Aflaverðmæti 54 milljarðar fyrstu 7 mánuði ársins 2008

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 54 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2008 samanborið við 52,2 milljarða á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar í morgun. Aflaverðmæti hefur aukist um um 1,8 milljarða eða 3,4% á milli ára. Aflaverðmæti í júlí nam 8,7 milljörðum miðað við 5,7 milljarða í júlí 2007. […]

Stórleikur í Eyjum á morgun

Strákarnir leika gegn Selfossi hér í Eyjum á laugardaginn kl 14:00. Má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi félög mætast. Selfoss er í efsta sæti með 6 stig, en ÍBV er með 4 stig. Að gefnu tilefni, þar sem mikið hefur verið rætt um rekstur íþróttafélaganna nú í kreppunni, langar okkur að koma […]

Talsvert tjón í eldsvoða

Eldur kviknaði í hjólhýsi sem stóð við einbýlishús við Baugsstaði, sem er rétt austan við Stokkseyri, með þeim afleiðingum að eldurinn náði að læsa sig í þakskegginu um kl. 19 í gærkvöldi. Talsvert tjón varð á húsinu vegna eldsins. Fólk sem var inni í húsinu varð vart við eldinn en náði að komast út af […]

Íslandsmót 15 ára og yngri í skák í Eyjum

Á morgun, laugardag fer fram Íslands­mótið í skák 15 ára og yngri hér í Eyjum. Mótið verður í Akóges salum og hefst kl. 9.00 um morg­uninn og reiknað er með því að það standi til kl. 17.00 með hádegishléi. Allir krakkar fæddir 1993 og yngri eru velkomnir, en efsti krakki í hverjum aldursflokki fær bikar […]

Aftur í tímann

Nú eru tveir vinir mínir og nokkrir kallar í sjónvarpinu búnir að segja mér grafalvarlegir að Íslendingar séu farnir á hausinn og muni hverfa 30 til 40 ár aftur í tímann. Þeir eru á svipinn eins og skólastjórinn þegar ég pissaði í nestisbrúsana hjá stelpunum. Það er því mjög líklegt að málið sé slæmt. Þegar […]

Mistökin áttu sér ekki stað í Eyjum

Vegna frétta síðustu daga af mistökum vegna hjartaþræðingar Elliða Vignissonar, í sjónvarpi og prent- og netmiðlum vill Heil­brigðisstofnunin Vestmannaeyjum koma eftirfarandi á framfæri:Mistökin með merkingu sýna voru gerð á Rannsóknastofu Landspít­alans, sem ollu því að rangar upplýsingar bárust læknum hér við stofnunina. Allur fram­gangur starfsfólks við HSV var í sam­ræmi við þær upplýsingar sem það […]

Verð á mjólk til bænda hækkar um 7,13 kr/l.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. nóvember um 10,39%. Má gera ráð fyrir því að einn lítri af nýmjólk hækki um 10 krónur vegna þessara breytinga, sem sagðar eru vera vegna hækkana á aðföngum í mjólkuriðnaði og búvöruframleiðslu. (meira…)

Veruleg aukning erlendra ferðamanna

Alls fóru tæplega 58 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð á tímabilinu 1. september til 13. október 2008 en á sama tímabili í fyrra voru þeir um 50 þúsund. Aukningin það sem af er hausti er því um 7300 erlendir gestir eða 14,5%. Á fréttavef Ferðamálastofu kemur fram að samdráttur er í brottförum Íslendinga, […]

Sannleikurinn verði dreginn fram

Gerð verður ítarleg rannsókn á atburðunum sem leiddu til hruns bankanna, allur sannleikur verður dreginn fram, segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í Iðnó. Forsætis- og viðskiptaráðherra, boðuðu til blaðamannafundarins. Alþingi velji hverjir eigi að sitja í rannsóknarnefndinni. (meira…)

Sunnudagsbíltúr og sagnakaffi 19. október

Sunnudaginn 19. október kl. 15:00 – 16:00 verður áhugaverður fróðleikur um mannlíf og sagnir í Selvogi í boði Biskupsstofu. Umsjónaraðili: sjf menningarmiðlun. Sögustund verður í Veitingahúsinu T-bæ í Selvogi þar sem gestum gefst kostur á að kaupa kaffi og meðlæti auk þess að hlusta á fróðleik þeirra Jóhanns Davíðssonar, lögreglumanns og Þórarins Snorrasonar, bónda á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.