Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, 1. nóvember

Eins og kunnugt er hefst rjúpnaveiðitímabilið á morgun, laugardaginn 1. nóvember. Margar skyttur munu eflaust leggja land undir fót og því vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina.Almennar umgegnisreglur við skotvopn (meira…)
�?órhildur �?lafsdóttir lánuð til Crystal Palace

Hin bráðefnilega knattspyrnukona í ÍBV, Þórhildur Ólafsdóttir hefur verið lánuð til enska 1. deildarliðsins Crystal Palace fram að áramótum. Þórhildur mun leika með liðinu fram að jólum en snúa þá aftur til liðs við ÍBV. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV en þar segir að umgjörð í kringum C. Palace liðið sé með því […]
�?tgerðir töpuðu á gengisvörnum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Landssambands íslenskra útgerðarmanna í dag, að tap útgerðarfélaga vegna framvirkra samninga, sem þau hefðu gert til að tryggja sig gegn gengissveiflum stæði nú í 25-30 milljörðum króna. (meira…)
Nýtt strætóskýli við barnaskólann á Eyrarbakka

Nýtt og glæsilegt biðskýli fyrir skólabörn var sett upp í gær við Barnaskólann á Eyrarbakka. Brynjar Guðmundsson bílstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni, sem sér um skólaaksturinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, segir mikinn mun fyrir alla sem tengjast skólaakstrinum að þetta bíðskýli sé nú komið við skólann og eykur öryggi til muna. (meira…)
Illugi Gunnarsson, alþingismaður, gestur á opnu húsi í Hveragerði í fyrramálið 1. nóv. kl. 10:30 – 12:00

Opið hús hjá Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis á morgun laugardaginn 1. nóvember kl. 10:30-12:00 í Sjálfstæðishúsinu, Austurmörk 2. Gestur fundarins er Illugi Gunnarsson, alþingismaður, og mun hann fjalla um kosti og galla þess fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru sem gjaldmiðil.Eins og venjulega er boðið upp á kaffi, vínarbrauð og rúnstykki. Allir velkomnir! […]
Bæjarmálafundur verður í Tryggvaskála á morgun 1. nóvember kl. 11.

Bæjarmálafundur verður í Tryggvaskála á morgun 1. nóvember kl. 11:00 • Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi ræða fjármál sveitarfélagsins og verkefnin framundan • Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fjallar um stöðuna í efnahagsmálum. Sækjum fram til nýrra tíma. Fjölmennum. Stjórn Samfylkingarinnar í Árborg og nágrenni. (meira…)
Ný rekstrarstjórn félagsheimila

Tilnefndir hafa verið fulltrúar í sameiginlega rekstrarstjórn félagsheimila Flóahrepps af eigendum þeirra, ungmennafélögum, kvenfélögum og sveitarstjórn. Nefndina skipa þau Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, Anný Ingimarsdóttir, Sigurbára Rúnarsdóttir, Helgi Sigurðsson og Aðalsteinn Sveinsson sem jafnframt verður formaður nefndarinnar. Félagsheimilin eru: Þjórsárver, Félagslundur og Þingborg. (meira…)
VG stærri en Sjálfstæðisflokkurinn

Vinstri græn mælast með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Vinstri græn hafa aldrei mælst með svo mikið fylgi í Gallupkönnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst minna í 15 ár. 27% segjast myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð yrði gengið til kosninga nú en 26% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. (meira…)
Skemmdarverk á þjónustustöð N1 á Hvolsvelli

Hópur ungmenna var staðinn að verki við að vinna skemmdarverk á þjónustustöð N1 á Hvolsvelli aðfaranótt sunnudags en þar skemmtu þau sér við að brjóta ljósaskylti stöðvarinnar með stórri kylfu áður en þau voru stöðvuð af lögreglu. Engar vitrænar skýringar fengust á þessu uppátæki aðrar en skemmdarfýsnin ein. (meira…)
Mjög fjölmennur fundur á Selfossi í kvöld

Mikið fjölmenni var á opnum stjórnmálafundi Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs á Selfossi í kvöld með Steingrími J. Sigfússyni alþingismanni og formanni VG og Jóni Hjartarsyni bæjarfulltrúa VG í Árborg. Steingrímur flutti yfirgripsmikla ræðu um stöðu þjóðfélagsmála á Íslandi nú um stundir undir yfirskriftinni Fortíð – nútíð – framtíð” en Jón ræddi bæjarmál í þessari stöðu. Á […]