.-10. […]
Sviðaveisla starfsmanna

Fangaverðir á Litla-Hrauni ásamt mökum héldu sína árlegu sviðaveislu í Hliðskjálf, sal hestamanna á Selfossi fyrir skömmu. Björn Hilmarsson og Ólafur Jónsson á Eyrarbakka sáu um eldamennsku með glæsibrag. Þátttaka var mjög góð og voru rúmlega fimmtíu gestir. Sjá fleiri myndir undir – meira- (meira…)
Íslendingar úti kuldanum

Makrílveiðiþjóðin Íslendingar, sem veiddi 112 þúsund tonn af makríl á þessu ári eða 20% af áætluðum heildarafla í NA-Atlantshafi, fékk ekki úthlutað einu kíló við kvótaskiptingu makrílsins fyrir næsta ár sem fram fór í London í síðustu viku. Þvert á móti voru Íslendingar gagnrýndir fyrir veiðar sínar á makríl í eigin lögsögu. (meira…)
Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar

Bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna í sameiningu að fjárhagsáætlunargerð bæjarins fyrir árið 2009. Allir bæjarfulltrúar hvar í flokki sem þeir standa eru sammála um að efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og þjóðarinnar allrar sé með þeim hætti að brýna nauðsyn beri til að ráðamenn slíðri hin pólitísku sverð og einbeiti sér að […]
Gróttuleiknum frestað

Karlalið ÍBV í handbolta átti að taka á móti Gróttu á laugardaginn í Vestmannaeyjum. Leiknum hefur hins vegar verið frestað og verður leikinn um næstu helgi 29. nóvember næstkomandi. Leikið verður klukkan 14.00. (meira…)
Blessuð síldin er kærkominn fengur

Blessuð síldin hefur alltaf verið kærkomin fengur og er nú sem ljós í myrkri þegar þrengir að í efnahagsmálum þjóðarinnar. Júpíter ÞH landaði fyrsta farminum á vertíðinni hjá Ísfélaginu í síðustu viku. Í gær, miðvikudag, var hann að landa þriðja túrnum og búinn að ná rúmlega tvö þúsund tonnum. Vinnslustöðin var búin að taka á […]