Vald á fárra höndum

Eitt mikilvægasta verkefni kjörinna fulltrúa er að bera virðingu fyrir og vernda lýðræðið sem Íslendingar hafa þurft að berjast fyrir í gegnum tíðina. Það hefur verið tilfinning mín að málaþungi bæjarráðs þar sem fæstir fulltrúar sitja, 2 frá meirihluta og 1 frá minnihluta, hafi aukist á meðan að málafjöldi annarra ráða hafi dregist saman. Í […]
Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu. “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar. Fiskurinn dafnar vel í […]
World Class opnar á morgun

World Class opnar á morgun, miðvikudaginn 11. júní, í íþróttahúsinu. Hægt verður að kaupa aðgang í gegnum Abler og á heimasíðu World Class. Við hjá Eyjafréttum hittum á Björn Leifsson í íþróttahúsinu í dag, þar sem hann og teymi hans voru að ljúka við uppsetningu tækja í salnum. Um er að ræða bráðabirgðaaðstöðu, en að […]
Rafmagnslaust á Suðurlandi og í Eyjum – uppfært

Laust fyrir klukkan 10 í morgun fór rafmagnið af Vestmannaeyjabæ. Er rafmagn nú komið á hluta af bænum. Í fyrstu tilkynningu frá Landsneti segir að rafmagnslaust sé á Suðurlandi þar sem Hvolsvallarlína 1 leysti út. „Rafmagnslaust er á Hellu, Hvolsvelli, Rimakot, Vestmannaeyjar og nærsveitum. Unnið er að koma rafmagni aftur á.” Í annari tilkynningu frá […]
Eyjakonur í undanúrslit eftir frábæran sigur

Kvennalið ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir frábæran 1-3 sigur á Bestu deildar liði Tindastóls á Sauðárkróki fyrr í dag. Það var hin marksækna Olga Sevcova sem kom Eyjakonum yfir strax á 4. mínútu leiksins eftir að hún hafði sloppið í gegn og klárað fram hjá Genevieve Jae Crenshaw í marki Tindastóls. Lítið var […]
Vertíðin, strandveiðar og veiðigjöldin

Nú liggur fyrir ráðgjöf Hafró um hámarksafla á flestum helstu fiskistofnum fyrir næsta fiskveiðiár og þar ber hæðst niðurskurður í þorski, sem merkilegt nokkuð er í samræmi við spá Hafró fyrir ári síðan um að það yrði niðurskurður í þorski á komandi árum. Þetta er mjög sérstakt þegar haft er í huga, að í fjölmörgum […]
Tillögur umferðarhóps samþykktar

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í liðinni vikur var tekin til afgreiðslu tillögur umferðarhóps sem fundaði um miðjan síðasta mánuð. Þrjú mál voru á dagskrá sem hafði verið vísað til ráðsins frá umhverfis- og skipulagsráði: 1. Einstefna Bárustígs og Skólavegs milli Tangagötu og Strandvegs. 2. Umferð við Vigtartorg. Tilraunaverkefni einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju. 3. […]
Frábær hljómsveit í Eldheimum í kvöld

„Hljómsveitin okkar heitir Skógarfoss og við spilum norræna þjóðlagatónlist. Við verðum með tónleika í Eldheimum í kvöld og byrja þeir klukkan átta. Þeir verða í einn á hálfan tíma og við munum kenna nokkra dansa sem tengjast tónlistinni,“ sagði Ellie Gislason, fiðluleikari hljómsveitarinnar í samtali við Eyjafréttir. Á hún, eins og aðrir meðlimir sveitarinnar ættir […]
Truflar ekki leikjaplanið að missa Hásteinsvöll

Í gær var greint frá því hér á Eyjafréttum að enn sé beðið eftir efni til að setja í Hásteinsvöll og er hann því ekki leikfær. Áætluð afhending á innfylliefninu er eftir 2 vikur, sagði í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Framundan er TM-mót ÍBV og koma til Eyja 112 lið til að taka […]
Metfjöldi tilkynninga til barnaverndar

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á fimmtudaginn fór deildarstjóri velferðarmála hjá Vestmannaeyjabæ yfir stöðu barnaverndarþjónustu árið 2024. Fram kemur að tilkynningar hafi aldrei verið eins margar eða 306 tilkynningar sem bárust barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja árið 2024. Flestar tilkynningar voru um vanrækslu gagnvart barni eða um 157. Tilkynningar sem bárust um áhættuhegðun barns voru 93 og 56 […]