12.124 blaðsíður í lestrarátaki Lubba

barn_ad_lesa

Þann 1. nóvember ár hvert stendur leikskólinn Kirkjugerði fyrir lestrarátaki Lubba. Átakinu – sem lauk á Degi íslenskar tungu þann 16. nóvember – felst í því að foreldrar lesa heima fyrir börn sín og skila svo inn Lubbabeinum fyrir hverja bók sem lesin var. Fram kemur í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar að í ár hafi […]

Litasýningin að vera og gera – myndir

Þátttakendur í Listasmiðjunni Að vera og gera opnuðu í dag sýningu á verkum sínum í Einarsstofu, þar sem þau kynntu fjölbreytt og skapandi verk frá vor- og haustönn 2024. Sýningin hófst með skemmtilegum tónlistarflutningi þar sem þátttakendur sungu og léku á hljóðfæri, undir dyggri stjórn Birgis Nilsen og Jarls Sigurgeirssonar. Flutningurinn vakti mikla lukku meðal […]

Frá Styrktarsjóði Landakirkju

Jolatre TMS 20211218 164852

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Brinks bauð best

ithrottam

Fyrsti áfangi viðbyggingar við íþróttamiðstöðina er að fara af stað, en nýbyggingin mun hýsa búningsklefa. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir verðtilboðum í jarðvinnu og lagnir fyrir bygginguna. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í verkið. Gröfuþjónustan Brinks bauð 43.871.000 kr. og HS Vélaverk bauð 49.164.690 […]

Eygló Egils um Metabolic og ástríðuna fyrir þjálfun

Eygló Egilsdóttir þjálfari og jógakennari rekur Metabolic í Vestmannaeyjum, en Eygló tók við Metabolic fyrr á þessu ári og þjálfar nú þar ásamt þeim Dóru Sif Egilsdóttur og Aniku Heru Hannesdóttur. Áður en Eygló tók við hér í Eyjum hafði hún ekki einungis starfað við, heldur helgað líf sitt opnun og uppbyggingu á æfingastöðinni Metabolic […]

Pílufélag Vestmannaeyja hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Samfelagsstyrkur 2024 Eyjar

Krónan gekk nýlega frá vali á þrettán samfélagsverkefnum víða um land sem Krónan styrkir á þessu ári til góðra verka. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Pílufélag Vestmannaeyja til að styrkja og efla starf yngri flokka í félaginu. Pílufélag Vestmannaeyja er áfengis- og vímuefnalaust félag sem leggur mikla áherslu á að bjóða börnum, ungmennum og […]

Ég mótmæli

Líklega verður fundarins í höllinni síðasta miðvikudag minnst sem leiðinlegasta fundi allra tíma, nema kannski ef undan er skilinn hvítþvottafundur dýralæknanna Sigurðar Inga og Bergþóru Þorkelsdóttur í Akóges 13. mars sl. Einu sinni voru kosningafundir lifandi, skemmtilegir og vel sóttir. Mönnum heitt í hamsi og létu flakka. Fundarformið kappræður í sjónvarpssal er ekki heppilegt á […]

Enn og aftur um minnisvarðann, eða listaverkið á Eldfelli

Eldfell Yfir Cr

Nú er í kynningarferli listaverk sem setja á upp á Eldfell. Upphaflega var þetta reyndar kynnt sem minnisvarði en nú skal listaverk kalla, skiptir þó kannski ekki öllu, en snýst líklega að mestu að því að sýna listamanninum virðingu.  Í þeim kynningargögnum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem […]

Fréttin var sú ágæt ein

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

Eins og maður verður oft hryggur þegar illar fréttir berast alls staðar að úr heiminum, verður maður glaður þegar góðar fréttir berast. Þannig barst okkur afar góð frétt í morgun. Góða fréttin var sú að annað skiptið í röð hafa stýrivextir verið lækkaðir, og þó nokkuð. Þetta er gert nú vegna þess að verðbólgan er […]

Fimleikafélagið Rán hafnaði í 2. sæti

Fimleikafélagið Rán hefur haft í nógu að snúast undanfarið, um síðustu helgi kepptu 1. og 3. flokkur félagsins á Haustmóti stökkfimi og náði þar glæsilegum árangri, en stelpurnar í 3. flokki höfnuðu í 2. sæti á mótinu. Við ræddum við Sigurbjörgu Jónu Vilhjálmsdóttur, þjálfara félagsins, sem sagði okkur frá því sem framundan er hjá Rán. […]