Töpuðu fyrir ungmennaliði Hauka

Karlalið ÍBV í handbolta spila í gær gegn ungmennaliði Hauka í 1. deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eyjamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 17:15 en þrátt fyrir að vera þremur mörkum yfir, 25:28 þegar sjö mínútur voru eftir, þá voru það Haukar sem höfðu betur 31:28. (meira…)

24. landsping smábátasjómanna og vorboðinn ljúfi

Ég var í fyrsta skipti á landsþingi smábátasjómanna núna fyrir helgi. Margvísleg málefni voru tekin fyrir og sum samþykkt en önnur ekki. Sumu var ég sammála en öðru alls ekki. Heitasta málið var, eins og vanalega skilst mér, byggðakvótinn. Þar sem ég kem frá Vestmannaeyjum, þá var ég að sjálfsögðu á móti byggðakvótanum (á síðasta […]

Kúabændum hefur fækkað jafnt og þétt

Kúabændum hefur fækkað um 31 á einu ári. Haustið 2007 voru 737 kúabændur starfandi í landinu en í haust eru þeir 706. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir þessa fækkun í samræmi við fækkun undangenginna ára. „Þumalputtareglan er að það fækkar um tæplega einn í hverri viku, segir Þórólfur. “ (meira…)

Atvinnulíf á Suðurlandi eflt

MÁLÞING um átaksverkefni í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu verður haldið miðvikudagskvöldið 29. október nk. undir Eyjafjöllum. . Rædd verður aðkoma Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og fleiri stofnana að frekari þátttöku í sýslunum með aðaláherslu á korn- og jarðrækt. . Málþingið hefst á býlinu Þorvaldseyri með inngangi og hressingu kl. 19. (meira…)

Flóamaður hraðasti rúningsmaðurinn

Rúningsmeistari Íslands var krýndur í gær. Tíu keppendur víðs vegar að af landinu tóku þátt í meistaramótinu og voru vel studdir af hátt á annað hundrað áhorfendum. Mótið fór þannig fram að hver keppandi rúði þrjár ær á einu bretti en umferðirnar voru tvær. Tíminn gilti hinsvegar ekki nema 40% en gæði rúningsins 60% og […]

Fangar verkefnalausir á Litla-Hrauni

Afleiðinga kreppunnar hér á landi gætir víða – til dæmis í fangelsinu á Litla Hrauni. Þar hefur framleiðsla á nýjum númeraplötum fyrir bifreiðar hrunið. Leitað er með logandi ljósi að nýjum verkefnum fyrir fangana sem þarna starfa, til dæmis að merkja hús í staðinn fyrir bíla. (meira…)

Hermann kom ekkert við sögu hjá Portsmouth

Hermann Hreiðarsson sat á varamannabekknum hjá stjóralausu liði Portsmouth allan tímann í kvöld þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Fulham á heimavelli sínum, Fratton Park, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. (meira…)

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 156 ára

Barnaskólinn á Eyrarbakka átti afmæli í gær en hann var stofnaður 25. október 1852 og er því orðinn 156 ára. Skólahúsið var byggt fyrir samskotafé almennings í héraðinu. Forgöngu fyrir þessari skólastofnun höfðu þeir sr. Páll Ingimundarson í Gaulverjabæ, Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri á Eyrarbakka og Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri sem þá var hreppstjóri Stokkseyrarhrepps. (meira…)

Sæt hefnd í dag

Eyjamenn komu svo sannarlega fram hefndum eftir ófarirnar í gær þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn ÍG frá Grindavík 68:81. Leikmenn ÍBV mættu mjög ákveðnir til leiks í dag, tóku strax öll völd á vellinum og unnu að lokum 125:87 eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 61:35. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.