Dragnót í október

Afli SH bátanna hefur verð mjög dræmur, ef undan er skilin þeir bátar sem á listanum eru. Jakop Einar SH var með rúm 11 tonn í 3 ferðum og fer upp um 10 sæti. Stefán Rögnvaldsson HU nær að rífa sig aðeins upp eftir að hafa verið á niðurleið undanfarna lista og var báturinn núna […]
Netabátar í október

Áfram heldur góð ufsaveiði. Tveir efstu bátarnir eru langmestu í ufsanum og var t.d Friðrik Sigurðsson ÁR með 101 tonn í tveimur ferðum. Kristrún RE kom með 115 tonn og var þar af 108 tonn af grálúðu. Landaði báturinn á Akureyri. Hafnartindur SH er hæstur minni bátanna (meira…)
Fylgishrun Sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðisflokkurinn er með liðlega 22 prósenta fylgi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar sem birt er í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Mest er fylgi Samfylkingarinnar eða tæplega 37 prósent. Vinstri-grænir er næst stærsti flokkurinn með tæplega 27 prósenta fylgi, sem er sama fylgi og í könnun sem Ríkisútvarpið birti í vikunni. Framsóknarflokkurinn fengi 7,8 prósent ef kosið yrði nú […]
ÍBV byrjar á útivelli gegn Fram

Þótt fæstir séu farnir að hugsa til keppnistímabilsins í knattspyrnu 2009 er búið að draga í töfluröð fyrir mótið. ÍBV vann sér sæti í úrvalsdeild og leikur þar í fyrsta sinn síðan 2006 en liðið lék í tvö tímabil í næst efstu deild. Eyjamenn sækja Fram heim í fyrsta leik en Framarar komu mjög á […]
Troðfullt í Tryggvaskála í morgun

Troðfullt var í Tryggvaskála í morgun á bæjarmálafundi Samfylkingarinnar. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi ræddu fjármál sveitarfélagsins og verkefnin framundan í þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fjallaði um stöðuna í efnahagsmálum og lýsti gangi mála síðustu sex vikur og hruni bankanna þriggja. Önnur eins atburðarás á sér […]
Húsfyllir hjá Illuga Gunnarssyni í Hveragerði

Húsfyllir var í opnu húsi hjá Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis í morgun. Sérstakur gestur fundarins var Illugi Gunnarsson, alþingismaður, og fjallaði hann um kosti og galla þess fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru sem gjaldmiðil. Auk þess sem hann fór yfir stöðu þjóð- og stjórnmála í ljósi þess sem gerst hefur undanfarnar vikur. […]
Breytingar á kvótakerfinu, óábyrgt tal

Breytingar á kvótakerfinu koma ekki til greina að mati Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Þetta kom fram í ávarpi hans á aðalfundi LÍÚ sem lauk fyrr í dag. „Allt tal um slíkt er fullkomlega óábyrgt, sagði ráðherrann. Hann bætti því við að þegar að því kæmi að þorskkvóti yrði aukinn myndu þeir njóta þess sem harðast […]
Byssur og persónulegir munir frá Sigga tófu og Einari frá �?verá

Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sett upp til sýningar, byssur og persónulega muni frá tveimur gengnum veiðimönnum, þeim Sigurði Ásgeirssyni í Gunnarsholti og Einari Guðlaugssyni frá Þverá en þeir létust báðir í apríl á þessu ári. Báðir þessir veiðimenn sköruðu fram úr, að öðrum veiðimönnum ólöstuðum, hvað varðar árangur í refa- og minkaveiðum og eins hvað […]
Hefur greitt niður lán um 561 milljón það sem af er ári

Vestmannaeyjabær hefur að undanförnu greitt upp lán sem hagkvæmt þótti að greiða í ljósi þess, að sterkar blikur eru á lofti hvað verðbólgu varðar næstu misserin. Samtals hefur Vestmannaeyjabær greitt niður lán að verðmæti rúmar 561 milljón króna. Elliði Vignisson, bæjastjóri segir það afar mikilvægt í núverandi árferði að leita allra leiða til að losna […]
Guðjón Hjörleifsson kaupir fasteignasöluna Domus

Heimaey ehf. – þjónustuver hefur keypt Domus fasteignasölu í Vestmannaeyjum og mun sameina rekstur Domus rekstri fasteignasölunnar Heimaey ehf. Heimaey ehf. tekur yfir rekstur Domus frá og með 1. nóvember nk. (meira…)