Vald á fárra höndum

Hildur Solv Ads

Eitt mikilvægasta verkefni kjörinna fulltrúa er að bera virðingu fyrir og vernda lýðræðið sem Íslendingar hafa þurft að berjast fyrir í gegnum tíðina. Það hefur verið tilfinning mín að málaþungi bæjarráðs þar sem fæstir fulltrúar sitja, 2 frá meirihluta og 1 frá minnihluta, hafi aukist á meðan að málafjöldi annarra ráða hafi dregist saman. Í […]

Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu.  “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar.  Fiskurinn dafnar vel í […]

World Class opnar á morgun

World Class opnar á morgun, miðvikudaginn 11. júní, í íþróttahúsinu. Hægt verður að kaupa aðgang í gegnum Abler og á heimasíðu World Class. Við hjá Eyjafréttum hittum á Björn Leifsson í íþróttahúsinu í dag, þar sem hann og teymi hans voru að ljúka við uppsetningu tækja í salnum. Um er að ræða bráðabirgðaaðstöðu, en að […]

Rafmagnslaust á Suðurlandi og í Eyjum – uppfært

Laust fyrir klukkan 10 í morgun fór rafmagnið af Vestmannaeyjabæ. Er rafmagn nú komið á hluta af bænum. Í fyrstu tilkynningu frá Landsneti segir að rafmagnslaust sé á Suðurlandi þar sem Hvolsvallarlína 1 leysti út. „Rafmagnslaust er á Hellu, Hvolsvelli, Rimakot, Vestmannaeyjar og nærsveitum. Unnið er að koma rafmagni aftur á.” Í annari tilkynningu frá […]

Eyjakonur í undanúrslit eftir frábæran sigur

Kvennalið ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir frábæran 1-3 sigur á Bestu deildar liði Tindastóls á Sauðárkróki fyrr í dag. Það var hin marksækna Olga Sevcova sem kom Eyjakonum yfir strax á 4. mínútu leiksins eftir að hún hafði sloppið í gegn og klárað fram hjá Genevieve Jae Crenshaw í marki Tindastóls. Lítið var […]

Vertíðin, strandveiðar og veiðigjöldin

Nú liggur fyrir ráðgjöf Hafró um hámarksafla á flestum helstu fiskistofnum fyrir næsta fiskveiðiár og þar ber hæðst niðurskurður í þorski, sem merkilegt nokkuð er í samræmi við spá Hafró fyrir ári síðan um að það yrði niðurskurður í þorski á komandi árum. Þetta er mjög sérstakt þegar haft er í huga, að í fjölmörgum […]

Tillögur umferðarhóps samþykktar

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í liðinni vikur var tekin til afgreiðslu tillögur umferðarhóps sem fundaði um miðjan síðasta mánuð. Þrjú mál voru á dagskrá sem hafði verið vísað til ráðsins frá umhverfis- og skipulagsráði: 1. Einstefna Bárustígs og Skólavegs milli Tangagötu og Strandvegs. 2. Umferð við Vigtartorg. Tilraunaverkefni einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju. 3. […]

Frábær hljómsveit í Eldheimum í kvöld

„Hljómsveitin okkar heitir Skógarfoss og við spilum norræna þjóðlagatónlist. Við verðum með tónleika í Eldheimum í kvöld og byrja þeir klukkan átta. Þeir verða í einn á hálfan tíma og við munum kenna nokkra dansa sem tengjast tónlistinni,“ sagði Ellie Gislason, fiðluleikari hljómsveitarinnar í samtali við Eyjafréttir. Á hún, eins og aðrir meðlimir sveitarinnar ættir […]

Truflar ekki leikjaplanið að missa Hásteinsvöll

default

Í gær var greint frá því hér á Eyjafréttum að enn sé beðið eftir efni til að setja í Hásteinsvöll og er hann því ekki leikfær. Áætluð afhending á innfylliefninu er eftir 2 vikur, sagði í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Framundan er TM-mót ÍBV og koma til Eyja 112 lið til að taka […]

Metfjöldi tilkynninga til barnaverndar

róla-001

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á fimmtudaginn fór deildarstjóri velferðarmála hjá Vestmannaeyjabæ yfir stöðu barnaverndarþjónustu árið 2024. Fram kemur að tilkynningar hafi aldrei verið eins margar eða 306 tilkynningar sem bárust barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja árið 2024. Flestar tilkynningar voru um vanrækslu gagnvart barni eða um 157.  Tilkynningar sem bárust um áhættuhegðun barns voru 93 og 56 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.