Goslok: fimmtudags dagskráin

Goslokahátíðin var formlega í gær fyrir utan ráðhúsið. Dagskrá hátíðarinnar næstu daga verður með hinu glæsilegasta móti. Hér má sjá dagskrá dagsins: Fimmtudagur 3. júlí 10:00 – 17:00 Sunna spákona í Eymundsson 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 11:00 – 16:00 Fjölbreyttar listasýningar í Skúrnum 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í […]

Goslokahátíðin formlega sett

Goslokahátíðin er nú formlega hafin, en hátíðin var sett kl 16:00 í dag fyrir utan Ráðhúsið. Það var Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sem setti hátíðina, en Birgir Nielsen var kynnir. Dagskráin í dag innihélt síðdegistónleika, listasýningar ásamt fleiru áhugaverðu. Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta var á vappi í dag og fangaði stemninguna. Eyjafréttir munu áfram fylgjast með […]

Dómar kveðnir upp í makrílmálum

VSV Makríll (3)

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóma í málum Vinnslustöðvarinnar og Hugins (dótturfélags  Vinnslustöðvarinnar) vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Bóta­skylda rík­is­ins í mál­inu hafði verið staðfest í héraðsdómi og í Lands­rétti en Lands­rétt­ur lækkaði bæt­ur til Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá og bætur […]

Nýr Eyjaslagari frá Hr. Eydís og Ernu Hrönn

Hljómsveitin Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn hafa sent frá sér nýtt lag, ,,Heima Heimaey”, sem komið er út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Hljómsveitin tók gamla partýslagarann ,,Heya Heya” með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform, í senn óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð. Örlygur Smári einn meðlima Hr. Eydís hafði þetta að segja um […]

Framkvæmdir vegna rafstrengja hafnar á Eldfellshrauni

Eldfell Framkv 20250701 143235

Nú er verið að leggja tvo 66 kV sæstrengi til Vestmannaeyja sem mun stórauka orkuöryggi og rafmagnsafhendingu til Vestmannaeyja. Framkvæmdir eru hafnar á Eldfellshrauni, en leggja þarf strengina í spennustöð við FES en nokkuð flókið var að finna lagnaleið fyrir strengina. Landtaka við Vestmannaeyjar er afar erfið vegna nokkurskonar klettabeltis sem liggur við ströndina. Ekki […]

Segja lundastofninn í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá áðurnefndri stofnun og ráðuneyti. Veiðar valda fækkun á lunda Jafnframt […]

Eftirvagn valt

Ohapp 20250630 100316

Í morgun varð óhapp á Dalavegi þegar aftanívagn fór á hliðina. Loka þurfti veginum á meðan unnið var að því að koma farminum og fletinu af götunni. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jónssyni yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum hafði þarna orðið óhapp við flutning farms með þeim afleiðingum að eftirvagninn valt. Hann segir að engin meiðsli […]

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt […]

Margrét Lára áritaði nýju bók sína

Margrét Lára Viðarsdóttir mætti í Pennann Eymundsson í Eyjum í dag og áritaði nýju bók sýna sem hún var að gefa út sem kallast ,,Ástríða fyrir leikum.” Margrét Lára er ein af fremstu íþróttakonum landsins og er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn […]

Klara Einars á Þjóðhátíð

Klara Ads

Klara Einars sendi frá sér nýtt lag í síðustu viku “Ef þú þorir” og í morgun var það tilkynnt á hún verður á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Á síðustu rúmlega tveimur árum hefur hún sent frá sér átta lög bæði ein og í samvinnu við aðra og í sumar verður hún á fleygiferð […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.